Danir þurfa að bíða fram í ágúst eftir ræktinni, djamminu og laugunum Atli Ísleifsson skrifar 8. maí 2020 10:05 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti fyrirhugaðar tilslakanir í morgun. EPA Dönsk stjórnvöld kynntu í morgun hvernig slakað verði á aðgerðum og takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar á næstu dögum, vikum og mánuðum. Í „fasa 2“, sem tekur gildi á næstu dögum, verður verslunum, veitingastöðum og skólum heimilt að opna á ný. Landamæri verða þó áfram lokuð og minnir forsætisráðherrann Mette Frederiksen á að hættan sé ekki liðin hjá. Verslanir í Danmörku fá að opna á nú núna á mánudaginn og viku síðar geta nemendur á efri stigum grunnskóla snúið aftur í skólann. Sama dag, það er 18. maí, geta veitingastaðir og kaffihús opnað á ný. Sömu sögu er að segja af kirkjum og bókasöfnum. Ekki hægt að semja Frederiksen segir að áfram verði þó takmarkanir á opnunartíma og sömuleiðis þurfi að tryggja fjarlægð milli fólks. „Ástandið er enn alvarlegt. Þetta er veira sem ekki er hægt að semja við,“ segir Frederiksen. Reikna þurfi með að smitum muni fjölga samhliða því að samfélagið verði opnað á ný. Tilkynning um þennan „fasa 2“ kemur í kjölfar samkomulags milli ríkisstjórnarflokkanna og annarra flokka á danska þinginu. Ekki var meirihluti fyrir því að opna landamærin á ný, en stjórnin hyggst tilkynna um hvernig slíkt yrði háttað eigi síðar en 1. júní. Enn um sinn mega ekki fleiri en tíu koma saman í landinu. „Hvað sem við gerum þá verðum við að láta það vera að koma mörg saman. Það er þar sem veiran dreifist.“ Menningarstofnanir mega opna 8. júní Í „fasa 3“ verður menningarstofnunum og háskólunum meðal annars heimilt að opna, og þá verður slakað á samkomubanni þannig að eigi fleiri en 30 til 50 manns mega koma saman. Er þar miðað við 8. júní. Í „fasa 4“, um miðjan ágúst verður svo heimilt að opna líkamsræktarstöðvar, sundlaugar, skemmtistaðir og ýmsa aðra starfsemi. Til samanburðar opna sundlaugarnar hér á landi 18. maí og líkamsræktarstöðvar viku síðar. Allt þó með einhverjum fjöldatakmörkunum. Alls hafa um 10 þúsund smit verið skráð í Danmörku og eru 514 dauðsföll rakin til covid-19, fimmtíu sinnum fleiri en hér á landi þar sem tíu hafa látist af völdum veirunnar. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Dönsk stjórnvöld kynntu í morgun hvernig slakað verði á aðgerðum og takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar á næstu dögum, vikum og mánuðum. Í „fasa 2“, sem tekur gildi á næstu dögum, verður verslunum, veitingastöðum og skólum heimilt að opna á ný. Landamæri verða þó áfram lokuð og minnir forsætisráðherrann Mette Frederiksen á að hættan sé ekki liðin hjá. Verslanir í Danmörku fá að opna á nú núna á mánudaginn og viku síðar geta nemendur á efri stigum grunnskóla snúið aftur í skólann. Sama dag, það er 18. maí, geta veitingastaðir og kaffihús opnað á ný. Sömu sögu er að segja af kirkjum og bókasöfnum. Ekki hægt að semja Frederiksen segir að áfram verði þó takmarkanir á opnunartíma og sömuleiðis þurfi að tryggja fjarlægð milli fólks. „Ástandið er enn alvarlegt. Þetta er veira sem ekki er hægt að semja við,“ segir Frederiksen. Reikna þurfi með að smitum muni fjölga samhliða því að samfélagið verði opnað á ný. Tilkynning um þennan „fasa 2“ kemur í kjölfar samkomulags milli ríkisstjórnarflokkanna og annarra flokka á danska þinginu. Ekki var meirihluti fyrir því að opna landamærin á ný, en stjórnin hyggst tilkynna um hvernig slíkt yrði háttað eigi síðar en 1. júní. Enn um sinn mega ekki fleiri en tíu koma saman í landinu. „Hvað sem við gerum þá verðum við að láta það vera að koma mörg saman. Það er þar sem veiran dreifist.“ Menningarstofnanir mega opna 8. júní Í „fasa 3“ verður menningarstofnunum og háskólunum meðal annars heimilt að opna, og þá verður slakað á samkomubanni þannig að eigi fleiri en 30 til 50 manns mega koma saman. Er þar miðað við 8. júní. Í „fasa 4“, um miðjan ágúst verður svo heimilt að opna líkamsræktarstöðvar, sundlaugar, skemmtistaðir og ýmsa aðra starfsemi. Til samanburðar opna sundlaugarnar hér á landi 18. maí og líkamsræktarstöðvar viku síðar. Allt þó með einhverjum fjöldatakmörkunum. Alls hafa um 10 þúsund smit verið skráð í Danmörku og eru 514 dauðsföll rakin til covid-19, fimmtíu sinnum fleiri en hér á landi þar sem tíu hafa látist af völdum veirunnar.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira