Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti Sylvía Hall skrifar 22. desember 2019 15:07 Ekki hafa fundist sambærileg skilaboð í öðrum kortum en Tesco hefur ákveðið að stöðva framleiðslu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Breska verslunarkeðjan Tesco hefur hætt framleiðslu jólakorta í verksmiðju í Kína eftir að grunur vaknaði um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. Sex ára stúlka fann handskrifuð skilaboð þar sem óskað var eftir því að mannréttindasamtökum yrði gert viðvart „Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í skilaboðum sem hin sex ára gamla Florence Widdicombe fann í einu jólakorti sem keypt var í verslun Tesco. Hún segist hafa orðið mjög leið þegar hún skildi loks hvað skilaboðin þýddu. Florence hafði verið að skrifa jólakort til skólafélaga sinna þegar hún fann skilaboðin. Kortið var sakleysislegt að sjá, með mynd af ketti með jólahúfu. Líkt og áður sagði var eitt kortanna ekki autt heldur hafði verið búið að skrifa inn í það. „Við erum erlendir fangar í Shanghai Qingpu fangelsinu í Kína. Við erum neydd til starfa gegn okkar vilja. Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í kortinu og jafnframt vísað á Peter Humphrey, breskan blaðamann sem hefur áður verið fangi í fangelsinu. Frá Shanghai Qingpu fangelsinu.Vísir/Getty Faðir stúlkunnar segir skilaboðin hafa verið sérstaklega átakanleg og táknræn í ljósi þess að jólahátíðin stendur nú yfir. Þau hafi gert sér grein fyrir alvarleika skilaboðanna og komið þeim áleiðis til Humphrey líkt og beðið var um. „Það er óréttlæti í heiminum og það er fólk í erfiðum aðstæðum og við vitum það og við lesum um það á hverjum degi,“ sagði Ben Widdicombe, faðir Florence, í samtali við BBC. Hann segir það hafa verið tilviljun að þau hafi komið auga á skilaboðin í ljósi þess að margar fjölskyldur kaupa of mörg jólakort sem enda síðan óopnuð ofan í skúffum til næsta árs. Jólakortin eru seld til styrktar góðgerðarmála á ári hverju. Verksmiðjan sem jólakortin eru framleidd í var skoðuð í síðasta mánuði og voru engin merki um brot á banni við nauðungarvinnu fanga. Talsmaður Tesco segir fyrirtækið taka málinu alvarlega og þau hafi ákveðið að hætta framleiðslu kortanna í verksmiðjunni sem þau hafa hingað til starfað með. Þá muni þau hefja rannsókn á málinu þar sem þau hafi hingað til gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að eiga ekki í viðskiptum við birgja sem nýti sér nauðungarvinnu. Bretland Kína Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Breska verslunarkeðjan Tesco hefur hætt framleiðslu jólakorta í verksmiðju í Kína eftir að grunur vaknaði um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. Sex ára stúlka fann handskrifuð skilaboð þar sem óskað var eftir því að mannréttindasamtökum yrði gert viðvart „Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í skilaboðum sem hin sex ára gamla Florence Widdicombe fann í einu jólakorti sem keypt var í verslun Tesco. Hún segist hafa orðið mjög leið þegar hún skildi loks hvað skilaboðin þýddu. Florence hafði verið að skrifa jólakort til skólafélaga sinna þegar hún fann skilaboðin. Kortið var sakleysislegt að sjá, með mynd af ketti með jólahúfu. Líkt og áður sagði var eitt kortanna ekki autt heldur hafði verið búið að skrifa inn í það. „Við erum erlendir fangar í Shanghai Qingpu fangelsinu í Kína. Við erum neydd til starfa gegn okkar vilja. Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í kortinu og jafnframt vísað á Peter Humphrey, breskan blaðamann sem hefur áður verið fangi í fangelsinu. Frá Shanghai Qingpu fangelsinu.Vísir/Getty Faðir stúlkunnar segir skilaboðin hafa verið sérstaklega átakanleg og táknræn í ljósi þess að jólahátíðin stendur nú yfir. Þau hafi gert sér grein fyrir alvarleika skilaboðanna og komið þeim áleiðis til Humphrey líkt og beðið var um. „Það er óréttlæti í heiminum og það er fólk í erfiðum aðstæðum og við vitum það og við lesum um það á hverjum degi,“ sagði Ben Widdicombe, faðir Florence, í samtali við BBC. Hann segir það hafa verið tilviljun að þau hafi komið auga á skilaboðin í ljósi þess að margar fjölskyldur kaupa of mörg jólakort sem enda síðan óopnuð ofan í skúffum til næsta árs. Jólakortin eru seld til styrktar góðgerðarmála á ári hverju. Verksmiðjan sem jólakortin eru framleidd í var skoðuð í síðasta mánuði og voru engin merki um brot á banni við nauðungarvinnu fanga. Talsmaður Tesco segir fyrirtækið taka málinu alvarlega og þau hafi ákveðið að hætta framleiðslu kortanna í verksmiðjunni sem þau hafa hingað til starfað með. Þá muni þau hefja rannsókn á málinu þar sem þau hafi hingað til gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að eiga ekki í viðskiptum við birgja sem nýti sér nauðungarvinnu.
Bretland Kína Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira