Hvalárvirkjun slegið á frest um óákveðinn tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2020 16:17 Eyvindarfjarðará á Ströndum sem einnig heyrir undir Hvalárvirkjun. Tómas Guðbjartsson VesturVerk, orkufyrirtæki á Ísafirði í eigu HS Orku sem fyrirhugar að reisa Hvalárvirkjun á Ströndum, hefur lokað skrifstofu sinni á Ísafirði. Framkvæmdum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku fullyrðir að enginn bilbugur sé á fjárfestum við stuðning þeirra við Hvalárvirkjun. Samþykkt var á hluthafafundi Vesturverks þann 30. apríl að fela stjórn félagsins að draga tímabundið úr starfsemi þess. Aðgerðirnar væru sársaukafullar en nauðsðynlegar til að tryggja áframhaldandi rekstur Vesturverks og viðgang verkefna félagsins. Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, hættir og upplýsingafulltrúinn sömuleiðis. Gunnar Gaukur vísaði á Jóhann Snorra Sigurbergsson, forstöðumann viðskiptaþróunar hjá HS orku, vegna málsins. Umdeild framkvæmd Jóhann Snorri segir í samtali við Bæjarins besta á Ísafirði að þverrandi eftirspurn eftir rafmagni hafi áhrif á breytingarnar. Áform um uppbyggingu á gagnaverum, kísilverum og jafnvel álveri séu ekki að ganga eftir. Verð á rafmagni sé víða hagstæðara erlendis en á Íslandi sem valdi minnkandi eftirspurn. Nóg rafmagn sé til í landinu um þessar mundir. Þá hægði á ferðinni að Landsnet væri ekki tilbúið með uppbyggingaráform sín á Vestfjörðum. Engan bilbug væri þó að finna á fjárfestum við stuðning sinn við Hvalárvirkjun. Jóhann segir að miðað sé við að vera tilbúnir til framkvæmda þegar ástand á raforkumarkaði lagast á ný. Framkvæmdin er mjög umdeild. Síðast í dag kröfðust Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ungir umhverfissinnar og Rjúkandi stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun sem fyrirhugaðar voru í sumar. Miðað við tíðindi dagsins er eitthvað í að framkvæmdum verði haldið áfram. Stöðvunarkrafa var einnig gerð í júlí í fyrra samhliða kæru sömu samtaka vegna framkvæmdaleyfis sem Árneshreppur veitti Vesturverki vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar. Leggja til að friðlýsa svæðið „Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði stöðvunarkröfu samtakana í fyrra með þeim rökum að nefndin gæti lokið málsmeðferð áður en framkvæmdir hæfust sumarið 2020. Nú hefur nefndin enn ekki úrskurðað og brátt geta framkvæmdir hafist í Árneshreppi. Samtökin telja því brýnt að úrskurðarnefndin stöðvi framkvæmdir þar til hún hefur komist að niðurstöðu,“ segir í tilkynningu frá samtökunum fjórum. „Alþjóðlegu nátturúruverndarsamtökin hafa tekið undir með samtökunum fjórum sem standa að kærunni um að svæðið beri að vernda.“ Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lagt til að svæðið verði friðlýst. „Þá er vandséð hver þörfin er fyrir aukna raforkuframleiðslu þar sem ekki er raforkuskortur í landinu og 77% raforkunnar fer til stóriðju skv. orkutölum Orkustofnunnar 2018. Hvalárvirkjun er ekki besta leiðin til þess að auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og því er ekki um brýna almannahagsmuni að ræða við byggingu virkjunarinnar.“ Að neðan má sjá kynningarmyndband Vesturverks vegna virkjunarinnar. Hvalárvirkjun 2020 from VesturVerk - HREIN ORKA on Vimeo. Deilur um Hvalárvirkjun Árneshreppur Orkumál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
VesturVerk, orkufyrirtæki á Ísafirði í eigu HS Orku sem fyrirhugar að reisa Hvalárvirkjun á Ströndum, hefur lokað skrifstofu sinni á Ísafirði. Framkvæmdum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku fullyrðir að enginn bilbugur sé á fjárfestum við stuðning þeirra við Hvalárvirkjun. Samþykkt var á hluthafafundi Vesturverks þann 30. apríl að fela stjórn félagsins að draga tímabundið úr starfsemi þess. Aðgerðirnar væru sársaukafullar en nauðsðynlegar til að tryggja áframhaldandi rekstur Vesturverks og viðgang verkefna félagsins. Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, hættir og upplýsingafulltrúinn sömuleiðis. Gunnar Gaukur vísaði á Jóhann Snorra Sigurbergsson, forstöðumann viðskiptaþróunar hjá HS orku, vegna málsins. Umdeild framkvæmd Jóhann Snorri segir í samtali við Bæjarins besta á Ísafirði að þverrandi eftirspurn eftir rafmagni hafi áhrif á breytingarnar. Áform um uppbyggingu á gagnaverum, kísilverum og jafnvel álveri séu ekki að ganga eftir. Verð á rafmagni sé víða hagstæðara erlendis en á Íslandi sem valdi minnkandi eftirspurn. Nóg rafmagn sé til í landinu um þessar mundir. Þá hægði á ferðinni að Landsnet væri ekki tilbúið með uppbyggingaráform sín á Vestfjörðum. Engan bilbug væri þó að finna á fjárfestum við stuðning sinn við Hvalárvirkjun. Jóhann segir að miðað sé við að vera tilbúnir til framkvæmda þegar ástand á raforkumarkaði lagast á ný. Framkvæmdin er mjög umdeild. Síðast í dag kröfðust Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ungir umhverfissinnar og Rjúkandi stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun sem fyrirhugaðar voru í sumar. Miðað við tíðindi dagsins er eitthvað í að framkvæmdum verði haldið áfram. Stöðvunarkrafa var einnig gerð í júlí í fyrra samhliða kæru sömu samtaka vegna framkvæmdaleyfis sem Árneshreppur veitti Vesturverki vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar. Leggja til að friðlýsa svæðið „Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði stöðvunarkröfu samtakana í fyrra með þeim rökum að nefndin gæti lokið málsmeðferð áður en framkvæmdir hæfust sumarið 2020. Nú hefur nefndin enn ekki úrskurðað og brátt geta framkvæmdir hafist í Árneshreppi. Samtökin telja því brýnt að úrskurðarnefndin stöðvi framkvæmdir þar til hún hefur komist að niðurstöðu,“ segir í tilkynningu frá samtökunum fjórum. „Alþjóðlegu nátturúruverndarsamtökin hafa tekið undir með samtökunum fjórum sem standa að kærunni um að svæðið beri að vernda.“ Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lagt til að svæðið verði friðlýst. „Þá er vandséð hver þörfin er fyrir aukna raforkuframleiðslu þar sem ekki er raforkuskortur í landinu og 77% raforkunnar fer til stóriðju skv. orkutölum Orkustofnunnar 2018. Hvalárvirkjun er ekki besta leiðin til þess að auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og því er ekki um brýna almannahagsmuni að ræða við byggingu virkjunarinnar.“ Að neðan má sjá kynningarmyndband Vesturverks vegna virkjunarinnar. Hvalárvirkjun 2020 from VesturVerk - HREIN ORKA on Vimeo.
Deilur um Hvalárvirkjun Árneshreppur Orkumál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira