Bein útsending: Radiohead afhjúpar 14 ára upptöku af goðsagnakenndum tónleikum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2020 21:02 Radiohead í vinnunni. Vísir/Getty Breska hljómsveitin Radiohead hefur haldið aðdáendum sínum uppteknum undanfarnar vikur með því að streyma gömlum tónleikaupptökum í beinni útsendingu á netinu. Nú er komið að fjórtán ára gömlum tónleikum sem öðlasta hafa goðsagnakenndan sess í hjörtum aðdáenda sveitarinnar, sem og hljómsveitarmeðlimana sjálfra. Um er að ræða tónleika sem haldnir voru á Boonaroo tónleikahátíðinni í Bandaríkjunum árið 2006. Á tónleikunum prufukeyrði hljómsveitin nýtt efni sem átti eftir að birtast á In Rainbows, sjöundu breiðskífu hljómsveitarinnar, auk eldra efnis. Sveitin var einstaklega vel upplögð þetta kvöld og um algjörlega magnaða tónleika er að ræða. Raunar hafa hljómsveitarmeðlimir sjálfir sagt að tónleikarnir sem um ræðir séu afar ofarlega á lista yfir þá bestu sem hljómsveitin hefur haldið, í það minnsta í Bandaríkjunum. Aðdáendur hafa í gegnum tíðina getað nálgast upptöku af tónleikunum eftir ýmsum krókaleiðum en nú birtir hljómsveitin tónleikana í heild sinni og segir gítarleikarinn Jonny Greenwood að þeim hafi meira að segja tekist að grafa upp glænýja hljóðupptöku frá tónleikunum sem sé betri en nokkru sinni fyrr. Horfa má á tónleikana hér að neðan. Tónlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Breska hljómsveitin Radiohead hefur haldið aðdáendum sínum uppteknum undanfarnar vikur með því að streyma gömlum tónleikaupptökum í beinni útsendingu á netinu. Nú er komið að fjórtán ára gömlum tónleikum sem öðlasta hafa goðsagnakenndan sess í hjörtum aðdáenda sveitarinnar, sem og hljómsveitarmeðlimana sjálfra. Um er að ræða tónleika sem haldnir voru á Boonaroo tónleikahátíðinni í Bandaríkjunum árið 2006. Á tónleikunum prufukeyrði hljómsveitin nýtt efni sem átti eftir að birtast á In Rainbows, sjöundu breiðskífu hljómsveitarinnar, auk eldra efnis. Sveitin var einstaklega vel upplögð þetta kvöld og um algjörlega magnaða tónleika er að ræða. Raunar hafa hljómsveitarmeðlimir sjálfir sagt að tónleikarnir sem um ræðir séu afar ofarlega á lista yfir þá bestu sem hljómsveitin hefur haldið, í það minnsta í Bandaríkjunum. Aðdáendur hafa í gegnum tíðina getað nálgast upptöku af tónleikunum eftir ýmsum krókaleiðum en nú birtir hljómsveitin tónleikana í heild sinni og segir gítarleikarinn Jonny Greenwood að þeim hafi meira að segja tekist að grafa upp glænýja hljóðupptöku frá tónleikunum sem sé betri en nokkru sinni fyrr. Horfa má á tónleikana hér að neðan.
Tónlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira