Barnaþingsmenn vilja breytingar á skólakerfinu Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2020 19:00 Fulltrúar á Barnaþingi ályktuðu um allt milli himins og jarðar eins og fram kemur í nýrri skýrslu um þingið. Vísir/Vilhelm Þingfulltrúar á Barnaþingi leggja meðal annars til að dregið verði úr heimanámi og stuðningur til þess aukinn innan skólanna. Þá leggur barnaþing mikla áherslu á umhverfisvernd og að frítt verði í strætó. Skýrsla um niðurstöður tveggja daga Barnaþings í nóvember er komin út og verður afhent ríkisstórn á morgun. Embætti umboðsmanns barna stóð fyrir þessu fyrsta Barnaþingi sem halda á annað hvert ár samkvæmt lögum. Börnin vilja meðal annars að skólamáltíðir kosti ekki mikið og gætt sé hreinlætis við eldamennskuna. Þau vilja skipuleggja stundatöfluna betur og að skólinn verði opinn klukkutíma lengur þar sem börn fái aðstoð við heimanámið og dregið verði úr því. Salvör Nordal segir barnaþingsfulltrúa greinilega fylgjast mjög vel með umræðum og fréttum um hin fjölbreyttustu mál. Hlusta eigi eftir tillögum þeirra.Vísir Salvör Nordal umboðsmaður barna segir niðurstöður þingsins sýna að þingfulltrúar, sem voru á aldrinum ellefu til fimmtán ára, hafi mjög breitt áhugasvið. „Allt frá vinum, gæludýrum og fjölskyldumál eru mjög mikilvæg. Skólamálin eru auðvitað mikilvæg og yfir í heimsmálin. Þau ræddu stöðu flóttamanna, stríð og frið í heiminum og slíka hluti. Þannig að þau hafa áhuga á öllu,“ segir Salvör. Eins og kemur skýrt fram í tillögum þeirra; um að kennd verði frumkvöðlahugsun og að koma skoðunum sínum á framfæri og að bjarga fólki. Þá er barnaþing þeirrar skoðunar að kenna eigi táknmál og að allir fái að vera þeir sjálfir, jöfn laun fyrir konur og karla, hætt verði að nota plast og framleiða hluti á óumhverfisvænan hátt. Andleg heilsa er jafn mikilvæg og líkamleg segja þingfulltrúar, meiri tími gefist með vinum og fjölskyldu og frítt verði í strætó fyrir alla til að draga úr bílanotkun svo fátt eitt sé nefnt. „Það er mjög gaman að velta fyrir sér hvers vegna eru börnin að tala um tiltekin mál. Það er mjög mikilvægt að við gerum það og veltum því fyrir okkur hvernig getum við brugðist við. Er ástæða til að breyta til dæmis einhverju í skólanum. Gefa þeim meiri tök á að gera heimavinnu í skólanum. Skapa meira rými þar og svo framvegis,“ segir Salvör Nordal. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mannréttindi Barnavernd Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Þingfulltrúar á Barnaþingi leggja meðal annars til að dregið verði úr heimanámi og stuðningur til þess aukinn innan skólanna. Þá leggur barnaþing mikla áherslu á umhverfisvernd og að frítt verði í strætó. Skýrsla um niðurstöður tveggja daga Barnaþings í nóvember er komin út og verður afhent ríkisstórn á morgun. Embætti umboðsmanns barna stóð fyrir þessu fyrsta Barnaþingi sem halda á annað hvert ár samkvæmt lögum. Börnin vilja meðal annars að skólamáltíðir kosti ekki mikið og gætt sé hreinlætis við eldamennskuna. Þau vilja skipuleggja stundatöfluna betur og að skólinn verði opinn klukkutíma lengur þar sem börn fái aðstoð við heimanámið og dregið verði úr því. Salvör Nordal segir barnaþingsfulltrúa greinilega fylgjast mjög vel með umræðum og fréttum um hin fjölbreyttustu mál. Hlusta eigi eftir tillögum þeirra.Vísir Salvör Nordal umboðsmaður barna segir niðurstöður þingsins sýna að þingfulltrúar, sem voru á aldrinum ellefu til fimmtán ára, hafi mjög breitt áhugasvið. „Allt frá vinum, gæludýrum og fjölskyldumál eru mjög mikilvæg. Skólamálin eru auðvitað mikilvæg og yfir í heimsmálin. Þau ræddu stöðu flóttamanna, stríð og frið í heiminum og slíka hluti. Þannig að þau hafa áhuga á öllu,“ segir Salvör. Eins og kemur skýrt fram í tillögum þeirra; um að kennd verði frumkvöðlahugsun og að koma skoðunum sínum á framfæri og að bjarga fólki. Þá er barnaþing þeirrar skoðunar að kenna eigi táknmál og að allir fái að vera þeir sjálfir, jöfn laun fyrir konur og karla, hætt verði að nota plast og framleiða hluti á óumhverfisvænan hátt. Andleg heilsa er jafn mikilvæg og líkamleg segja þingfulltrúar, meiri tími gefist með vinum og fjölskyldu og frítt verði í strætó fyrir alla til að draga úr bílanotkun svo fátt eitt sé nefnt. „Það er mjög gaman að velta fyrir sér hvers vegna eru börnin að tala um tiltekin mál. Það er mjög mikilvægt að við gerum það og veltum því fyrir okkur hvernig getum við brugðist við. Er ástæða til að breyta til dæmis einhverju í skólanum. Gefa þeim meiri tök á að gera heimavinnu í skólanum. Skapa meira rými þar og svo framvegis,“ segir Salvör Nordal.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mannréttindi Barnavernd Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira