Slökkviliðsmaður lét lífið í versnandi gróðureldum í Ástralíu Kjartan Kjartansson skrifar 30. desember 2019 09:44 Ástralskir slökkviliðsmenn hafa barist við elda öll jólin eins og þeir hafa gert um mánaðaskeið. AP/Ingleside-slökkviliðið Sjálfboðaslökkviliðsmaður fórst og tveir brenndust illa þegar þeir glímdu við gróðurelda í Nýju Suður-Wales í Ástralíu í dag. Eldarnir eru sagðir fara versnandi í nýrri hitabylgju sem gengur yfir landið. Hitinn hefur farið í fjörutíu gráður í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Jeppi mannanna þriggja valt þegar hann lenti í sterkum vindhviðum innan um brennandi gróðureldana um 70 kílómetra austur af Albury í Nýju Suður-Wales, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Alls hafa nú tíu manns farist í gróðureldunum frá því að þeir kviknuðu fyrst í september. Hitabylgjan nú hefur gert aðstæður enn eldfimari. Í Viktoríu, þar sem ástandið er talið hættulegast, bætist sterkur vindur og þrumuveður ofan á. Þar eru nú ellefu viðvarandi vegna elda í gildi. Um 30.000 íbúar og ferðamenn í Austur-Gippsland, vinsælum sumarleyfisstað, voru hvattir til að flýja en það var síðar dregið til baka þar sem ekki var talið óhætt að vísa fólki út á aðalsamgönguæðar vegna eldanna sem nálguðust þær. Andrew Crisp, yfirmaður almannavarna í Viktoríu, segir að reykjarmökkurinn skapi hættulegar og óútreiknanlegar aðstæður þegar hann berst upp í andrúmsloftið. „Það eru eldingar að koma úr þessum súlum reyks. Það er óútreiknanlegt, það er hættulegt þarna úti,“ segir Crisp við Reuters. Neyðarviðvaranir vegna elda hafa einnig verið gefnar út í Suður-Ástralíu, Nýju Suður-Wales og Tasmaníu í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í Sydney hafa um 250.000 skrifað undir áskorun um að hætt verði við flugeldasýningar á gamlárskvöld og fjármunirnir verði frekar nýttir til að berjast við eldana. Yfirvöld segja engu að síður að hátíðarhöld fari fram með hefðbundnum hætti. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25 Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46 Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. 29. desember 2019 10:36 Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Sjálfboðaslökkviliðsmaður fórst og tveir brenndust illa þegar þeir glímdu við gróðurelda í Nýju Suður-Wales í Ástralíu í dag. Eldarnir eru sagðir fara versnandi í nýrri hitabylgju sem gengur yfir landið. Hitinn hefur farið í fjörutíu gráður í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Jeppi mannanna þriggja valt þegar hann lenti í sterkum vindhviðum innan um brennandi gróðureldana um 70 kílómetra austur af Albury í Nýju Suður-Wales, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Alls hafa nú tíu manns farist í gróðureldunum frá því að þeir kviknuðu fyrst í september. Hitabylgjan nú hefur gert aðstæður enn eldfimari. Í Viktoríu, þar sem ástandið er talið hættulegast, bætist sterkur vindur og þrumuveður ofan á. Þar eru nú ellefu viðvarandi vegna elda í gildi. Um 30.000 íbúar og ferðamenn í Austur-Gippsland, vinsælum sumarleyfisstað, voru hvattir til að flýja en það var síðar dregið til baka þar sem ekki var talið óhætt að vísa fólki út á aðalsamgönguæðar vegna eldanna sem nálguðust þær. Andrew Crisp, yfirmaður almannavarna í Viktoríu, segir að reykjarmökkurinn skapi hættulegar og óútreiknanlegar aðstæður þegar hann berst upp í andrúmsloftið. „Það eru eldingar að koma úr þessum súlum reyks. Það er óútreiknanlegt, það er hættulegt þarna úti,“ segir Crisp við Reuters. Neyðarviðvaranir vegna elda hafa einnig verið gefnar út í Suður-Ástralíu, Nýju Suður-Wales og Tasmaníu í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í Sydney hafa um 250.000 skrifað undir áskorun um að hætt verði við flugeldasýningar á gamlárskvöld og fjármunirnir verði frekar nýttir til að berjast við eldana. Yfirvöld segja engu að síður að hátíðarhöld fari fram með hefðbundnum hætti.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25 Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46 Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. 29. desember 2019 10:36 Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25
Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46
Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. 29. desember 2019 10:36
Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07