Patrekur rifjaði upp þegar hann sagði þjálfara Essen að Guðjón Valur væri mjög ósáttur hjá félaginu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2020 10:00 Guðjón Valur lék með TUSEM Essen á árunum 2001-05. vísir/getty Guðjón Valur Sigurðsson fékk margar góðar kveðjur í Seinni bylgjunni, m.a. frá Patreki Jóhannessyni. Guðjón Valur og Patrekur léku saman með íslenska landsliðinu og hjá TUSEM Essen. „Innilega til hamingju með frábæran feril. Það er magnað að hafa fylgst með þér í gegnum árin og tekið þátt í þínu ferli. Ég er hrikalega stoltur að hafa fengið að kynnast þér. Magnaður karakter og leiðtogi,“ sagði Patrekur. „Það vita allir og búið að tala miki um hvað þú ert búinn vinna og áorka á ferlinum. En það sem stendur upp úr er að þú ert topp eintak af persónu.“ Þegar Guðjón Valur hóf feril sinn sem atvinnumaður með Essen 2001 var Patrekur einn af aðalmönnunum í liðinu. Hann rifjaði upp skemmtilega sögu frá þeim tíma. „Þegar þú komst fyrst til Essen varstu ekki með þýskuna og ég var beðinn um að túlka fyrir þig. „Þjálfarinn vildi tala við þig og spurði hvort þú værir ekki sáttur með allt í Essen. Ég spurði þig og þú svaraðir að þú værir mjög ánægður, það væri frábært að vera kominn og allt eins og það ætti að vera,“ sagði Patrekur. „Ég sagði þjálfaranum náttúrulega ekki það, heldur að þú værir frekar óánægður. Það vantaði allt tempó á æfingar, þetta væri frekar dapurt og þú værir í pínu sjokki. Síðan löbbuðum við í burtu og þjálfarinn var frekar fúll út í þig í svona einn dag. En svo leiðrétti ég þetta,“ sagði Patrekur léttur. Patrekur lék lengi með Essen.vísir/getty Guðjón Valur skellihló að sögu Patreks og rifjaði svo upp hvernig var að spila með honum. „Hann var svo harður. Hann og Alfreð Gíslason eru alvöru harðir en svo kynnistu þeim og ef eitthvað er að spyrja þeir hvað þeir geti gert,“ sagði Guðjón Valur sem fannst túlkun Patreks ekkert alltof sniðug á sínum tíma. „Þetta er ekki eins og þegar þú gerir grín í einhverjum Skandinava. Þessi þjálfari [Yuri Shevtsov] var af gamla rússneska skólanum og þetta var ekkert svo fyndið þá.“ Kveðju Patreks til Guðjóns Vals má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja Patreks til Guðjóns Vals Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Þýski handboltinn Seinni bylgjan Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson fékk margar góðar kveðjur í Seinni bylgjunni, m.a. frá Patreki Jóhannessyni. Guðjón Valur og Patrekur léku saman með íslenska landsliðinu og hjá TUSEM Essen. „Innilega til hamingju með frábæran feril. Það er magnað að hafa fylgst með þér í gegnum árin og tekið þátt í þínu ferli. Ég er hrikalega stoltur að hafa fengið að kynnast þér. Magnaður karakter og leiðtogi,“ sagði Patrekur. „Það vita allir og búið að tala miki um hvað þú ert búinn vinna og áorka á ferlinum. En það sem stendur upp úr er að þú ert topp eintak af persónu.“ Þegar Guðjón Valur hóf feril sinn sem atvinnumaður með Essen 2001 var Patrekur einn af aðalmönnunum í liðinu. Hann rifjaði upp skemmtilega sögu frá þeim tíma. „Þegar þú komst fyrst til Essen varstu ekki með þýskuna og ég var beðinn um að túlka fyrir þig. „Þjálfarinn vildi tala við þig og spurði hvort þú værir ekki sáttur með allt í Essen. Ég spurði þig og þú svaraðir að þú værir mjög ánægður, það væri frábært að vera kominn og allt eins og það ætti að vera,“ sagði Patrekur. „Ég sagði þjálfaranum náttúrulega ekki það, heldur að þú værir frekar óánægður. Það vantaði allt tempó á æfingar, þetta væri frekar dapurt og þú værir í pínu sjokki. Síðan löbbuðum við í burtu og þjálfarinn var frekar fúll út í þig í svona einn dag. En svo leiðrétti ég þetta,“ sagði Patrekur léttur. Patrekur lék lengi með Essen.vísir/getty Guðjón Valur skellihló að sögu Patreks og rifjaði svo upp hvernig var að spila með honum. „Hann var svo harður. Hann og Alfreð Gíslason eru alvöru harðir en svo kynnistu þeim og ef eitthvað er að spyrja þeir hvað þeir geti gert,“ sagði Guðjón Valur sem fannst túlkun Patreks ekkert alltof sniðug á sínum tíma. „Þetta er ekki eins og þegar þú gerir grín í einhverjum Skandinava. Þessi þjálfari [Yuri Shevtsov] var af gamla rússneska skólanum og þetta var ekkert svo fyndið þá.“ Kveðju Patreks til Guðjóns Vals má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja Patreks til Guðjóns Vals Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Þýski handboltinn Seinni bylgjan Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti