„Maður gleymir ekki svona hlutum, en lærir að lifa með þeim“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. desember 2019 10:00 Auðunn Blöndal fer yfir ferilinn í einlægu viðtali. vísir/vilhelm Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hefur verið í bransanum í um tuttugu ár og hefur gjörsamlega slegið í gegn á sínu sviði. Auddi er nýorðinn faðir og er hann gestur Einkalífsins í þessari viku en eins og margir vita er hann einn þekktasti maður landsins og segist samt sem áður ekki finna mikið fyrir því. „Ég finn ekkert þannig fyrir því, allavega ekkert sem truflar mig. Þetta er bara svolítið eins og að búa á Sauðárkróki, og þar þekkja allir alla.“ Hann segist alveg hafa lent í því að fólk segja misgáfulega hluti við sig á skemmtanalífinu. „Það hefur alveg gerst og maður er öllu vanur. Auðvitað er skemmtilegra þegar fólk kemur og er að hrósa þér en hitt dettur alveg inn líka. Ég finn mun minna fyrir þessu þar sem ég fer mun minna niður í bæ svona eftir að maður fór loksins á fast, og hvað þá núna eftir að maður eignaðist bara.“ Auðunn segist oft hafa heyrt kjaftasögur um sig út í bæ. „Þú lærir bara á meðan fjölskylda manns veit sannleikann, þá skiptir þetta engu máli,“ segir Auðunn Blöndal sem hefur, eins og margir, sjálfur upplifað ákveðin áföll á sinni lífsleið. „Það er eitt sem mér finnst svolítið skrýtið, og ég veit að fólk vill vel, að eftir að maður eignaðist barn þá er fólk oft að segja við mig að nú byrji lífið. Ég er ekki alveg sammála því. Nú byrjar lífið hans, en ekki mitt. Maður hefur átt sína sigra og töp. Svo er líka fullt af fólki sem getur ekki eignast barn eða langar bara ekki að eignast barn, þá hlýtur það að eiga sitt líf. Skilnaður foreldra minna fannst mér mjög erfiður og einn vinur minn tók sitt eigið líf og það var mjög erfitt. En það sem drepur þig ekki, styrkir þig. Maður gleymir ekki svona hlutum, en lærir að lifa með þeim.“Í þættinum ræðir hann einnig um feril sinn sem sjónvarpsmaður, um frægðina, um útvarpsþáttinn FM95BLÖ, feimnina, aðkomu hans að Allir geta dansað, um sögur sem hann hefur heyrt um sig út í bæ og framhaldið. Einkalífið Mest lesið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Ísrael vann Eurovision Lífið Hatrið mun sigra í útgáfu Alla og íkornanna Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslenskur stúlknakór í nýju myndbandi Fleet Foxes Tónlist Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton Tíska og hönnun Baldurs og Felix-fáni falur Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Fleiri fréttir Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hefur verið í bransanum í um tuttugu ár og hefur gjörsamlega slegið í gegn á sínu sviði. Auddi er nýorðinn faðir og er hann gestur Einkalífsins í þessari viku en eins og margir vita er hann einn þekktasti maður landsins og segist samt sem áður ekki finna mikið fyrir því. „Ég finn ekkert þannig fyrir því, allavega ekkert sem truflar mig. Þetta er bara svolítið eins og að búa á Sauðárkróki, og þar þekkja allir alla.“ Hann segist alveg hafa lent í því að fólk segja misgáfulega hluti við sig á skemmtanalífinu. „Það hefur alveg gerst og maður er öllu vanur. Auðvitað er skemmtilegra þegar fólk kemur og er að hrósa þér en hitt dettur alveg inn líka. Ég finn mun minna fyrir þessu þar sem ég fer mun minna niður í bæ svona eftir að maður fór loksins á fast, og hvað þá núna eftir að maður eignaðist bara.“ Auðunn segist oft hafa heyrt kjaftasögur um sig út í bæ. „Þú lærir bara á meðan fjölskylda manns veit sannleikann, þá skiptir þetta engu máli,“ segir Auðunn Blöndal sem hefur, eins og margir, sjálfur upplifað ákveðin áföll á sinni lífsleið. „Það er eitt sem mér finnst svolítið skrýtið, og ég veit að fólk vill vel, að eftir að maður eignaðist barn þá er fólk oft að segja við mig að nú byrji lífið. Ég er ekki alveg sammála því. Nú byrjar lífið hans, en ekki mitt. Maður hefur átt sína sigra og töp. Svo er líka fullt af fólki sem getur ekki eignast barn eða langar bara ekki að eignast barn, þá hlýtur það að eiga sitt líf. Skilnaður foreldra minna fannst mér mjög erfiður og einn vinur minn tók sitt eigið líf og það var mjög erfitt. En það sem drepur þig ekki, styrkir þig. Maður gleymir ekki svona hlutum, en lærir að lifa með þeim.“Í þættinum ræðir hann einnig um feril sinn sem sjónvarpsmaður, um frægðina, um útvarpsþáttinn FM95BLÖ, feimnina, aðkomu hans að Allir geta dansað, um sögur sem hann hefur heyrt um sig út í bæ og framhaldið.
Einkalífið Mest lesið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Ísrael vann Eurovision Lífið Hatrið mun sigra í útgáfu Alla og íkornanna Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslenskur stúlknakór í nýju myndbandi Fleet Foxes Tónlist Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton Tíska og hönnun Baldurs og Felix-fáni falur Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Fleiri fréttir Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Sjá meira