Veðrið á gamlársdag „fúlt og grátt“ en þokkalegt um miðnætti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. desember 2019 10:00 Það ætti að viðra ágætlega til flugeldaskots víðast hvar á landinu. Vísir/Vilhelm Veðrið á höfuðborgarsvæðinu á morgun, gamlársdag, verður bæði „fúlt og grátt“ framan af degi en lagast heilmikið í tæka tíð fyrir flugeldaskot- og áhorf eftir miðnætti. Á Norður- og norðausturlandi stefnir í „fínasta áramótaveður“.Veðrið getur leikið lykilhlutverk á áramótunum enda flestir landsmenn sem hafa í hyggju að fara á áramótabrennu og njóta þess að skjóta upp eða horfa á flugelda til að fagna nýju ári. En hvernig verður veðrið á morgun.„Spáin er nú nokkuð eindregin. Það er að segja að það er ekki mikil óvissa á ferðinni,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur þegar hann var beðinn um að lesa í veðurkortin fyrir morgundaginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Lægð er á leiðinni upp Grænlandshafið fyrir vestan Ísland og ber hún með sér raka. Það þýðir bara eitt fyrir höfuðborgarsvæðið.„Suðvestanlands fer að rigna um morguninn, strax í fyrramálið og með þessu fylgir sunnanátt sem er eins og oftast nær á þessum árstíma tiltölulega mild. Færir okkur bæði raka og hita. Svo ágerist bara rigningin eftir því sem líður á daginn,“ sagði Einar. Kuldaskil bjarga kvöldinu Útlitið væri því ekki gott ef ekki væri fyrir skil, kuldaskil, úr vestri sem mæta á svæðið annað kvöld.„Með þeim þornar í lofti en annað kvöld þá er þessi úrkomubakki að mestu leyti staddur yfir sunnan og suðaustanverðu landinu en á höfuðborgarsvæðinu hefur veður að öllum líkindum náð að skána. Það breyttist mikið á milli 18 og 24,“ sagði Einar.Hiti verður ofan frostmarks og reiknar Einar með að vindhraði á höfuðborgarsvæðinu verði á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu„Svona miðað við hvað veðrið verður fúlt og grátt á morgun hérna suðvestanlands þá verður þetta nú orðið alveg þokkalegt um miðnætti,“ sagði Einar.Úrkoman nær hins vegar líklega ekki að ná norður á land og stefnir í hið ágætasta áramótaveður þar.„Þar er hlé frá fjöllunum og það rignir ekki nema þá bara eitthvað smávægilegt og þar eru líka líkur til að sjáist til tungls og stjarna, sérstaklega norðaustanlands og verður bara fínasta veður, fínasta áramótaveður nema ábyggilega sakna sumir þess að hafa ekki örfáar mínusgráður,“ sagði Einar. Úrkomuspá Veðurstofu Íslands á miðnætti á morgun.Mynd/Veðurstofa Íslands. Veðurhorfur á landinu Vestlæg átt, 5-10 m/s, skýjað með köflum og þurrt að mestu. Léttskýjað austantil fram eftir degi. Gengur í suðvestan 8-15 síðdegis með éljum eða slydduéljum á vestanverðu landinu. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust með suður- og vesturströndinni seinnipartinn. Gengur í sunnan 13-18 á morgun, gamlársdag, með rigning um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt norðaustantil. Hiti 2 til 7 stig á morgun. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag (nýársdagur): Suðvestan 10-18 m/s, en hægari vindur seinnipartinn. Úrkoma víða um land, yfirleitt rigning við ströndina, en slydda eða snjókoma inn til landsins. Hiti 0 til 5 stig.Á fimmtudag:Gengur í norðan 13-20 m/s með snjókomu norðantil á landinu, en éljum syðra fram eftir degi. Kólnar í veðri, frost 3 til 8 stig síðdegis.Á föstudag:Minnkandi norðvestan- og vestanátt, léttskýjað að mestu sunnantil, en dálítil él norðanlands. Frost 3 til 12 stig, kaldast í innsveitum.Á laugardag:Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp á Suður- og Vesturlandi með slyddu og síðar rigningu, en snjókoma um landið norðanvert. Hiti 0 til 5 stig sunnan- og vestantil, en frost 1 til 10 stig norðan- og austanlands.Á sunnudag:Útlit fyrir suðvestlæga átt og skúrir. Norðlægari og él á vestanverðu landinu. Þurrt að mestu norðaustantil. Hiti um frostmark. Áramót Veður Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Veðrið á höfuðborgarsvæðinu á morgun, gamlársdag, verður bæði „fúlt og grátt“ framan af degi en lagast heilmikið í tæka tíð fyrir flugeldaskot- og áhorf eftir miðnætti. Á Norður- og norðausturlandi stefnir í „fínasta áramótaveður“.Veðrið getur leikið lykilhlutverk á áramótunum enda flestir landsmenn sem hafa í hyggju að fara á áramótabrennu og njóta þess að skjóta upp eða horfa á flugelda til að fagna nýju ári. En hvernig verður veðrið á morgun.„Spáin er nú nokkuð eindregin. Það er að segja að það er ekki mikil óvissa á ferðinni,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur þegar hann var beðinn um að lesa í veðurkortin fyrir morgundaginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Lægð er á leiðinni upp Grænlandshafið fyrir vestan Ísland og ber hún með sér raka. Það þýðir bara eitt fyrir höfuðborgarsvæðið.„Suðvestanlands fer að rigna um morguninn, strax í fyrramálið og með þessu fylgir sunnanátt sem er eins og oftast nær á þessum árstíma tiltölulega mild. Færir okkur bæði raka og hita. Svo ágerist bara rigningin eftir því sem líður á daginn,“ sagði Einar. Kuldaskil bjarga kvöldinu Útlitið væri því ekki gott ef ekki væri fyrir skil, kuldaskil, úr vestri sem mæta á svæðið annað kvöld.„Með þeim þornar í lofti en annað kvöld þá er þessi úrkomubakki að mestu leyti staddur yfir sunnan og suðaustanverðu landinu en á höfuðborgarsvæðinu hefur veður að öllum líkindum náð að skána. Það breyttist mikið á milli 18 og 24,“ sagði Einar.Hiti verður ofan frostmarks og reiknar Einar með að vindhraði á höfuðborgarsvæðinu verði á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu„Svona miðað við hvað veðrið verður fúlt og grátt á morgun hérna suðvestanlands þá verður þetta nú orðið alveg þokkalegt um miðnætti,“ sagði Einar.Úrkoman nær hins vegar líklega ekki að ná norður á land og stefnir í hið ágætasta áramótaveður þar.„Þar er hlé frá fjöllunum og það rignir ekki nema þá bara eitthvað smávægilegt og þar eru líka líkur til að sjáist til tungls og stjarna, sérstaklega norðaustanlands og verður bara fínasta veður, fínasta áramótaveður nema ábyggilega sakna sumir þess að hafa ekki örfáar mínusgráður,“ sagði Einar. Úrkomuspá Veðurstofu Íslands á miðnætti á morgun.Mynd/Veðurstofa Íslands. Veðurhorfur á landinu Vestlæg átt, 5-10 m/s, skýjað með köflum og þurrt að mestu. Léttskýjað austantil fram eftir degi. Gengur í suðvestan 8-15 síðdegis með éljum eða slydduéljum á vestanverðu landinu. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust með suður- og vesturströndinni seinnipartinn. Gengur í sunnan 13-18 á morgun, gamlársdag, með rigning um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt norðaustantil. Hiti 2 til 7 stig á morgun. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag (nýársdagur): Suðvestan 10-18 m/s, en hægari vindur seinnipartinn. Úrkoma víða um land, yfirleitt rigning við ströndina, en slydda eða snjókoma inn til landsins. Hiti 0 til 5 stig.Á fimmtudag:Gengur í norðan 13-20 m/s með snjókomu norðantil á landinu, en éljum syðra fram eftir degi. Kólnar í veðri, frost 3 til 8 stig síðdegis.Á föstudag:Minnkandi norðvestan- og vestanátt, léttskýjað að mestu sunnantil, en dálítil él norðanlands. Frost 3 til 12 stig, kaldast í innsveitum.Á laugardag:Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp á Suður- og Vesturlandi með slyddu og síðar rigningu, en snjókoma um landið norðanvert. Hiti 0 til 5 stig sunnan- og vestantil, en frost 1 til 10 stig norðan- og austanlands.Á sunnudag:Útlit fyrir suðvestlæga átt og skúrir. Norðlægari og él á vestanverðu landinu. Þurrt að mestu norðaustantil. Hiti um frostmark.
Áramót Veður Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira