Michail Antonio, leikmaður West Ham, slapp ómeiddur á jóla dag er hann missti stjórn á Lamborghini-bíl sínum og keyrði hann inn í garð.
Framherjinn var þó ekki í venjulegum fötum er hann kom út úr bílnum Hann var klæddur sem snjókarl. Garðurinn sem Antonio keyrði inn í var í Balham, suður London.
West Ham æfði á jóladag og átti að mæta síðar um kvöldið á liðshótelið þar sem þeir voru að fara undirbúa sig fyrir leik gærdagsins en liðið tapaði 2-1 fyrir Crystal Palace í gær.
Michail Antonio crashed Lamborghini into a garden dressed as a snowman on Christmas Day https://t.co/V43xhqP65lpic.twitter.com/X67uAShkV3
— Mirror Football (@MirrorFootball) December 26, 2019
Hann spilaði þó allan tímann í gær í tapinu gegn West Ham en í tilkynningu frá lögreglu segir að henni sé kunnugt um atvikið.
Þar kemur fram að Antonio hafi ekki óskað eftir aðstoð sjúkraliða.
Michail Antonio 'crashes Lamborghini into a house while dressed as a snowman' https://t.co/pzDQwhvD9opic.twitter.com/n1Z0NW0vrX
— The Sun Football (@TheSunFootball) December 26, 2019