Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að það verði ómögulegt að fylla skarð Sergio Aguero, framherja liðsins, er hann fer frá félaginu.
Guardiola hefur ekki gefist upp á að hinn 31 ára gamli Aguero muni framlengja samning sinn við félagið er núverandi samningur hans við félagið rennur út árið 2021.
„Hann getur verið áfram en þetta veltur á líkamlegu ásigkomulagi hans og hvort að honum langi að halda áfram,“ sagði Guardiola.
"He can stay but it depends on his physical condition and his desire."
— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2019
Pep Guardiola has answered questions about Sergio Aguero's future at Manchester City.
Read: https://t.co/bn9rTKqvTX#bbcfootballpic.twitter.com/fEC2d7lDGe
„Að fylla skarð hans verður ein af mínum stærstu áskorunum því það er ekki hægt að fylla hans skarð.“
„Þetta er það mikilvægasta fyrir félagið og mikilvægara en þegar það, vonandi, vinnur Meistaradeildina. Þetta er betri en fjórar titlar á tímabili eða hvað. Hann var maðurinn.“
City mætir Wolves í síðasta leik 19. umferðarinnar í kvöld en City getur þá minnkað forskot Liverpool niður í ellefu stig á toppnum.