Heimilisföng heiðursverðlaunahafa birt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2019 15:46 Nadiya Hussain, sjónvarpskokkur, (t.v.) og Elton John, tónlistarmaður (t.h). getty/Dia Dipasupil/Ben A. Pruchnie Heimilisföng meira en þúsund handhafa Nýársheiðurs Bretlands, þar á meðal háttsettra lögreglumanna og stjórnmálamanna, voru óvart birt af yfirvöldum. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Skránni var hlaðið upp á opinbera vefsíðu yfirvalda en hefur síðan verið fjarlægð. Talsmaður forsætisráðuneytisins sagði í samtali við breska ríkisútvarpið: „Við biðjum alla þá sem urðu fyrir áhrifum innilegrar afsökunar og erum að skoða hvað kom fyrir.“ Meðal þeirra heimilisfanga sem voru birt er heimilisfang Elton John og fyrrverandi ríkissaksóknara, Alison Saunders. Meðal þeirra 1.097 á listanum voru krikketleikmaðurinn Ben Stokes, fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins Iain Duncan Smith, Nadiya Hussain sjónvarpskokkur og fyrrverandi framkvæmdarstjóri Ofcom Sharon White. Talsmaður yfirvalda sagði að skráin hafi lekið fyrir slysni og hafi verið fjarlægð um leið og hægt var. „Ein útgáfa Nýársheiðurslistans 2020 var birt af slysni þar sem heimilisföng komu fram,“ sagði hann. „Upplýsingarnar voru fjarlægðar um leið og hægt var. Við höfum tilkynnt málið og erum að láta þá sem þetta hafði áhrif á vita.“ Heimildarmaður sagði í samtali við BBC að hann hafi opnað skránna á heimasíðu yfirvalda, gov.uk, rétt eftir miðnætti á aðfaranótt laugardags en hafi ekki getað gert það klukkan fimm um morguninn á staðartíma. Forsætisráðuneytið segir að gögnin hafi verið aðgengileg í rúman klukkutíma. Bretland Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Sjá meira
Heimilisföng meira en þúsund handhafa Nýársheiðurs Bretlands, þar á meðal háttsettra lögreglumanna og stjórnmálamanna, voru óvart birt af yfirvöldum. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Skránni var hlaðið upp á opinbera vefsíðu yfirvalda en hefur síðan verið fjarlægð. Talsmaður forsætisráðuneytisins sagði í samtali við breska ríkisútvarpið: „Við biðjum alla þá sem urðu fyrir áhrifum innilegrar afsökunar og erum að skoða hvað kom fyrir.“ Meðal þeirra heimilisfanga sem voru birt er heimilisfang Elton John og fyrrverandi ríkissaksóknara, Alison Saunders. Meðal þeirra 1.097 á listanum voru krikketleikmaðurinn Ben Stokes, fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins Iain Duncan Smith, Nadiya Hussain sjónvarpskokkur og fyrrverandi framkvæmdarstjóri Ofcom Sharon White. Talsmaður yfirvalda sagði að skráin hafi lekið fyrir slysni og hafi verið fjarlægð um leið og hægt var. „Ein útgáfa Nýársheiðurslistans 2020 var birt af slysni þar sem heimilisföng komu fram,“ sagði hann. „Upplýsingarnar voru fjarlægðar um leið og hægt var. Við höfum tilkynnt málið og erum að láta þá sem þetta hafði áhrif á vita.“ Heimildarmaður sagði í samtali við BBC að hann hafi opnað skránna á heimasíðu yfirvalda, gov.uk, rétt eftir miðnætti á aðfaranótt laugardags en hafi ekki getað gert það klukkan fimm um morguninn á staðartíma. Forsætisráðuneytið segir að gögnin hafi verið aðgengileg í rúman klukkutíma.
Bretland Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Sjá meira