Upphaf 2020 þykir merkilega hlýtt miðað við aðstæður Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2020 16:26 Hnattræn hlýnun á sér stað vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum sem festir hita inni í lofthjúpi jarðar. Vísir/EPA Fyrsti ársfjórðungur þessa árs var sá næsthlýjasti á jörðinni frá því að mælingar hófust. Mögulegt er að þetta ár verði það hlýjasta frá upphafi þrátt fyrir að líklega verði hverfandi áhrif af veðurfyrirbrigðinu El niño í Kyrrahafi. Aðeins fyrstu þrír mánuðir ársins 2016 voru hlýrri en janúar, febrúar og mars á þessu ári. Þá kynti sérlega öflugur El niño -viðburður undir hnattrænni hlýnun. Undanfarnir tólf mánuðir voru svo gott sem jafnhlýir hlýjasta tólf mánaða tímabil sem beinar mælingar ná til, samkvæmt greiningu loftslagsvísindavefsins Carbon Brief á ástandi loftslagsins í upphafi árs. „Hitastigið fyrstu þrjá mánuði 2020 var merkilega hátt. Ef þeir enda á því að vera í samræmi við það sem eftir er ársins mun 2020 setja klárt met sem hlýjasta árið,“ segir í greiningunni. Ólíklegt er þó talið að hlýindin verði jafnmikil það sem eftir lifir árs og þau hafa verið í ársbyrjun. Hnattrænt hitastig er almennt sagt sveiflukenndara frá október til mars en frá apríl til september vegna þess að El niño-viðburðir nái yfirleitt hámarki sínu að vetri til á norðurhveli jarðar. El niño veldur mestu sveiflunum í hnattrænum meðalhita frá ári til árs. Við eða umfram spár IPCC Þrátt fyrir að hlýindin í byrjun þessa árs standist sambærilegu tímabili árið 2016 ekki snúning þykir það sæta tíðindum hversu litlu munar. Upphaf árs 2016 einkenndist af afar sterkum El niño sem keyrði upp hita. Hiti í Kyrrahafinu þar sem veðurfyrirbrigðið á sér stað hefur hins vegar verið í hlutlausum gír frá því seint í fyrra. Flestar spár gera ráð fyrir að þannig verði það áfram út þetta ár. Miklar líkur eru taldar á því að árið í ár verði á meðal þeirra fjögurra hlýjustu frá upphafi mælinga og raunhæfar líkur eru á að það gæti orðið enn hlýrra en metárið 2016. Flest bendir til þess að árið verði það annað hlýjasta frá upphafi. Hlýnun jarðar af völdum manna er nú sögð við eða umfram spár loftslagslíkana sem notuð voru við vísindaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) árið 2013. Yfirborð sjávar heldur áfram að rísa vegna bráðnunar landíss og varmaútþenslu vatnsins. Hafís er nú við sögulegt lágmark á norðurskautinu en nær hefðbundnu horfi á suðurskauti þar sem aðrar aðstæður ríkja. Nær methiti við yfirborð sjávar hefur leitt til umfangsmikillar fölnun kóralrifja á suðurhvelssumrinu. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Fölnun Kóralrifsins mikla ein sú mesta sem um getur Vísindamenn óttast að fölnun Kóralrifsins mikla sem nú á sér stað vegna óvanalegra hlýinda geti orðið jafnslæm og sú sem varð árin 2016 og 2017. 6. mars 2020 16:55 Telja að hitamet hafi verið slegið í höfunum í fyrra Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á hnattræna hlýnun af völdum manna. Undanfarin tíu ár eru þau hlýjustu í hafinu frá því að mælingar hófust. 14. janúar 2020 12:22 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Fyrsti ársfjórðungur þessa árs var sá næsthlýjasti á jörðinni frá því að mælingar hófust. Mögulegt er að þetta ár verði það hlýjasta frá upphafi þrátt fyrir að líklega verði hverfandi áhrif af veðurfyrirbrigðinu El niño í Kyrrahafi. Aðeins fyrstu þrír mánuðir ársins 2016 voru hlýrri en janúar, febrúar og mars á þessu ári. Þá kynti sérlega öflugur El niño -viðburður undir hnattrænni hlýnun. Undanfarnir tólf mánuðir voru svo gott sem jafnhlýir hlýjasta tólf mánaða tímabil sem beinar mælingar ná til, samkvæmt greiningu loftslagsvísindavefsins Carbon Brief á ástandi loftslagsins í upphafi árs. „Hitastigið fyrstu þrjá mánuði 2020 var merkilega hátt. Ef þeir enda á því að vera í samræmi við það sem eftir er ársins mun 2020 setja klárt met sem hlýjasta árið,“ segir í greiningunni. Ólíklegt er þó talið að hlýindin verði jafnmikil það sem eftir lifir árs og þau hafa verið í ársbyrjun. Hnattrænt hitastig er almennt sagt sveiflukenndara frá október til mars en frá apríl til september vegna þess að El niño-viðburðir nái yfirleitt hámarki sínu að vetri til á norðurhveli jarðar. El niño veldur mestu sveiflunum í hnattrænum meðalhita frá ári til árs. Við eða umfram spár IPCC Þrátt fyrir að hlýindin í byrjun þessa árs standist sambærilegu tímabili árið 2016 ekki snúning þykir það sæta tíðindum hversu litlu munar. Upphaf árs 2016 einkenndist af afar sterkum El niño sem keyrði upp hita. Hiti í Kyrrahafinu þar sem veðurfyrirbrigðið á sér stað hefur hins vegar verið í hlutlausum gír frá því seint í fyrra. Flestar spár gera ráð fyrir að þannig verði það áfram út þetta ár. Miklar líkur eru taldar á því að árið í ár verði á meðal þeirra fjögurra hlýjustu frá upphafi mælinga og raunhæfar líkur eru á að það gæti orðið enn hlýrra en metárið 2016. Flest bendir til þess að árið verði það annað hlýjasta frá upphafi. Hlýnun jarðar af völdum manna er nú sögð við eða umfram spár loftslagslíkana sem notuð voru við vísindaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) árið 2013. Yfirborð sjávar heldur áfram að rísa vegna bráðnunar landíss og varmaútþenslu vatnsins. Hafís er nú við sögulegt lágmark á norðurskautinu en nær hefðbundnu horfi á suðurskauti þar sem aðrar aðstæður ríkja. Nær methiti við yfirborð sjávar hefur leitt til umfangsmikillar fölnun kóralrifja á suðurhvelssumrinu.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Fölnun Kóralrifsins mikla ein sú mesta sem um getur Vísindamenn óttast að fölnun Kóralrifsins mikla sem nú á sér stað vegna óvanalegra hlýinda geti orðið jafnslæm og sú sem varð árin 2016 og 2017. 6. mars 2020 16:55 Telja að hitamet hafi verið slegið í höfunum í fyrra Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á hnattræna hlýnun af völdum manna. Undanfarin tíu ár eru þau hlýjustu í hafinu frá því að mælingar hófust. 14. janúar 2020 12:22 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15
Fölnun Kóralrifsins mikla ein sú mesta sem um getur Vísindamenn óttast að fölnun Kóralrifsins mikla sem nú á sér stað vegna óvanalegra hlýinda geti orðið jafnslæm og sú sem varð árin 2016 og 2017. 6. mars 2020 16:55
Telja að hitamet hafi verið slegið í höfunum í fyrra Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á hnattræna hlýnun af völdum manna. Undanfarin tíu ár eru þau hlýjustu í hafinu frá því að mælingar hófust. 14. janúar 2020 12:22