Baðst afsökunar á því að hafa fært leikmanni hræðilegar fréttir í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2019 22:00 Joe Burrow var valinn maður leiksins og sést hér í einu af mörgum sjónvarpsviðtölum sínum eftir leikinn. Getty/Gregory Shamus Fréttamanni ESPN varð á mistök í sjónvarpsviðtali eftir úrslitaleik í háskólafótboltanum um helgina þegar hann fór að spyrja út í nýskeð flugslys sem viðmælandinn vissi ekki um. Fréttamaðurinn heitir Dari Nowkhah og hefur nú beðist afsökunar á spurningu sinni. Fréttakonan Carley McCord, átti að fjalla um leikinn fyrir ESPN, en fórst í flugslysi á leið á leikinn. Hún tengist LSU liðinu því hún var tengdadóttir sóknarþjálfara LSU, Steve Ensminger. Steve Ensminger fékk að vita um flugslysið fyrir leikinn en tók þá ákvörðun að leikmenn LSU fengu ekki að vita um það. Ensminger sást þerra tárin fyrir leikinn en leikmennirnir vissu ekki neitt. Carley McCord, the daughter-in-law of LSU offensive coordinator Steve Ensminger, died in a plane crash on Saturday. ESPN reporter Dari Nowkhah has apologized for breaking the tragic news to Joe Burrow on live TV. : https://t.co/OxqNbwbVmtpic.twitter.com/dMW46yVHM3— Sporting News (@sportingnews) December 29, 2019 LSU spilaði frábærlega í leiknum og vann Oklahoma 63-28 fyrir framan meira en 78 þúsund áhorfendur á Mercedes-Benz leikvangnum í Atlanta. Dari Nowkhah, fréttamaður ESPN, fékk Joe Burrow í viðtal eftir leikinn þar sem lið Burrow, LSU, hafði tryggt sér sigur í Peach Bowl. Joe Burrow átti stórleik, gaf sjö snertimarkssendingar og skoraði sjálfur eitt snertimark að auki. Fréttamaðurinn ákvað að spyrja Joe Burrow út í flugslysið og hvort að hann eða leikmenn liðsins hafi vitað af því. Það kom greinilega á Joe Burrow og það leyndi sér ekki að hann kom af fjöllum eins og sjá má hér fyrir neðan. Damn. Burrow found out live on air about the plane crash. They didn't tell the team. pic.twitter.com/EhtEgT3XIV— Cork Gaines (@CorkGaines) December 29, 2019 Dari Nowkhah baðst afsökunar á spurningu sinni inn á Twitter síðu sinni. „Mér líður augljóslega skelfilega eftir að vera sá sem færði Joe fréttirnar af fráfalli Carley McCord. Ég hef beðið alla afsökunar og vottað þeim hjá LSU samúð mína,“ skrifaði Dari Nowkhah og hélt áfram: „Við ætluðum aldrei að særa Joe og við munum læra af þessum mistökum okkar. Hjarta mitt finnur til með fjölskyldum McCord og Ensminger sem og með öllum í LSU fjölskyldunni á þessari sorglegu stundu. Ég vona að þau og allir stuðningsmenn LSU taki við þessari afsökunarbeiðni frá mér,“ skrifaði Nowkhah. Carley McCord var þrítug og eiginkona Steve Ensminger yngri. Steve Ensminger eldri er sóknarþjálfari LSU liðsins. Fimm manns létust í flugslysinu en lítið er vitað um af hverju flugvélin hrapaði aðeins um mínútu eftir að hún fór í loftið nálægt flugvellinum í Lafayette. Íþróttir Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Sjá meira
Fréttamanni ESPN varð á mistök í sjónvarpsviðtali eftir úrslitaleik í háskólafótboltanum um helgina þegar hann fór að spyrja út í nýskeð flugslys sem viðmælandinn vissi ekki um. Fréttamaðurinn heitir Dari Nowkhah og hefur nú beðist afsökunar á spurningu sinni. Fréttakonan Carley McCord, átti að fjalla um leikinn fyrir ESPN, en fórst í flugslysi á leið á leikinn. Hún tengist LSU liðinu því hún var tengdadóttir sóknarþjálfara LSU, Steve Ensminger. Steve Ensminger fékk að vita um flugslysið fyrir leikinn en tók þá ákvörðun að leikmenn LSU fengu ekki að vita um það. Ensminger sást þerra tárin fyrir leikinn en leikmennirnir vissu ekki neitt. Carley McCord, the daughter-in-law of LSU offensive coordinator Steve Ensminger, died in a plane crash on Saturday. ESPN reporter Dari Nowkhah has apologized for breaking the tragic news to Joe Burrow on live TV. : https://t.co/OxqNbwbVmtpic.twitter.com/dMW46yVHM3— Sporting News (@sportingnews) December 29, 2019 LSU spilaði frábærlega í leiknum og vann Oklahoma 63-28 fyrir framan meira en 78 þúsund áhorfendur á Mercedes-Benz leikvangnum í Atlanta. Dari Nowkhah, fréttamaður ESPN, fékk Joe Burrow í viðtal eftir leikinn þar sem lið Burrow, LSU, hafði tryggt sér sigur í Peach Bowl. Joe Burrow átti stórleik, gaf sjö snertimarkssendingar og skoraði sjálfur eitt snertimark að auki. Fréttamaðurinn ákvað að spyrja Joe Burrow út í flugslysið og hvort að hann eða leikmenn liðsins hafi vitað af því. Það kom greinilega á Joe Burrow og það leyndi sér ekki að hann kom af fjöllum eins og sjá má hér fyrir neðan. Damn. Burrow found out live on air about the plane crash. They didn't tell the team. pic.twitter.com/EhtEgT3XIV— Cork Gaines (@CorkGaines) December 29, 2019 Dari Nowkhah baðst afsökunar á spurningu sinni inn á Twitter síðu sinni. „Mér líður augljóslega skelfilega eftir að vera sá sem færði Joe fréttirnar af fráfalli Carley McCord. Ég hef beðið alla afsökunar og vottað þeim hjá LSU samúð mína,“ skrifaði Dari Nowkhah og hélt áfram: „Við ætluðum aldrei að særa Joe og við munum læra af þessum mistökum okkar. Hjarta mitt finnur til með fjölskyldum McCord og Ensminger sem og með öllum í LSU fjölskyldunni á þessari sorglegu stundu. Ég vona að þau og allir stuðningsmenn LSU taki við þessari afsökunarbeiðni frá mér,“ skrifaði Nowkhah. Carley McCord var þrítug og eiginkona Steve Ensminger yngri. Steve Ensminger eldri er sóknarþjálfari LSU liðsins. Fimm manns létust í flugslysinu en lítið er vitað um af hverju flugvélin hrapaði aðeins um mínútu eftir að hún fór í loftið nálægt flugvellinum í Lafayette.
Íþróttir Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Sjá meira