Forsætisráðherrann reynir að slökkva elda eftir óheppilegt frí Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2019 08:28 Morrison ræðir við slökkviliðsmann í Nýja Suður-Wales í Sydney í dag. Vísir/EPA Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, bað landa sína afsökunar á að hafa valdið þeim kvíða með því að fara í frí til Havaí á sama tíma og mannskæðir kjarreldar geisuðu heima fyrir. Fjarvera Morrison og aðgerðaleysi Frjálslynda flokks hans í loftslagsmálum hefur sætt harðri gagnrýni í ljósi eldanna. Kjarreldar geisa nú í þremur ríkjum Ástralíu en að minnsta kosti níu manns hafa látið lífið í slíkum eldum frá því í september. Þá hafa um 700 heimili og milljónir hektarar lands orðið eldinum að bráð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hitabylgja gerði ástandið enn eldfimara í vikunni. Meðalhiti á landsvísu fór yfir 40 gráður á þriðjudag. Morrison stytti fjölskyldufríið á Havaí í ljósi gagnrýninnar. Þrátt fyrir að Morrison sýndi iðrun yfir því að hafa valdið þjóðinni kvíða þegar hann sneri heim þrætti forsætisráðherrann fyrir að loftslagsbreytingar af völdum manna tengdust eldunum nú með beinum hætti. „Það er ekki trúverðugt að tengja það saman,“ hélt Morrison fram en viðurkenndi þó að loftslagsbreytingar ættu þátt í að breyta veðurkerfum. Vísindamenn segja að þó að loftlagsbreytingar af völdum manna sé ekki beinlínis orsök kjarreldanna nú skapi þær heitara og þurrara loftslag sem gerir elda sem þessa tíðari og ákafari. Formaður stéttarfélags slökkviliðsmanna hefur meðal annars gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að ganga ekki fram fyrir skjöldu í loftslagsmálum. Tveir slökkviliðsmenn létu lífið þegar þeir börðust við eld í Nýja Suður-Wales á fimmtudag. Fyrr í þessum mánuði var ríkisstjórn Morrison ein nokkurra í olíu- og kolaframleiðsluríkjum sem settu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madríd í uppnám. Ástralía er eitt helsta kolaframleiðsluríki heims og hafa áströlsk stjórnvöld lengi dregið lappirnar í loftslagsmálum. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu biðst afsökunar á að hafa farið í frí til Hawaii Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið í frí til Hawaii í þessari í viku á meðan ástandið í landinu versnaði til muna vegna skógarelda sem þar hafa geisað undanfarna mánuði. 20. desember 2019 06:38 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Sjá meira
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, bað landa sína afsökunar á að hafa valdið þeim kvíða með því að fara í frí til Havaí á sama tíma og mannskæðir kjarreldar geisuðu heima fyrir. Fjarvera Morrison og aðgerðaleysi Frjálslynda flokks hans í loftslagsmálum hefur sætt harðri gagnrýni í ljósi eldanna. Kjarreldar geisa nú í þremur ríkjum Ástralíu en að minnsta kosti níu manns hafa látið lífið í slíkum eldum frá því í september. Þá hafa um 700 heimili og milljónir hektarar lands orðið eldinum að bráð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hitabylgja gerði ástandið enn eldfimara í vikunni. Meðalhiti á landsvísu fór yfir 40 gráður á þriðjudag. Morrison stytti fjölskyldufríið á Havaí í ljósi gagnrýninnar. Þrátt fyrir að Morrison sýndi iðrun yfir því að hafa valdið þjóðinni kvíða þegar hann sneri heim þrætti forsætisráðherrann fyrir að loftslagsbreytingar af völdum manna tengdust eldunum nú með beinum hætti. „Það er ekki trúverðugt að tengja það saman,“ hélt Morrison fram en viðurkenndi þó að loftslagsbreytingar ættu þátt í að breyta veðurkerfum. Vísindamenn segja að þó að loftlagsbreytingar af völdum manna sé ekki beinlínis orsök kjarreldanna nú skapi þær heitara og þurrara loftslag sem gerir elda sem þessa tíðari og ákafari. Formaður stéttarfélags slökkviliðsmanna hefur meðal annars gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að ganga ekki fram fyrir skjöldu í loftslagsmálum. Tveir slökkviliðsmenn létu lífið þegar þeir börðust við eld í Nýja Suður-Wales á fimmtudag. Fyrr í þessum mánuði var ríkisstjórn Morrison ein nokkurra í olíu- og kolaframleiðsluríkjum sem settu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madríd í uppnám. Ástralía er eitt helsta kolaframleiðsluríki heims og hafa áströlsk stjórnvöld lengi dregið lappirnar í loftslagsmálum.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu biðst afsökunar á að hafa farið í frí til Hawaii Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið í frí til Hawaii í þessari í viku á meðan ástandið í landinu versnaði til muna vegna skógarelda sem þar hafa geisað undanfarna mánuði. 20. desember 2019 06:38 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Sjá meira
Forsætisráðherra Ástralíu biðst afsökunar á að hafa farið í frí til Hawaii Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið í frí til Hawaii í þessari í viku á meðan ástandið í landinu versnaði til muna vegna skógarelda sem þar hafa geisað undanfarna mánuði. 20. desember 2019 06:38