Kveðjan frá Arnóri Atla hafði mikil áhrif á Guðjón Val Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2020 11:30 Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson fagna saman á EM 2010 í Austurríki þar sem íslenska landsliðið vann brons. EPA/GEORG HOCHMUTH Guðjón Valur Sigurðsson fékk kveðjur frá góðum mönnum í Seinni bylgjunni þegar hann fór yfir handboltaferil sinn. Þar á meðal var maður sem vann hann verðlaun með bæði í félagsliði og landsliði. Arnór Atlason spilaði bæði með Guðjón Val hjá KA og hjá danska liðinu AG frá Kaupmannahöfn auk þess sem þeir voru lengi saman í íslenska handboltalandsliðinu. Arnór sendi Guðjóni Val skemmtilega kveðju í Seinni bylgjunni. „Nú ertu loksins hættur þessu og ég get loksins hætt að svara spurningunni: Hvað er hann ekki miklu eldri en þú? Af hverju er hann ennþá að spila en þú löngu hættur? Ég hef bara svarað að hann er einstakur og það er enginn eins og Guðjón Valur. Handboltaheimurinn á sennilega aldrei eftir að fá að sjá annan eins íþróttamann,“ sagði Arnór í byrjun kveðjunnar. Allir yngri leikmenn hafa fengið góð ráð „Það sem stendur upp úr er þessi ótrúlegi dugnaður sem liggur að baki þessu. Ég veit alveg hvað þetta hefur kostað þig og hvað þú ert búinn að gefa ótrúlega mikið af þér í gegnum allan ferilinn. Allir yngri leikmenn sem hafa komið inn í landsliðið hafa fengið góð ráð frá þér, margir hafa líka fengið að heyra það en þeir hafa bara átt það skilið,“ sagði Arnór. „Það er frábært að hafa fengið að spila með þér í öll þessi ár í landsliðinu og líka í KA og í Kaupmannahöfn,“ sagði Arnór og hann nefndi sérstaklega einn af síðustu leikjunum sem Guðjón Valur spilaði í íslensku deildinni. Frammistaða sem verður aldrei toppuð á Íslandi „Það sem stendur kannski upp úr er þessi ótrúlegi leikur í KA-heimilinu 2001. Það er búið að sýna markið þitt úr aukakastinu þúsund sinnum en þessi frammistaða leikmanns í einum og sama leiknum verður sennilega aldrei toppuð á Íslandi. Það var eftirminnilegt og eitthvað sem maður á aldrei eftir að gleyma,“ sagði Arnór. „Vá,“ var það fyrsta sem Guðjón Valur sagði í settinu eftir að hafa horft og hlustað á Arnór. „Þetta var yndisleg kveðja og komandi frá honum. Við erum búnir að þekkjast svo lengi,“ sagði Guðjón Valur sem var greinilega meyr eftir að hafa hlustað á vin sinn. „Hann er að tala um dugnað og elju en þetta er maður sem var alltaf að glíma við eitthvað en lagaðist alltaf í álagi. Hann var alltaf betri þegar hann var kominn á stórmót og leið betur í skrokknum þegar álagið var meira,“ sagði Guðjón Valur. Algjör klettur „Það er gaman að segja frá því að þegar hann er að fara að byrja að spila með okkur fyrir norðan og kemst í hóp hjá KA þá er konan hans heima að passa dóttur okkar þegar Þóra var á leiknum hjá okkar,“ sagði Guðjón Valur hlæjandi. „Hann tók við okkur þegar við komum til Kaupmannahafnar og hjálpaði okkur mikið þar. Þessi maður er algjör klettur og það var yndislegt að spila með honum,“ sagði Guðjón Valur en það má sjá alla kveðju Arnórs og viðbrögð Guðjóns Vals hér fyrir neðan. Klippa: Kveðja til Guðjóns Vals frá Arnóri Atla: Get loksins hætt að svara spurningunni Handbolti Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson fékk kveðjur frá góðum mönnum í Seinni bylgjunni þegar hann fór yfir handboltaferil sinn. Þar á meðal var maður sem vann hann verðlaun með bæði í félagsliði og landsliði. Arnór Atlason spilaði bæði með Guðjón Val hjá KA og hjá danska liðinu AG frá Kaupmannahöfn auk þess sem þeir voru lengi saman í íslenska handboltalandsliðinu. Arnór sendi Guðjóni Val skemmtilega kveðju í Seinni bylgjunni. „Nú ertu loksins hættur þessu og ég get loksins hætt að svara spurningunni: Hvað er hann ekki miklu eldri en þú? Af hverju er hann ennþá að spila en þú löngu hættur? Ég hef bara svarað að hann er einstakur og það er enginn eins og Guðjón Valur. Handboltaheimurinn á sennilega aldrei eftir að fá að sjá annan eins íþróttamann,“ sagði Arnór í byrjun kveðjunnar. Allir yngri leikmenn hafa fengið góð ráð „Það sem stendur upp úr er þessi ótrúlegi dugnaður sem liggur að baki þessu. Ég veit alveg hvað þetta hefur kostað þig og hvað þú ert búinn að gefa ótrúlega mikið af þér í gegnum allan ferilinn. Allir yngri leikmenn sem hafa komið inn í landsliðið hafa fengið góð ráð frá þér, margir hafa líka fengið að heyra það en þeir hafa bara átt það skilið,“ sagði Arnór. „Það er frábært að hafa fengið að spila með þér í öll þessi ár í landsliðinu og líka í KA og í Kaupmannahöfn,“ sagði Arnór og hann nefndi sérstaklega einn af síðustu leikjunum sem Guðjón Valur spilaði í íslensku deildinni. Frammistaða sem verður aldrei toppuð á Íslandi „Það sem stendur kannski upp úr er þessi ótrúlegi leikur í KA-heimilinu 2001. Það er búið að sýna markið þitt úr aukakastinu þúsund sinnum en þessi frammistaða leikmanns í einum og sama leiknum verður sennilega aldrei toppuð á Íslandi. Það var eftirminnilegt og eitthvað sem maður á aldrei eftir að gleyma,“ sagði Arnór. „Vá,“ var það fyrsta sem Guðjón Valur sagði í settinu eftir að hafa horft og hlustað á Arnór. „Þetta var yndisleg kveðja og komandi frá honum. Við erum búnir að þekkjast svo lengi,“ sagði Guðjón Valur sem var greinilega meyr eftir að hafa hlustað á vin sinn. „Hann er að tala um dugnað og elju en þetta er maður sem var alltaf að glíma við eitthvað en lagaðist alltaf í álagi. Hann var alltaf betri þegar hann var kominn á stórmót og leið betur í skrokknum þegar álagið var meira,“ sagði Guðjón Valur. Algjör klettur „Það er gaman að segja frá því að þegar hann er að fara að byrja að spila með okkur fyrir norðan og kemst í hóp hjá KA þá er konan hans heima að passa dóttur okkar þegar Þóra var á leiknum hjá okkar,“ sagði Guðjón Valur hlæjandi. „Hann tók við okkur þegar við komum til Kaupmannahafnar og hjálpaði okkur mikið þar. Þessi maður er algjör klettur og það var yndislegt að spila með honum,“ sagði Guðjón Valur en það má sjá alla kveðju Arnórs og viðbrögð Guðjóns Vals hér fyrir neðan. Klippa: Kveðja til Guðjóns Vals frá Arnóri Atla: Get loksins hætt að svara spurningunni
Handbolti Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira