Segir það hafa skipt sköpum að fólk hafi farið að tilmælum viðbragðsaðila Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 10. desember 2019 20:30 Sjór gekk yfir götuna við JL húsið úti á Granda. vísir/vilhelm „Það sem af er degi hafa björgunarsveitir á landinu öllu sinnt rúmlega tvö hundruð verkefnum og þetta er allt frá því að vera þessi hefðbundnu foktjón, sem er þá fok sérstaklega á klæðningum á húsum, þakplötum og veggklæðningu og svo fok á lausamunum,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu Vísis. Hann sagði að útköll hafi tekið kipp í kring um sjö á höfuðborgarsvæðinu en um þrjátíu aðstoðarbeiðnir hafi borist á höfuðborgarsvæðinu. Stórar girðingaplötur fóru að fjúka við byggingasvæði á austurbakkanum við Hörpu fyrr í kvöld og vildi það svo vel til að iðnaðarmenn voru að störfum í húsinu og náðu þeir að binda niður plöturnar ásamt björgunarsveitafólki sem var mætt á svæðið. vísir/vilhelm Þá hefur hópur björgunarsveitafólks nýlokið störfum á Boðagranda í Reykjavík en tilkynning barst um brotnar rúður, að þakplötur og húsaklæðningar hafi fokið og bílar skemmst. Davíð sagði að nokkrir björgunarsveitahópar hafi mætt á staðinn, þar hafi verið erfiðar aðstæður en sjórinn hafi gengið yfir götuna. „Það var einhver veggklæðning sem hafði farið að fjúka af einu húsi sem virðist hafa skemmt út frá sér. Það voru einhverjar tilkynningar um brotna glugga og skemmdir á handriðum,“ bætti Davíð við. Á Suðurnesjunum fór að bæta í veður á fimmta tímanum og þó nokkur verkefni hafa komið upp. „Það eru rúmlega fjörutíu aðstoðarbeiðnir sem hafa borist þar, það er aðallega fok á lausamunum, húsaklæðningu og grindverkum. Mér skilst að það hafi verið það mikill vindur á Suðurnesjunum að það hafi verið varhugavert að vera á svæðinu.“ Fólk hefur lítið verið á ferðinni.vísir/vilhelm Ekki hafa borist neinar tilkynningar enn sem komið er að björgunarsveitarfólk hafi slasast við störf sín og enn hafa ekki orðið nein slys á fólki. Þá sagði Davíð það hafa skipt sköpum að fólk hafi farið að tilmælum viðbragðsaðila og haldið sig inni. „Eins og maður sér á götum Reykjavíkurborgar núna þá eru mjög fáir á ferðinni og ég held að við verðum að taka það úr því að fólk er augljóslega að fara að þessum fyrirmælum, þau hafa náð til fólks og það eru miklu færri á ferðinni. Atvinnulífið og ríkið hefur örugglega lagt sitt lóð á vogarskálarnar í því með því að stytta vinnudaginn á einhverjum stofnunum og vinnustöðum,“ sagði Davíð. „Það er augljóst að áhrifin hefðu getað orðið meiri af þessu veðri ef fleira fólk hefði verið á ferðinni. Það er nokkuð kýrskýrt að það er hætta sem stafar af því að vera á ferðinni þegar hlutir, klæðningar og lausamunir, byrja að fjúka.“ Hann sagði ástandið hafa verið erfiðast á norðanverðu landinu um miðjan daginn og rafmagnsleysið hafi bætt gráu ofan á svart. „Að öðru leiti hefur þetta gengið nokkuð vel í dag enda var þetta mjög vel undirbúið. Því ber að fagna að allir hafi tekið mark á tilmælum sem hafa borist úr öllum áttum.“Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni. Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
„Það sem af er degi hafa björgunarsveitir á landinu öllu sinnt rúmlega tvö hundruð verkefnum og þetta er allt frá því að vera þessi hefðbundnu foktjón, sem er þá fok sérstaklega á klæðningum á húsum, þakplötum og veggklæðningu og svo fok á lausamunum,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu Vísis. Hann sagði að útköll hafi tekið kipp í kring um sjö á höfuðborgarsvæðinu en um þrjátíu aðstoðarbeiðnir hafi borist á höfuðborgarsvæðinu. Stórar girðingaplötur fóru að fjúka við byggingasvæði á austurbakkanum við Hörpu fyrr í kvöld og vildi það svo vel til að iðnaðarmenn voru að störfum í húsinu og náðu þeir að binda niður plöturnar ásamt björgunarsveitafólki sem var mætt á svæðið. vísir/vilhelm Þá hefur hópur björgunarsveitafólks nýlokið störfum á Boðagranda í Reykjavík en tilkynning barst um brotnar rúður, að þakplötur og húsaklæðningar hafi fokið og bílar skemmst. Davíð sagði að nokkrir björgunarsveitahópar hafi mætt á staðinn, þar hafi verið erfiðar aðstæður en sjórinn hafi gengið yfir götuna. „Það var einhver veggklæðning sem hafði farið að fjúka af einu húsi sem virðist hafa skemmt út frá sér. Það voru einhverjar tilkynningar um brotna glugga og skemmdir á handriðum,“ bætti Davíð við. Á Suðurnesjunum fór að bæta í veður á fimmta tímanum og þó nokkur verkefni hafa komið upp. „Það eru rúmlega fjörutíu aðstoðarbeiðnir sem hafa borist þar, það er aðallega fok á lausamunum, húsaklæðningu og grindverkum. Mér skilst að það hafi verið það mikill vindur á Suðurnesjunum að það hafi verið varhugavert að vera á svæðinu.“ Fólk hefur lítið verið á ferðinni.vísir/vilhelm Ekki hafa borist neinar tilkynningar enn sem komið er að björgunarsveitarfólk hafi slasast við störf sín og enn hafa ekki orðið nein slys á fólki. Þá sagði Davíð það hafa skipt sköpum að fólk hafi farið að tilmælum viðbragðsaðila og haldið sig inni. „Eins og maður sér á götum Reykjavíkurborgar núna þá eru mjög fáir á ferðinni og ég held að við verðum að taka það úr því að fólk er augljóslega að fara að þessum fyrirmælum, þau hafa náð til fólks og það eru miklu færri á ferðinni. Atvinnulífið og ríkið hefur örugglega lagt sitt lóð á vogarskálarnar í því með því að stytta vinnudaginn á einhverjum stofnunum og vinnustöðum,“ sagði Davíð. „Það er augljóst að áhrifin hefðu getað orðið meiri af þessu veðri ef fleira fólk hefði verið á ferðinni. Það er nokkuð kýrskýrt að það er hætta sem stafar af því að vera á ferðinni þegar hlutir, klæðningar og lausamunir, byrja að fjúka.“ Hann sagði ástandið hafa verið erfiðast á norðanverðu landinu um miðjan daginn og rafmagnsleysið hafi bætt gráu ofan á svart. „Að öðru leiti hefur þetta gengið nokkuð vel í dag enda var þetta mjög vel undirbúið. Því ber að fagna að allir hafi tekið mark á tilmælum sem hafa borist úr öllum áttum.“Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni.
Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira