Vilja að Sveinn Andri leggi fram afrit af millifærslum vegna endurgreiðslunnar í þrotabúið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2019 09:15 Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, hefur kært héraðsdómara til nefndar um dómarastörf vegna ákvörðunar dómarans um að hann skuli endurgreiða þrotabúi EK1923 ehf. þóknanir. vísir/vilhelm Lögmaður níu af þeim tíu kröfuhöfum sem gert hafa aðfinnslur við störf Sveins Andra Sveinssonar sem skiptastjóra þrotabús EK1923 ehf. kveðst ekki sjá að ákvörðun Helga Sigurðssonar, héraðsdómara, um að Sveini Andra beri að greiða búinu til baka um 100 milljónir króna, sem hann hafði ráðstafað sem þóknunum til sín, byggist á persónulegri óvild dómarans í garð skiptastjórans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Heiðar Ásberg Atlason, lögmaður kröfuhafanna, sendi Vísi. Eins og greint var frá í gær hefur Sveinn Andri kært fyrrnefndan héraðsdómara til nefndar um dómarastörf vegna ákvörðunar dómarans um endurgreiðsluna til þrotabúsins. Fer Sveinn Andri fram á að dómarinn verði áminntur. Kröfuhafarnir, hverra hagsmuna Heiðar gætir, höfðuðu mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ári síðan þar sem gerðar voru athugasemdir við störf Sveins Andra sem skiptastjóra. Á meðal kröfuhafanna er Skúli Gunnar Sigfússon sem kenndur hefur verið við Subway. EK1923 ehf. var birgir fyrir Subway um tíma. Tekist á um hvort víkja skuli Sveini Andra frá sem skiptastjóra Var meðal annars fundið að því að Sveinn Andri hefði tekið sér þóknanir af eignum þrotabúsins án heimildar skiptafundar. Þá hefðu þóknanir skiptastjórans verið fram úr öllu hófi en að auki er gerð krafa um að Sveini Andra verði vikið frá sem skiptastjóra búsins: „Með ákvörðun héraðsdómara var komist að þeirri niðurstöðu að Sveinn Andri skyldi endurgreiða allar þóknanir til þrotabúsins fyrir tiltekinn tíma. Frekari málsmeðferð er ólokið en þann 15. janúar nk. verður málflutningur um hvort Sveini Andra skuli vikið frá sem skiptastjóra. Fyrir þann dag ber Sveini Andra að afhenda gögn til að staðfesta að hann hafi bætt úr því sem fundið var að í ákvörðun dómsins. Ágreiningur er uppi um bætt hafi verið úr þeim atriðum enda hafa engar staðfestingar á millifærslum verið lagðar fram þrátt fyrir kröfur þess efnis. Sveinn Andri tekur fram við fjölmiðla vegna kæru sinnar á hendur héraðsdómara að hann hafi látið fylgja staðfestingu frá endurskoðanda en kröfuhafar hafa farið fram á að sjá afrit af millifærslum auk yfirlits fjárvörslureiknings þrotabúsins til að sjá allar hreyfingar. Telja þeir skiptastjóra ekki stætt á öðru en að veita slíkar upplýsingar sem einfalt er að verða við,“ segir í yfirlýsingu Heiðars. Ákvörðun dómsins alfarið í samræmi við dómaframkvæmd Hæstaréttar Í yfirlýsingunni segir jafnframt að það sé rangt sem Sveinn Andri haldi fram í kæru sinni til nefndar um dómarastörf að enginn lagaáskilnaður sé um bókun um þóknun í fundargerð og ekki þurfi samþykki kröfuhafa fyrir ráðstöfuninni. „Skiptastjóri hefur ekki heimild til að taka sér þóknun fyrir skiptastjórn fyrr en við úthlutun úr búinu nema að hafa gert um það áskilnað á skiptafundum. Um þetta er dómaframkvæmd Hæstaréttar mjög skýr. Enginn slíkur áskilnaður var gerður í ítarlegum fundargerðum frá skiptafundum. Slíkt væri nauðsynlegt til að kröfuhafar geti gert athugasemdir við skiptakostnað á meðan á skiptum stendur því að öðrum kosti er ekki hægt að gera athugasemdir fyrr en við úthlutun úr þrotabúinu. En til að það úrræði sé raunhæft verða fjármunirnir að vera til staðar við úthlutun,“ segir í yfirlýsingunni sem lýkur á þeim orðum að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sveini Andra beri að endurgreiða þrotabúinu byggi á „túlkun dómsins á þeim lagareglum sem snúa að réttarumhverfi skiptastjóra við gjaldþrotaskipti og þeim dómum Hæstaréttar sem til eru um það efni og byggt var á í málflutningi aðila. Ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fundið var að störfum Sveins Andra sem skiptastjóra er ítarlega rökstudd í 22 blaðsíðna greinargerð. Er hún alfarið í samræmi við dómaframkvæmd Hæstaréttar. Fær undirritaður ekki að neinu leyti séð að hún byggist á meintri persónulegri óvild dómara eins og Sveinn Andri heldur fram.“ Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25 Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 „Að sjálfsögðu á ég fyrir því“ Sveinn Andri Sveinsson mun endurgreiða hundrað milljónir en þar með er ekki öll sagan sögð. 16. október 2019 15:37 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Lögmaður níu af þeim tíu kröfuhöfum sem gert hafa aðfinnslur við störf Sveins Andra Sveinssonar sem skiptastjóra þrotabús EK1923 ehf. kveðst ekki sjá að ákvörðun Helga Sigurðssonar, héraðsdómara, um að Sveini Andra beri að greiða búinu til baka um 100 milljónir króna, sem hann hafði ráðstafað sem þóknunum til sín, byggist á persónulegri óvild dómarans í garð skiptastjórans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Heiðar Ásberg Atlason, lögmaður kröfuhafanna, sendi Vísi. Eins og greint var frá í gær hefur Sveinn Andri kært fyrrnefndan héraðsdómara til nefndar um dómarastörf vegna ákvörðunar dómarans um endurgreiðsluna til þrotabúsins. Fer Sveinn Andri fram á að dómarinn verði áminntur. Kröfuhafarnir, hverra hagsmuna Heiðar gætir, höfðuðu mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ári síðan þar sem gerðar voru athugasemdir við störf Sveins Andra sem skiptastjóra. Á meðal kröfuhafanna er Skúli Gunnar Sigfússon sem kenndur hefur verið við Subway. EK1923 ehf. var birgir fyrir Subway um tíma. Tekist á um hvort víkja skuli Sveini Andra frá sem skiptastjóra Var meðal annars fundið að því að Sveinn Andri hefði tekið sér þóknanir af eignum þrotabúsins án heimildar skiptafundar. Þá hefðu þóknanir skiptastjórans verið fram úr öllu hófi en að auki er gerð krafa um að Sveini Andra verði vikið frá sem skiptastjóra búsins: „Með ákvörðun héraðsdómara var komist að þeirri niðurstöðu að Sveinn Andri skyldi endurgreiða allar þóknanir til þrotabúsins fyrir tiltekinn tíma. Frekari málsmeðferð er ólokið en þann 15. janúar nk. verður málflutningur um hvort Sveini Andra skuli vikið frá sem skiptastjóra. Fyrir þann dag ber Sveini Andra að afhenda gögn til að staðfesta að hann hafi bætt úr því sem fundið var að í ákvörðun dómsins. Ágreiningur er uppi um bætt hafi verið úr þeim atriðum enda hafa engar staðfestingar á millifærslum verið lagðar fram þrátt fyrir kröfur þess efnis. Sveinn Andri tekur fram við fjölmiðla vegna kæru sinnar á hendur héraðsdómara að hann hafi látið fylgja staðfestingu frá endurskoðanda en kröfuhafar hafa farið fram á að sjá afrit af millifærslum auk yfirlits fjárvörslureiknings þrotabúsins til að sjá allar hreyfingar. Telja þeir skiptastjóra ekki stætt á öðru en að veita slíkar upplýsingar sem einfalt er að verða við,“ segir í yfirlýsingu Heiðars. Ákvörðun dómsins alfarið í samræmi við dómaframkvæmd Hæstaréttar Í yfirlýsingunni segir jafnframt að það sé rangt sem Sveinn Andri haldi fram í kæru sinni til nefndar um dómarastörf að enginn lagaáskilnaður sé um bókun um þóknun í fundargerð og ekki þurfi samþykki kröfuhafa fyrir ráðstöfuninni. „Skiptastjóri hefur ekki heimild til að taka sér þóknun fyrir skiptastjórn fyrr en við úthlutun úr búinu nema að hafa gert um það áskilnað á skiptafundum. Um þetta er dómaframkvæmd Hæstaréttar mjög skýr. Enginn slíkur áskilnaður var gerður í ítarlegum fundargerðum frá skiptafundum. Slíkt væri nauðsynlegt til að kröfuhafar geti gert athugasemdir við skiptakostnað á meðan á skiptum stendur því að öðrum kosti er ekki hægt að gera athugasemdir fyrr en við úthlutun úr þrotabúinu. En til að það úrræði sé raunhæft verða fjármunirnir að vera til staðar við úthlutun,“ segir í yfirlýsingunni sem lýkur á þeim orðum að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sveini Andra beri að endurgreiða þrotabúinu byggi á „túlkun dómsins á þeim lagareglum sem snúa að réttarumhverfi skiptastjóra við gjaldþrotaskipti og þeim dómum Hæstaréttar sem til eru um það efni og byggt var á í málflutningi aðila. Ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fundið var að störfum Sveins Andra sem skiptastjóra er ítarlega rökstudd í 22 blaðsíðna greinargerð. Er hún alfarið í samræmi við dómaframkvæmd Hæstaréttar. Fær undirritaður ekki að neinu leyti séð að hún byggist á meintri persónulegri óvild dómara eins og Sveinn Andri heldur fram.“
Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25 Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 „Að sjálfsögðu á ég fyrir því“ Sveinn Andri Sveinsson mun endurgreiða hundrað milljónir en þar með er ekki öll sagan sögð. 16. október 2019 15:37 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25
Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37
„Að sjálfsögðu á ég fyrir því“ Sveinn Andri Sveinsson mun endurgreiða hundrað milljónir en þar með er ekki öll sagan sögð. 16. október 2019 15:37