Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Valur Páll Eiríksson skrifar 18. desember 2025 22:19 Stuðningsmenn finnska liðsins KuPS höfðu sannarlega ástæðu til að fagna eftir hetjulegt jafntefli við Crystal Palace í Lundúnum sem skaut þeim finnsku áfram í umspil. Mike Hewitt/Getty Images Deildarkeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta lauk í kvöld með fjölda leikja. Íslendingaliðin riðu ekki feitum hesti en komust mörg hver í umspil. Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í kvöld, að leikmönnum Breiðabliks undantöldum. Blikar töpuðu 3-1 fyrir Strasbourg í Frakklandi eftir hetjulega baráttu en sá sigur tryggði þeim frönsku toppsæti deildarinnar og sæti í 16-liða úrslitum. Rakow Czestochowa frá Póllandi hafnar í öðru sæti eftir sigur í kvöld en Sparta Prag frá Tékklandi, Rayo Vallecano frá Spáni, Shakhtar Donetsk frá Úkraínu, Mainz frá Þýskalandi, AEK Larnaca frá Kýpur og AEK Aþena frá Grikklandi eru einnig á meðal átta efstu liðanna sem fara beint í 16-liða úrslitin. Aþenulið AEK fer beint áfram eftir jöfnunarmark á 98. mínútu og sigur mark á fimmtándu mínútu uppbótartíma gegn Craiova frá Rúmeníu í kvöld. Með þeim sigri fer AEK upp fyrir Lausanne frá Sviss sem fer á móti í umspilið, þrátt fyrir 1-0 sigur á Fiorentina frá Ítalíu. Albert Guðmundsson spilaði síðustu tuttugu mínúturnar fyrir heillum horfið lið Fiorentina sem fer ásamt Lausanne í umspilið. Alls eru það 16 lið á eftir þeim átta efstu, í 9.-24. sæti, sem fara áfram í umspil þar sem keppt er um að mæta áðurnefndum liðum í 16-liða úrslitum keppninnar. Þar á meðal er Samsunspor en Logi Tómasson spilaði allan leikinn í 2-0 tapi fyrir Mainz frá Þýskalandi í kvöld. Guðmundur Þórarinsson var þá í liði Noah frá Armeníu sem tapaði 2-0 fyrir Dýnamó Kíev en Noah fer í umspil, annað en úkraínska liðið. Finnska liðið KuPS, sem gerði markalaust jafntefli við Breiðablik fyrr í haust, gerði sér lítið fyrir og náði í 2-2 jafntefli við Crystal Palace. Þau úrslit gera að verkum að KuPS fer í umspilið og einnig Crystal Palace. KuPS væri úr leik með tapi þar og Palace hefði farið beint í 16-liða úrslit með sigri. Kjartan Már Kjartansson spilaði ekki fyrir Aberdeen í 3-0 tapi fyrir Sparta Prag og Gísli Gottskálk Þórðarson er meiddur og missti af 2-1 sigri Lech Poznan gegn Sigma Olomouc. Liðin sem fara í 16-liða úrslit: Strasbourg Rakow Czestochowa AEK Aþena Sparta Prag Rayo Vallecano Shakhtar Donetsk Mainz frá Þýskalandi AEK Larnaca Liðin sem fara í umspil: Lausanne Crystal Palace Lech Poznan Samsunspor Celje AZ Alkmaar Fiorentina Rijeka Jagiellonia Bialystok Omonia Nicosia Noah Drita KuPS Shkendija Zrinjski Mostar Sigma Olomouc Úrslit kvöldsins AEK Aþena 3-2 Craiova AEK Larnaca 1-0 Shkendija AZ Alkmaar 0-0 Jagiellonia Crystal Palace 2-2 KuPS Dynamo Kíev 2-0 Noah Lausanne 1-0 Fiorentina Legia Varsjá 4-1 Lincoln Red Imps Mainz 2-0 Samsunspor Celje 0-0 Shelbourne Omonia Nicosia 0-1 Rakow Rayo Vallecano 3-0 Drita Sigma Olomouc 1-2 Lech Poznan Shakhtar Donetsk 0-0 Rijeka Shamrock Rovers 2-1 Hamrun Spartans Slovan Bratislava 1-0 Hacken Sparta Prag 3-0 Aberdeen Strasbourg 3-1 Breiðablik Zrinjski Mostar 1-1 Rapid Vín Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í kvöld, að leikmönnum Breiðabliks undantöldum. Blikar töpuðu 3-1 fyrir Strasbourg í Frakklandi eftir hetjulega baráttu en sá sigur tryggði þeim frönsku toppsæti deildarinnar og sæti í 16-liða úrslitum. Rakow Czestochowa frá Póllandi hafnar í öðru sæti eftir sigur í kvöld en Sparta Prag frá Tékklandi, Rayo Vallecano frá Spáni, Shakhtar Donetsk frá Úkraínu, Mainz frá Þýskalandi, AEK Larnaca frá Kýpur og AEK Aþena frá Grikklandi eru einnig á meðal átta efstu liðanna sem fara beint í 16-liða úrslitin. Aþenulið AEK fer beint áfram eftir jöfnunarmark á 98. mínútu og sigur mark á fimmtándu mínútu uppbótartíma gegn Craiova frá Rúmeníu í kvöld. Með þeim sigri fer AEK upp fyrir Lausanne frá Sviss sem fer á móti í umspilið, þrátt fyrir 1-0 sigur á Fiorentina frá Ítalíu. Albert Guðmundsson spilaði síðustu tuttugu mínúturnar fyrir heillum horfið lið Fiorentina sem fer ásamt Lausanne í umspilið. Alls eru það 16 lið á eftir þeim átta efstu, í 9.-24. sæti, sem fara áfram í umspil þar sem keppt er um að mæta áðurnefndum liðum í 16-liða úrslitum keppninnar. Þar á meðal er Samsunspor en Logi Tómasson spilaði allan leikinn í 2-0 tapi fyrir Mainz frá Þýskalandi í kvöld. Guðmundur Þórarinsson var þá í liði Noah frá Armeníu sem tapaði 2-0 fyrir Dýnamó Kíev en Noah fer í umspil, annað en úkraínska liðið. Finnska liðið KuPS, sem gerði markalaust jafntefli við Breiðablik fyrr í haust, gerði sér lítið fyrir og náði í 2-2 jafntefli við Crystal Palace. Þau úrslit gera að verkum að KuPS fer í umspilið og einnig Crystal Palace. KuPS væri úr leik með tapi þar og Palace hefði farið beint í 16-liða úrslit með sigri. Kjartan Már Kjartansson spilaði ekki fyrir Aberdeen í 3-0 tapi fyrir Sparta Prag og Gísli Gottskálk Þórðarson er meiddur og missti af 2-1 sigri Lech Poznan gegn Sigma Olomouc. Liðin sem fara í 16-liða úrslit: Strasbourg Rakow Czestochowa AEK Aþena Sparta Prag Rayo Vallecano Shakhtar Donetsk Mainz frá Þýskalandi AEK Larnaca Liðin sem fara í umspil: Lausanne Crystal Palace Lech Poznan Samsunspor Celje AZ Alkmaar Fiorentina Rijeka Jagiellonia Bialystok Omonia Nicosia Noah Drita KuPS Shkendija Zrinjski Mostar Sigma Olomouc Úrslit kvöldsins AEK Aþena 3-2 Craiova AEK Larnaca 1-0 Shkendija AZ Alkmaar 0-0 Jagiellonia Crystal Palace 2-2 KuPS Dynamo Kíev 2-0 Noah Lausanne 1-0 Fiorentina Legia Varsjá 4-1 Lincoln Red Imps Mainz 2-0 Samsunspor Celje 0-0 Shelbourne Omonia Nicosia 0-1 Rakow Rayo Vallecano 3-0 Drita Sigma Olomouc 1-2 Lech Poznan Shakhtar Donetsk 0-0 Rijeka Shamrock Rovers 2-1 Hamrun Spartans Slovan Bratislava 1-0 Hacken Sparta Prag 3-0 Aberdeen Strasbourg 3-1 Breiðablik Zrinjski Mostar 1-1 Rapid Vín
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira