Einn versti sólarhringur í sögu Landsnets: Hægt gengur að koma flutningskerfi í samt horf Eiður Þór Árnason skrifar 11. desember 2019 18:15 Um tuttugu stæður eru taldar hafa brotnað í Dalvíkurlínu. Myndir/Landsnet Miklar skemmdir hafa orðið á rafflutningskerfi Landsnets síðasta sólarhringinn og segja starfsmenn þar að um sé að ræða einn versta sólarhring í sögu fyrirtækisins. Landsnet hefur sent frá sér yfir hundrað tilkynningar um truflanir á flutningskerfinu frá því í gær. „Við höfum aldrei staðið frammi fyrir svona stórri og umfangsmikilli truflun eins og þessari,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, í samtali við Vísi. Hún segir stöðuna á flutningskerfinu vera að mestu óbreytta frá því á öðrum tímanum í dag. Húsavíkur-, Sauðárkróks-, Kópaskers- og Dalvíkurlínur eru enn úti og var reynt að koma Kópaskers- og Sauðarkrókslínu inn í dag án árangurs. Varaafl hefur verið skammtað á Sauðárkróki. Á sjöunda tímanum verður svo gerð tilraun til þess að koma tengivirkinu á Hrútártungu aftur inn á flutningsnetið. Steinunn segir að rafmagn sé komið á aftur á Austfjörðum en Vestfirðir séu enn keyrðir á díselvaraaflsstöð. Þar á eftir að skoða betur hvernig ástandið er á rafmagnslínum. Landsnet telur að það muni víða taka einhverja daga að koma rafmagnslínum í samt horf. Til að mynda sé þörf á viðamiklum viðgerðum á línum í kringum Sauðárkrók og Dalvík. Hún segir það vera í forgangi næstu daga að koma þeim línum aftur í gagnið. Dalvíkurlína, sem liggur á milli Akureyrar og Dalvíkur, leysti út klukkan átta í morgun. Er þar um að ræða gamlar tréstauralínur og segir Steinunn að um tuttugu stæður séu taldar vera brotnar. „Þannig að það mun taka einhverja daga að fara í viðgerðir. En það er ljóst að það er töluvert tjón og umtalsverður kostnaður.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Miklar skemmdir hafa orðið á rafflutningskerfi Landsnets síðasta sólarhringinn og segja starfsmenn þar að um sé að ræða einn versta sólarhring í sögu fyrirtækisins. Landsnet hefur sent frá sér yfir hundrað tilkynningar um truflanir á flutningskerfinu frá því í gær. „Við höfum aldrei staðið frammi fyrir svona stórri og umfangsmikilli truflun eins og þessari,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, í samtali við Vísi. Hún segir stöðuna á flutningskerfinu vera að mestu óbreytta frá því á öðrum tímanum í dag. Húsavíkur-, Sauðárkróks-, Kópaskers- og Dalvíkurlínur eru enn úti og var reynt að koma Kópaskers- og Sauðarkrókslínu inn í dag án árangurs. Varaafl hefur verið skammtað á Sauðárkróki. Á sjöunda tímanum verður svo gerð tilraun til þess að koma tengivirkinu á Hrútártungu aftur inn á flutningsnetið. Steinunn segir að rafmagn sé komið á aftur á Austfjörðum en Vestfirðir séu enn keyrðir á díselvaraaflsstöð. Þar á eftir að skoða betur hvernig ástandið er á rafmagnslínum. Landsnet telur að það muni víða taka einhverja daga að koma rafmagnslínum í samt horf. Til að mynda sé þörf á viðamiklum viðgerðum á línum í kringum Sauðárkrók og Dalvík. Hún segir það vera í forgangi næstu daga að koma þeim línum aftur í gagnið. Dalvíkurlína, sem liggur á milli Akureyrar og Dalvíkur, leysti út klukkan átta í morgun. Er þar um að ræða gamlar tréstauralínur og segir Steinunn að um tuttugu stæður séu taldar vera brotnar. „Þannig að það mun taka einhverja daga að fara í viðgerðir. En það er ljóst að það er töluvert tjón og umtalsverður kostnaður.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira