Skráningar úr Þjóðkirkjunni ekki haft áhrif á kirkjusókn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. desember 2019 18:30 Messusókn á aðfangadag var afar góð í ár og víða var fullt út úr dyrum. Þótt þeim hafi fækkað sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna hefur þeim ekki farið fækkandi sem sækja jólamessu. Sóknarprestur segir skráningar úr kirkjunni þó koma niður á þjónustunni. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðkirkjunni var messusókn á aðfangadag afar góð í ár. Bústaðakirkja er þar engin undantekning en þar hefur jafnframt verið gestkvæmt á aðventunni. „Það eru búnir að koma hérna utan við jólin rétt tæplega sjö þúsund manns, svo hefur náttúrlega fjölgað vel núna þessa tvo jóladaga sem liðnir eru,“ segir Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju. Þeim hefur fjölgað á undanförnum árum sem skrá sig úr Þjóðkirkjunni. Hátt í 232.600 manns eru skráðir nú og hefur þeim fækkað um um það bil sextán hundruð milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar.Sjá einnig: Biskup þakkaði björgunarsveitunum „Það er einkennilegt með það að fólk vill hafa sóknina sína sterka, vill taka þátt í kirkjunni, en áttar sig kannski ekki á því að með því að skrá sig úr kirkjunni þá erum við að missa gjaldendur sem að gerir ekkert annað en að við þurfum að draga úr starfinu og það er miður,“ segir Pálmi. Hann hvetji fólk til að hafa þetta í huga. „Það er kannski að segja sig úr einhverju apparati sem það kallar Þjóðkirkju en það vill tilheyra sókninni. Og segir gjarnan, „ég á mitt sæti hérna, börnin mín verða hérna“ og allt það en það áttar sig ekki á samhenginu. Vegna þess að það eru sóknargjöldin sem standa undir öllum rekstri og viðhaldi á kirkjunni.“En hver er afstaða hans til aðskilnaðar ríkis og kirkju?„Það er um tvær leiðir að velja. Annað hvort að fara í fýlu og segja að allt sé ómögulegt eða að líta á þetta sem tækifæri sem ég vil gera og ég er sannfærður um það að þetta verði kirkjunni til heilla og kirkjan verði miklu sterkari eftir en áður,“ svarar Pálmi. Jól Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Messusókn á aðfangadag var afar góð í ár og víða var fullt út úr dyrum. Þótt þeim hafi fækkað sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna hefur þeim ekki farið fækkandi sem sækja jólamessu. Sóknarprestur segir skráningar úr kirkjunni þó koma niður á þjónustunni. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðkirkjunni var messusókn á aðfangadag afar góð í ár. Bústaðakirkja er þar engin undantekning en þar hefur jafnframt verið gestkvæmt á aðventunni. „Það eru búnir að koma hérna utan við jólin rétt tæplega sjö þúsund manns, svo hefur náttúrlega fjölgað vel núna þessa tvo jóladaga sem liðnir eru,“ segir Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju. Þeim hefur fjölgað á undanförnum árum sem skrá sig úr Þjóðkirkjunni. Hátt í 232.600 manns eru skráðir nú og hefur þeim fækkað um um það bil sextán hundruð milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar.Sjá einnig: Biskup þakkaði björgunarsveitunum „Það er einkennilegt með það að fólk vill hafa sóknina sína sterka, vill taka þátt í kirkjunni, en áttar sig kannski ekki á því að með því að skrá sig úr kirkjunni þá erum við að missa gjaldendur sem að gerir ekkert annað en að við þurfum að draga úr starfinu og það er miður,“ segir Pálmi. Hann hvetji fólk til að hafa þetta í huga. „Það er kannski að segja sig úr einhverju apparati sem það kallar Þjóðkirkju en það vill tilheyra sókninni. Og segir gjarnan, „ég á mitt sæti hérna, börnin mín verða hérna“ og allt það en það áttar sig ekki á samhenginu. Vegna þess að það eru sóknargjöldin sem standa undir öllum rekstri og viðhaldi á kirkjunni.“En hver er afstaða hans til aðskilnaðar ríkis og kirkju?„Það er um tvær leiðir að velja. Annað hvort að fara í fýlu og segja að allt sé ómögulegt eða að líta á þetta sem tækifæri sem ég vil gera og ég er sannfærður um það að þetta verði kirkjunni til heilla og kirkjan verði miklu sterkari eftir en áður,“ svarar Pálmi.
Jól Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira