Var of veikur til að samþykkja fimm milljóna millifærslu til unnustu sinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2019 08:23 Héraðsdómur Vesturlands er í Borgarnesi. Vísir/EGill Sambýliskona bónda sem lést í fyrra var í síðustu viku dæmd í Héraðsdómi Vesturlands til að greiða dánarbúi hans fimm milljónir, sem millifærðar höfðu verið inn á reikning hennar skömmu fyrir andlát hans. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði ekki verið í ástandi til að gera umræddar fjárhagslegar ráðstafanir en konan bar því fyrir sig að þau hefðu samið um að peningurinn gengi til kaupa á bifreið handa henni. Forsaga málsins er sú að við athugun erfingja mannsins á dánarbúi hans kom í ljós að skömmu fyrir andlát hans, eða í byrjun júlí 2018, hafi fimm milljónir króna verið millifærðar af bankareikningi hans inni á bankareikning konunnar. Hún hafði verið sambýliskona mannsins um nokkurra ára skeið fyrir andlátið. Óáttaður og ófær um að taka fjárhagslegar ákvarðanir Þá kemur fram í læknisvottorði sem dómurinn vísar í að nokkrum dögum fyrir millifærsluna, eða í lok júní, hafi maðurinn verið lagður inn á sjúkrahús vegna ruglástands og óáttunar af óljósum toga. Við innlögn hafi hann hvorki verið áttaður á stað né stund. Því til grundvallar liggi próf og rannsókn. Þá kemur fram í vottorðinu að maðurinn hafi á þeim tíma verið „allsendis ófær um að taka ákvarðanir um ráðstöfun eigna sinna og/eða fjármuna“. Konan kvaðst hafa sótt manninn á sjúkrahúsið nokkrum dögum eftir millifærsluna og þá hefði hann dvalið heima í sólarhring. Þar hefði hann verið með það á hreinu að umræddir fjármunir skyldu nýttir til að kaupa bifreið handa konunni sem gæti nýst fyrir þau bæði. Þrjár milljónir af umræddum fimm milljónum gengu til kaupa á bifreiðinni, samkvæmt skýrslu konunnar fyrir dómi. Dánarbúið byggði kröfu sína á því að millifærslan hefði verið peningalán sem konunni bæri að endurgreiða. Ljóst sé að ekki hafi verið um gjöf að ræða, líkt og konan haldi fram. Yrði ekki fallist á að um peningalán væri að ræða yrði byggt á því að um hafi verið að ræða ógilda gjöf, enda hafi maðurinn verið ófær um að taka ákvarðanir um fjármál sín þegar millifærslan átti sér stað. Konan byggði sýknukröfu sína á því að peningurinn hefði verið gjöf. Þau hefðu verið trúlofuð og mikil samstaða með þeim. Þau hefðu jafnframt verið sammála um að ráðstafa þessum fjármunum til að kaupa bifreið fyrir sig. Hún hafnaði því jafnframt að maðurinn hafi verið óhæfur til að gefa umrædda gjöf. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að telja yrði ljóst að maðurinn gat á þeim tíma sem millifærslan var framkvæmd engan veginn gert sér grein fyrir því hvað í þeirri ráðstöfun fælist, hvort sem rætt hafi verið um hana sem gjöf eða lán. Krafa dánarbúsins verði því að fullu tekin til greina og konan þannig dæmd til að greiða dánarbúinu fimm milljónir króna með dráttarvöxtum. Dómsmál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Sambýliskona bónda sem lést í fyrra var í síðustu viku dæmd í Héraðsdómi Vesturlands til að greiða dánarbúi hans fimm milljónir, sem millifærðar höfðu verið inn á reikning hennar skömmu fyrir andlát hans. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði ekki verið í ástandi til að gera umræddar fjárhagslegar ráðstafanir en konan bar því fyrir sig að þau hefðu samið um að peningurinn gengi til kaupa á bifreið handa henni. Forsaga málsins er sú að við athugun erfingja mannsins á dánarbúi hans kom í ljós að skömmu fyrir andlát hans, eða í byrjun júlí 2018, hafi fimm milljónir króna verið millifærðar af bankareikningi hans inni á bankareikning konunnar. Hún hafði verið sambýliskona mannsins um nokkurra ára skeið fyrir andlátið. Óáttaður og ófær um að taka fjárhagslegar ákvarðanir Þá kemur fram í læknisvottorði sem dómurinn vísar í að nokkrum dögum fyrir millifærsluna, eða í lok júní, hafi maðurinn verið lagður inn á sjúkrahús vegna ruglástands og óáttunar af óljósum toga. Við innlögn hafi hann hvorki verið áttaður á stað né stund. Því til grundvallar liggi próf og rannsókn. Þá kemur fram í vottorðinu að maðurinn hafi á þeim tíma verið „allsendis ófær um að taka ákvarðanir um ráðstöfun eigna sinna og/eða fjármuna“. Konan kvaðst hafa sótt manninn á sjúkrahúsið nokkrum dögum eftir millifærsluna og þá hefði hann dvalið heima í sólarhring. Þar hefði hann verið með það á hreinu að umræddir fjármunir skyldu nýttir til að kaupa bifreið handa konunni sem gæti nýst fyrir þau bæði. Þrjár milljónir af umræddum fimm milljónum gengu til kaupa á bifreiðinni, samkvæmt skýrslu konunnar fyrir dómi. Dánarbúið byggði kröfu sína á því að millifærslan hefði verið peningalán sem konunni bæri að endurgreiða. Ljóst sé að ekki hafi verið um gjöf að ræða, líkt og konan haldi fram. Yrði ekki fallist á að um peningalán væri að ræða yrði byggt á því að um hafi verið að ræða ógilda gjöf, enda hafi maðurinn verið ófær um að taka ákvarðanir um fjármál sín þegar millifærslan átti sér stað. Konan byggði sýknukröfu sína á því að peningurinn hefði verið gjöf. Þau hefðu verið trúlofuð og mikil samstaða með þeim. Þau hefðu jafnframt verið sammála um að ráðstafa þessum fjármunum til að kaupa bifreið fyrir sig. Hún hafnaði því jafnframt að maðurinn hafi verið óhæfur til að gefa umrædda gjöf. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að telja yrði ljóst að maðurinn gat á þeim tíma sem millifærslan var framkvæmd engan veginn gert sér grein fyrir því hvað í þeirri ráðstöfun fælist, hvort sem rætt hafi verið um hana sem gjöf eða lán. Krafa dánarbúsins verði því að fullu tekin til greina og konan þannig dæmd til að greiða dánarbúinu fimm milljónir króna með dráttarvöxtum.
Dómsmál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira