„Getur dottið í að verða alveg snarbrjálað hérna seinnipartinn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2019 16:19 Rauð viðvörun er í gildi fyrir Norðurland vestra og Strandir. Mynd/Veðurstofa Ísland „Það þýðir ekkert annað en gera það sem maður þarf að gera og sem minnst meira en það,“ segir Guðlaugur Agnar Ágústsson, bóndi á Steinstúni í Norðurfirði á Ströndum, þar sem spáð hefur verið hvað verstu veðri í dag í því óviðri sem nú gengur yfir landið. Þegar Vísir náði tali af Guðlaugi var hann nýkominn úr fjárhúsinu að vitja kindanna sem þar dvelja. Aðspurður um veðrið segir hann það í raun ekki vera svo slæmt í augnablikinu. „Mér finnst það ekkert rosalega slæmt en það getur alltaf átt eftir að versna. Ég er inn í Norðurfiðri og ekkert nema fjöll í kringum mig. Það er rosalega misvindasamt úr flestum áttum,“ segir Guðlaugur. Rauð viðvörun er í gildi fyrir Strandir og miðað við spá Veðurstofu Íslands er reiknað með að veður fari versnandi nú síðdegis fram til miðnættis, eitthvað sem Guðlaugur reiknar fastlega með að gerist. „Þetta getur dottið í að verða alveg snarbrjálað hérna seinnipartinn,“ segir hann. Guðlaugur Ágústsson, bóndi og hreppsnefndarmaður í Steinstúni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Undirbúningur fyrir veðrið fólst í því að binda niður lauslega hluti og bátinn í höfninni. Heyra má á Guðlaugi að hann er ekki spenntur fyrir veðrinu en að hann muni mæta því af æðruleysi. Það þýði ekki mikið að vera eitthvað taugaóstyrkur. „Það er það eina ef að eitthvað kemur fyrir þá erum við svo fá hérna. Það eru ekki nema tólf manneskjur í sveitinni akkúrat núna. Ef að eitthvað kemur fyrir þá erum við rosalega fá til að gera eitthvað en við eigum góða nágranna á Hólmavík,“ segir Guðlaugur. Hann reiknar með að flestir í sveitinni séu vel undirbúnir fyrir óveðrið látið það kræla á sér, vopnaðir vararafstöðvum og fleira verði rafmagnslaust. Annars þýði lítið að ætla að reyna að berjast eitthvað við veðrið fari allt á versta veg. „Þegar veðri slotar þá er kannski fyrst hægt að gera ef þessir húskofar fara að þyrlast um. Þá er eins gott að koma sér bara í skjól. Það er bara svoleiðis.“ Árneshreppur Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rauðum viðvörunum fjölgar Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að flýta gildistöku rauðrar veðurviðvörunar fyrir Norðurland vestra. 10. desember 2019 15:45 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Sjá meira
„Það þýðir ekkert annað en gera það sem maður þarf að gera og sem minnst meira en það,“ segir Guðlaugur Agnar Ágústsson, bóndi á Steinstúni í Norðurfirði á Ströndum, þar sem spáð hefur verið hvað verstu veðri í dag í því óviðri sem nú gengur yfir landið. Þegar Vísir náði tali af Guðlaugi var hann nýkominn úr fjárhúsinu að vitja kindanna sem þar dvelja. Aðspurður um veðrið segir hann það í raun ekki vera svo slæmt í augnablikinu. „Mér finnst það ekkert rosalega slæmt en það getur alltaf átt eftir að versna. Ég er inn í Norðurfiðri og ekkert nema fjöll í kringum mig. Það er rosalega misvindasamt úr flestum áttum,“ segir Guðlaugur. Rauð viðvörun er í gildi fyrir Strandir og miðað við spá Veðurstofu Íslands er reiknað með að veður fari versnandi nú síðdegis fram til miðnættis, eitthvað sem Guðlaugur reiknar fastlega með að gerist. „Þetta getur dottið í að verða alveg snarbrjálað hérna seinnipartinn,“ segir hann. Guðlaugur Ágústsson, bóndi og hreppsnefndarmaður í Steinstúni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Undirbúningur fyrir veðrið fólst í því að binda niður lauslega hluti og bátinn í höfninni. Heyra má á Guðlaugi að hann er ekki spenntur fyrir veðrinu en að hann muni mæta því af æðruleysi. Það þýði ekki mikið að vera eitthvað taugaóstyrkur. „Það er það eina ef að eitthvað kemur fyrir þá erum við svo fá hérna. Það eru ekki nema tólf manneskjur í sveitinni akkúrat núna. Ef að eitthvað kemur fyrir þá erum við rosalega fá til að gera eitthvað en við eigum góða nágranna á Hólmavík,“ segir Guðlaugur. Hann reiknar með að flestir í sveitinni séu vel undirbúnir fyrir óveðrið látið það kræla á sér, vopnaðir vararafstöðvum og fleira verði rafmagnslaust. Annars þýði lítið að ætla að reyna að berjast eitthvað við veðrið fari allt á versta veg. „Þegar veðri slotar þá er kannski fyrst hægt að gera ef þessir húskofar fara að þyrlast um. Þá er eins gott að koma sér bara í skjól. Það er bara svoleiðis.“
Árneshreppur Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rauðum viðvörunum fjölgar Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að flýta gildistöku rauðrar veðurviðvörunar fyrir Norðurland vestra. 10. desember 2019 15:45 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Sjá meira
Rauðum viðvörunum fjölgar Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að flýta gildistöku rauðrar veðurviðvörunar fyrir Norðurland vestra. 10. desember 2019 15:45
Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15
Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37