Föstur geta haft jákvæð áhrif á heilsuna Sylvía Hall skrifar 26. desember 2019 13:15 Margir takmarka neyslu matar við ákveðna tíma dagsins. Vísir/Getty Föstur hafa tröllriðið landanum undanfarin ár og virðast margir láta reyna á það að sleppa því að innbyrða mat á ákveðnum tímum sólarhringsins eða minnka það verulega á ákveðnum dögum. Ný rannsókn bendir til þess að það sé skynsamlegt fyrir heilsuna.CNN greinir frá því niðurstöður rannsókna The New England Journal og Medicine benda til þess að föstur geta haft jákvæð áhrif á líkamsstarfsemi. Meðal þeirra kosta sem fylgir föstum er lægri blóðþrýstingur, léttari líkami og langlífi. Höfundur aðalrannsóknarinnar er Mark Mattson, prófessor í taugavísindum við John Hopkins háskóla í Bandaríkjunum. Rannsóknin mun vera notuð til þess að skýra betur áhrif fasta á líkamann og mögulega gera læknum kleift að „skrifa upp á föstur“ til þess að koma veg fyrir heilsufarsvandamál á við offitu, sykursýki, krabbamein og leitt til lægri blóðþrýstings. Getur leitt til verri matarvenja Í rannsókninni eru tvær föstur einna helst skoðaðar: Tímabundnar föstur sem ganga út á það að borða í aðeins sex til átta klukkustundir á dag annars vegar og hins vegar föstur sem ganga út á að innbyrða aðeins um fimm hundruð kaloríur á dag. Þrátt fyrir að margt bendi til þess að föstur séu skynsamlegar eru ekki nægilega margar rannsóknir um langtímaáhrif þeirra. Sú rannsókn sem framkvæmd var einblíndi á yngra fólk og fólk á miðjum aldri í ofþyngd. Höfundar rannsóknanna vilja því stíga varlega til jarðar við að heimfæra öll þau jákvæðu áhrif sem hafa komið fram yfir á aðra hópa. Þá er einnig ókostur að mörgum þykir erfitt að fasta. Flestir eru fastir í mynstri sem felur í sér þrjár máltíðir á dag með millimálum og sýndi það sig best í þeirri staðreynd að 40% þátttakenda í rannsókninni hættu. Það sé í mannlegu eðli að vilja verðlauna sig eftir erfiðisvinnu og því einnig hætta á að fólk þrói með sér óheilbrigðar matarvenjur þegar hinn svokallaði matargluggi er opinn. Heilsa Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Föstur hafa tröllriðið landanum undanfarin ár og virðast margir láta reyna á það að sleppa því að innbyrða mat á ákveðnum tímum sólarhringsins eða minnka það verulega á ákveðnum dögum. Ný rannsókn bendir til þess að það sé skynsamlegt fyrir heilsuna.CNN greinir frá því niðurstöður rannsókna The New England Journal og Medicine benda til þess að föstur geta haft jákvæð áhrif á líkamsstarfsemi. Meðal þeirra kosta sem fylgir föstum er lægri blóðþrýstingur, léttari líkami og langlífi. Höfundur aðalrannsóknarinnar er Mark Mattson, prófessor í taugavísindum við John Hopkins háskóla í Bandaríkjunum. Rannsóknin mun vera notuð til þess að skýra betur áhrif fasta á líkamann og mögulega gera læknum kleift að „skrifa upp á föstur“ til þess að koma veg fyrir heilsufarsvandamál á við offitu, sykursýki, krabbamein og leitt til lægri blóðþrýstings. Getur leitt til verri matarvenja Í rannsókninni eru tvær föstur einna helst skoðaðar: Tímabundnar föstur sem ganga út á það að borða í aðeins sex til átta klukkustundir á dag annars vegar og hins vegar föstur sem ganga út á að innbyrða aðeins um fimm hundruð kaloríur á dag. Þrátt fyrir að margt bendi til þess að föstur séu skynsamlegar eru ekki nægilega margar rannsóknir um langtímaáhrif þeirra. Sú rannsókn sem framkvæmd var einblíndi á yngra fólk og fólk á miðjum aldri í ofþyngd. Höfundar rannsóknanna vilja því stíga varlega til jarðar við að heimfæra öll þau jákvæðu áhrif sem hafa komið fram yfir á aðra hópa. Þá er einnig ókostur að mörgum þykir erfitt að fasta. Flestir eru fastir í mynstri sem felur í sér þrjár máltíðir á dag með millimálum og sýndi það sig best í þeirri staðreynd að 40% þátttakenda í rannsókninni hættu. Það sé í mannlegu eðli að vilja verðlauna sig eftir erfiðisvinnu og því einnig hætta á að fólk þrói með sér óheilbrigðar matarvenjur þegar hinn svokallaði matargluggi er opinn.
Heilsa Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira