Enska götublaðið, Mirror, greinir frá því að ein aðal ástæðan fyrir því að Mikel Arteta hafi tekið við Arsenal sé sú að forráðamenn Manchester City gáfu ekki lofað honum að hann yrði næsti stjóri liðsins.
Arteta hefur undanfarin tímabil verið aðstoðarþjálfari Pep Guardiola hjá Manchester City en hann fór á fund með forráðamönnum City í september.
Þar er Arteta sagður hafa spurt þá hvort að hann væri næstur í röðinni þegar Guardiola myndi yfirgefa félagið. Þeir voru ekki tilbúnir að gefa honum það loforð og því stökk hann á Arsenal starfið.
EXCLUSIVE: Mikel Arteta took Arsenal job after failing to be assured he would be next Man City boss | @MullockSMirrorhttps://t.co/5sSph9YXropic.twitter.com/nUqBTGD7L5
— Mirror Football (@MirrorFootball) December 21, 2019
Hollendingurinn, Giovanni van Bronckhorst, er talinn vera næstur í röðinni en hann hefur fullan aðgang að City-liðinu og hefur haft frá upphafi tímabilsins.
Hann þjálfaði Feyenoord í hollensku deildinni frá 2015 til 2019 en hann lék einnig með Barcelona.
Það er ljóst að Arteta bíður erfitt verkefni hjá Arsenal en liðið er í 11. sæti deildarinnar með 23 stig.