Vivien Bodycote er vafalaust einn harðasti aðdáandi José Mourinho.
Líkami Bodycote, sem er 62 ára eftirlaunaþegi og amma, er vel skreyttur með húðflúrum af Mourinho. Hún er alls með 38 flúr af Portúgalanum.
Bodycote fékk sér að sjálfsögðu flúr í tilefni þess að Mourinho var ráðinn knattspyrnustjóri Tottenham.
„Velkominn aftur, José!“ stendur fyrir ofan mynd af Spurs merkinu.
Reyndar er það merki NBA-liðsins San Antonio Spurs en ekki Tottenham Hotspur.
62-year-old Vivien Bodycote, a retired teaching (!) assistant, has 38 Mourinho-related tattoos on her body.
— Michael Yokhin (@Yokhin) December 10, 2019
The latest tattoo is dedicated to his return to the Premier League at Tottenham.
"Welcome back, Jose!" with the Spurs logo.
San Antonio Spurs...
Oops! pic.twitter.com/VHZE9qyjeg
Bodycote er með alls konar flúr af Mourinho, m.a. mynd af honum með jólasveinahúfu og í páskaeggi.
Hún fylgist væntanlega spennt með þegar strákarnir hans Mourinhos í Tottenham sækja Bayern München heim í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.