Piparkökuhúsasnillingur í Keflavík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. desember 2019 20:00 Það kemur ekkert annað til greina hjá Finni Guðbergi Ívarssyni, nemenda í tíunda bekk Myllubakkaskóla í Keflavík en að verða bakari. Það skyldu engum undra því hæfileikar hans í bakstri eru ótrúlegir, ekki síst þegar kemur að piparkökuhúsum því hann bakaði nýlega og setti saman nákvæma eftirlíkingu af skólanum sínum í formi piparkökuhúss. Piparkökuhúsið hans Finns sem er af Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ í Keflavík er til sýnis í matsal skólans og er nákvæm eftirlíking af skólanum. Finnur lág yfir teikningum af húsinu, mældi það allt upp og lagði margra vikna vinnu í undirbúning piparkökuhússins áður en baksturinn og samsetningin hófst. „Þetta er eitthvað í kringum fimmtán kíló af piparkökudeigi, kíló af súkkulaði og fimm hundruð grömm af flórsykri. Það var mjög mikill reikningur í þessu en þetta er fyrst og fremst rosalega mikil tímavinna“, segir Finnur. Piparkökuhúsið vekur mikla athygli í Myllubakkaskóla hjá nemendum og starfsfólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Finnur Guðberg er með skýr markmið hvað hann ætlar að gera í framtíðinni en hann mun ljúka 10. bekk í Myllubakkaskóla næsta vor. „Já, þá fer ég á samning hjá Jóni Árelíus í Kökulist hér í Reykjanesbæ“. Umsjónarkennari Finns Guðbergs segir hann frábæran nemanda. „Þetta er náttúrulega bara dásamlegur drengur, flottur nemandi sem stendur sig vel í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Piparkökuhúsið hans af Myllubakkaskóla er ótrúlega magnað“, segir Hildur María Magnúsdóttir, kennari. Piparkökuþorpið á heimili Finns í Keflavík, sem hann bakaði og setti saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það er ekki nóg með að Finnur Guðbergur sé með piparkökuhús í skólanum sínum því heima hjá honum er piparkökuþorp, sem hann bakaði og setti saman. Nokkur hús og kirkja sem prýða stofu heimilisins. Reykjanesbær Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Það kemur ekkert annað til greina hjá Finni Guðbergi Ívarssyni, nemenda í tíunda bekk Myllubakkaskóla í Keflavík en að verða bakari. Það skyldu engum undra því hæfileikar hans í bakstri eru ótrúlegir, ekki síst þegar kemur að piparkökuhúsum því hann bakaði nýlega og setti saman nákvæma eftirlíkingu af skólanum sínum í formi piparkökuhúss. Piparkökuhúsið hans Finns sem er af Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ í Keflavík er til sýnis í matsal skólans og er nákvæm eftirlíking af skólanum. Finnur lág yfir teikningum af húsinu, mældi það allt upp og lagði margra vikna vinnu í undirbúning piparkökuhússins áður en baksturinn og samsetningin hófst. „Þetta er eitthvað í kringum fimmtán kíló af piparkökudeigi, kíló af súkkulaði og fimm hundruð grömm af flórsykri. Það var mjög mikill reikningur í þessu en þetta er fyrst og fremst rosalega mikil tímavinna“, segir Finnur. Piparkökuhúsið vekur mikla athygli í Myllubakkaskóla hjá nemendum og starfsfólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Finnur Guðberg er með skýr markmið hvað hann ætlar að gera í framtíðinni en hann mun ljúka 10. bekk í Myllubakkaskóla næsta vor. „Já, þá fer ég á samning hjá Jóni Árelíus í Kökulist hér í Reykjanesbæ“. Umsjónarkennari Finns Guðbergs segir hann frábæran nemanda. „Þetta er náttúrulega bara dásamlegur drengur, flottur nemandi sem stendur sig vel í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Piparkökuhúsið hans af Myllubakkaskóla er ótrúlega magnað“, segir Hildur María Magnúsdóttir, kennari. Piparkökuþorpið á heimili Finns í Keflavík, sem hann bakaði og setti saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það er ekki nóg með að Finnur Guðbergur sé með piparkökuhús í skólanum sínum því heima hjá honum er piparkökuþorp, sem hann bakaði og setti saman. Nokkur hús og kirkja sem prýða stofu heimilisins.
Reykjanesbær Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira