Kallar saman þjóðaröryggisráð vegna óveðursins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2019 13:44 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er formaður þjóðaröryggisráðs. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs hefur boðað til fundar í þjóðaröryggisráði síðdegis í dag vegna þess ofsaveðurs sem gekk yfir landið og þeirra afleiðinga sem það hefur haft. Þá munu ráðherrar heimsækja samhæfingamiðstöð almannvarna í dag til að taka stöðuna að því er fram kemur í færslu Katrínar á Facebook. „Síðustu sólarhringa höfum við verið minnt á að við búum við öflug náttúruöfl. Aftakaveður hefur verið fyrir norðan og íbúar þar eru í sérstaklega erfiðri stöðu,“ skrifar Katrín. Hún hafi verið í sambandi við bæði íbúa og sveitarstjórnafólk en víða sé staðan bæði þung og erfið. „Á sama tíma er ljóst að viðbragðsaðilar hafa ekki unnt sér hvíldar og hafa unnið þrekvirki við erfiðar aðstæður,“ segir Katrín.Viðtali Katrínar við Reykjavík Síðdegis hefur verið bætt við fréttina og má heyra hér að neðan. Hún hafi því boðað þjóðaröryggisráð á fund klukkan fimm í dag og fer fundurinn fram í stjórnarráðinu. Þá hefur verið settur saman hópur sem mun fara í það að greina stöðuna og leggja til nauðsynlegar úrbætur til að tryggja að afleiðingar á borð við þær sem sést hafa eftir óveður síðustu daga geti ekki endurtekið sig. „Hópurinn fer strax af stað með fulltrúa mínum, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,“ segir Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í færslu á sinni Facebook síðu að yfirvöld muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bregðast við skjótt og koma hlutunum í samt lag á nýjan leik. „Enn og aftur kemur í ljós hvað við Íslendingar búum vel að öflugum viðbragðsaðilum,“ skrifar Áslaug og vísar þar til bæði sjálfboðaliða í björgunar- og hjálparsveitum, starfsfólks lögreglu, landhelgisgæslu, sveitarfélaga, Vegagerðarinnar og fyrirtækja á borð við Landsnet og Rarik. „Það er aðdáunarvert að fylgjast með öllu því fólki sem þar starfar og er reiðubúið að bregðast við, fara út í óveðrið og bjarga því sem bjargað verður í þágu samborgara sinna. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við allt þetta fólk,“ segir Áslaug. Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs hefur boðað til fundar í þjóðaröryggisráði síðdegis í dag vegna þess ofsaveðurs sem gekk yfir landið og þeirra afleiðinga sem það hefur haft. Þá munu ráðherrar heimsækja samhæfingamiðstöð almannvarna í dag til að taka stöðuna að því er fram kemur í færslu Katrínar á Facebook. „Síðustu sólarhringa höfum við verið minnt á að við búum við öflug náttúruöfl. Aftakaveður hefur verið fyrir norðan og íbúar þar eru í sérstaklega erfiðri stöðu,“ skrifar Katrín. Hún hafi verið í sambandi við bæði íbúa og sveitarstjórnafólk en víða sé staðan bæði þung og erfið. „Á sama tíma er ljóst að viðbragðsaðilar hafa ekki unnt sér hvíldar og hafa unnið þrekvirki við erfiðar aðstæður,“ segir Katrín.Viðtali Katrínar við Reykjavík Síðdegis hefur verið bætt við fréttina og má heyra hér að neðan. Hún hafi því boðað þjóðaröryggisráð á fund klukkan fimm í dag og fer fundurinn fram í stjórnarráðinu. Þá hefur verið settur saman hópur sem mun fara í það að greina stöðuna og leggja til nauðsynlegar úrbætur til að tryggja að afleiðingar á borð við þær sem sést hafa eftir óveður síðustu daga geti ekki endurtekið sig. „Hópurinn fer strax af stað með fulltrúa mínum, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,“ segir Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í færslu á sinni Facebook síðu að yfirvöld muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bregðast við skjótt og koma hlutunum í samt lag á nýjan leik. „Enn og aftur kemur í ljós hvað við Íslendingar búum vel að öflugum viðbragðsaðilum,“ skrifar Áslaug og vísar þar til bæði sjálfboðaliða í björgunar- og hjálparsveitum, starfsfólks lögreglu, landhelgisgæslu, sveitarfélaga, Vegagerðarinnar og fyrirtækja á borð við Landsnet og Rarik. „Það er aðdáunarvert að fylgjast með öllu því fólki sem þar starfar og er reiðubúið að bregðast við, fara út í óveðrið og bjarga því sem bjargað verður í þágu samborgara sinna. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við allt þetta fólk,“ segir Áslaug.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53
Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51