Barnaþingsmenn vilja breytingar á skólakerfinu Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2020 19:00 Fulltrúar á Barnaþingi ályktuðu um allt milli himins og jarðar eins og fram kemur í nýrri skýrslu um þingið. Vísir/Vilhelm Þingfulltrúar á Barnaþingi leggja meðal annars til að dregið verði úr heimanámi og stuðningur til þess aukinn innan skólanna. Þá leggur barnaþing mikla áherslu á umhverfisvernd og að frítt verði í strætó. Skýrsla um niðurstöður tveggja daga Barnaþings í nóvember er komin út og verður afhent ríkisstórn á morgun. Embætti umboðsmanns barna stóð fyrir þessu fyrsta Barnaþingi sem halda á annað hvert ár samkvæmt lögum. Börnin vilja meðal annars að skólamáltíðir kosti ekki mikið og gætt sé hreinlætis við eldamennskuna. Þau vilja skipuleggja stundatöfluna betur og að skólinn verði opinn klukkutíma lengur þar sem börn fái aðstoð við heimanámið og dregið verði úr því. Salvör Nordal segir barnaþingsfulltrúa greinilega fylgjast mjög vel með umræðum og fréttum um hin fjölbreyttustu mál. Hlusta eigi eftir tillögum þeirra.Vísir Salvör Nordal umboðsmaður barna segir niðurstöður þingsins sýna að þingfulltrúar, sem voru á aldrinum ellefu til fimmtán ára, hafi mjög breitt áhugasvið. „Allt frá vinum, gæludýrum og fjölskyldumál eru mjög mikilvæg. Skólamálin eru auðvitað mikilvæg og yfir í heimsmálin. Þau ræddu stöðu flóttamanna, stríð og frið í heiminum og slíka hluti. Þannig að þau hafa áhuga á öllu,“ segir Salvör. Eins og kemur skýrt fram í tillögum þeirra; um að kennd verði frumkvöðlahugsun og að koma skoðunum sínum á framfæri og að bjarga fólki. Þá er barnaþing þeirrar skoðunar að kenna eigi táknmál og að allir fái að vera þeir sjálfir, jöfn laun fyrir konur og karla, hætt verði að nota plast og framleiða hluti á óumhverfisvænan hátt. Andleg heilsa er jafn mikilvæg og líkamleg segja þingfulltrúar, meiri tími gefist með vinum og fjölskyldu og frítt verði í strætó fyrir alla til að draga úr bílanotkun svo fátt eitt sé nefnt. „Það er mjög gaman að velta fyrir sér hvers vegna eru börnin að tala um tiltekin mál. Það er mjög mikilvægt að við gerum það og veltum því fyrir okkur hvernig getum við brugðist við. Er ástæða til að breyta til dæmis einhverju í skólanum. Gefa þeim meiri tök á að gera heimavinnu í skólanum. Skapa meira rými þar og svo framvegis,“ segir Salvör Nordal. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mannréttindi Barnavernd Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Þingfulltrúar á Barnaþingi leggja meðal annars til að dregið verði úr heimanámi og stuðningur til þess aukinn innan skólanna. Þá leggur barnaþing mikla áherslu á umhverfisvernd og að frítt verði í strætó. Skýrsla um niðurstöður tveggja daga Barnaþings í nóvember er komin út og verður afhent ríkisstórn á morgun. Embætti umboðsmanns barna stóð fyrir þessu fyrsta Barnaþingi sem halda á annað hvert ár samkvæmt lögum. Börnin vilja meðal annars að skólamáltíðir kosti ekki mikið og gætt sé hreinlætis við eldamennskuna. Þau vilja skipuleggja stundatöfluna betur og að skólinn verði opinn klukkutíma lengur þar sem börn fái aðstoð við heimanámið og dregið verði úr því. Salvör Nordal segir barnaþingsfulltrúa greinilega fylgjast mjög vel með umræðum og fréttum um hin fjölbreyttustu mál. Hlusta eigi eftir tillögum þeirra.Vísir Salvör Nordal umboðsmaður barna segir niðurstöður þingsins sýna að þingfulltrúar, sem voru á aldrinum ellefu til fimmtán ára, hafi mjög breitt áhugasvið. „Allt frá vinum, gæludýrum og fjölskyldumál eru mjög mikilvæg. Skólamálin eru auðvitað mikilvæg og yfir í heimsmálin. Þau ræddu stöðu flóttamanna, stríð og frið í heiminum og slíka hluti. Þannig að þau hafa áhuga á öllu,“ segir Salvör. Eins og kemur skýrt fram í tillögum þeirra; um að kennd verði frumkvöðlahugsun og að koma skoðunum sínum á framfæri og að bjarga fólki. Þá er barnaþing þeirrar skoðunar að kenna eigi táknmál og að allir fái að vera þeir sjálfir, jöfn laun fyrir konur og karla, hætt verði að nota plast og framleiða hluti á óumhverfisvænan hátt. Andleg heilsa er jafn mikilvæg og líkamleg segja þingfulltrúar, meiri tími gefist með vinum og fjölskyldu og frítt verði í strætó fyrir alla til að draga úr bílanotkun svo fátt eitt sé nefnt. „Það er mjög gaman að velta fyrir sér hvers vegna eru börnin að tala um tiltekin mál. Það er mjög mikilvægt að við gerum það og veltum því fyrir okkur hvernig getum við brugðist við. Er ástæða til að breyta til dæmis einhverju í skólanum. Gefa þeim meiri tök á að gera heimavinnu í skólanum. Skapa meira rými þar og svo framvegis,“ segir Salvör Nordal.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mannréttindi Barnavernd Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira