Johan Cruyff varnarmannanna er sextugur í dag og fékk kveðju frá öllum hetjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2020 17:00 Franco Baresi lyftir bikarnum eftir að AC Milan vann Evrópukeppni meistaraliða á Nývangi 24. maí 1989. Getty/Alessandro Sabattini Franco Baresi, fyrirliði hins magnaða AC Milan liðs á níunda og tíunda áratugnum, heldur upp á sextugsafmælið sitt í dag. Hann fæddist 8. maí 1960. AC Milan fékk allar hetjur ítalska fótboltans á níunda og tíunda áratugnum til að senda „Il Capitano“ kveðju í tilefni dagsins. Sumir voru hugmyndaríkari og skemmtilegri en aðrir. Það er ekki aðeins gaman að sjá kveðjurnar heldur einnig að sjá hvernig þessir heimsfrægu fótboltamenn, frá síðustu öld, líta út í dag. Happy 6 0th birthday to our forever Captain, @FBaresi! Il 6 sulle spalle per una vita, tutta a tinte rossonere Buon 6 0° compleanno, Capitano!#SempreMilan pic.twitter.com/k5P19JQFBY— AC Milan (@acmilan) May 8, 2020 Þarna voru menn eins og Paolo Maldini, Alessandro Costacurta, Carlo Ancelotti, Roberto Donadoni og Roberto Baggio svo einhverji séu nefndir en líka Hollendingarnir Marco van Basten og Frank Rijkaard. Marcel Desailly og Roberto Baggio sendu honum líka kveðju sem og George Weah, sem spilaði með Baresi en er nú forseti Líberíu. Weah sendi kveðjuna úr sjálfum forsetastólnum. Það tala allir um fyrirliðann sinn en Franco Baresi var mikill leiðtogi hjá bæði AC Milan og ítalska landsliðinu. Happy 60th Birthday, Franco Baresi! 6x Serie A 4x Supercoppa Italiana 3x Champions League 2x Super Cup 1x World Cup The man who played 196 games with Paolo Maldini in a centre back paring & conceded just 23 goals. That's just 1 goal every 8.5 games. pic.twitter.com/xra8d07gaY— Oddschanger (@Oddschanger) May 8, 2020 Marco van Basten lofar hann líka mikið og það vegur vissulega þungt þegar Hollendingur kallar þig „Johan Cruyff varnarmannanna“ eins og Van Basten sagði um Franco Baresi í kveðju sinni. Franco Baresi spilaði allan feril sinn með AC Milan, frá 1977 til 1997, og lék yfir 700 leiki fyrir félagið. Hann var fyrirliði liðsins á fimmtán af þessum tuttugu tímabilum sem er magnað. Franco Baresi varð sex sinnum ítalskur meistari með AC Milan og vann Evrópukeppni meistaraliða þrisvar sinnum með félaginu. Franco Baresi spilaði alltaf í treyju númer sex og þegar hann hætti árið 1997 þá tók félagið þá ákvörðun að taka númerið úr notkun til heiðurs honum. Hér fyrir neðan má sjá kveðjurnar sem Franco Baresi fékk í dag. watch on YouTube Ítalski boltinn Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira
Franco Baresi, fyrirliði hins magnaða AC Milan liðs á níunda og tíunda áratugnum, heldur upp á sextugsafmælið sitt í dag. Hann fæddist 8. maí 1960. AC Milan fékk allar hetjur ítalska fótboltans á níunda og tíunda áratugnum til að senda „Il Capitano“ kveðju í tilefni dagsins. Sumir voru hugmyndaríkari og skemmtilegri en aðrir. Það er ekki aðeins gaman að sjá kveðjurnar heldur einnig að sjá hvernig þessir heimsfrægu fótboltamenn, frá síðustu öld, líta út í dag. Happy 6 0th birthday to our forever Captain, @FBaresi! Il 6 sulle spalle per una vita, tutta a tinte rossonere Buon 6 0° compleanno, Capitano!#SempreMilan pic.twitter.com/k5P19JQFBY— AC Milan (@acmilan) May 8, 2020 Þarna voru menn eins og Paolo Maldini, Alessandro Costacurta, Carlo Ancelotti, Roberto Donadoni og Roberto Baggio svo einhverji séu nefndir en líka Hollendingarnir Marco van Basten og Frank Rijkaard. Marcel Desailly og Roberto Baggio sendu honum líka kveðju sem og George Weah, sem spilaði með Baresi en er nú forseti Líberíu. Weah sendi kveðjuna úr sjálfum forsetastólnum. Það tala allir um fyrirliðann sinn en Franco Baresi var mikill leiðtogi hjá bæði AC Milan og ítalska landsliðinu. Happy 60th Birthday, Franco Baresi! 6x Serie A 4x Supercoppa Italiana 3x Champions League 2x Super Cup 1x World Cup The man who played 196 games with Paolo Maldini in a centre back paring & conceded just 23 goals. That's just 1 goal every 8.5 games. pic.twitter.com/xra8d07gaY— Oddschanger (@Oddschanger) May 8, 2020 Marco van Basten lofar hann líka mikið og það vegur vissulega þungt þegar Hollendingur kallar þig „Johan Cruyff varnarmannanna“ eins og Van Basten sagði um Franco Baresi í kveðju sinni. Franco Baresi spilaði allan feril sinn með AC Milan, frá 1977 til 1997, og lék yfir 700 leiki fyrir félagið. Hann var fyrirliði liðsins á fimmtán af þessum tuttugu tímabilum sem er magnað. Franco Baresi varð sex sinnum ítalskur meistari með AC Milan og vann Evrópukeppni meistaraliða þrisvar sinnum með félaginu. Franco Baresi spilaði alltaf í treyju númer sex og þegar hann hætti árið 1997 þá tók félagið þá ákvörðun að taka númerið úr notkun til heiðurs honum. Hér fyrir neðan má sjá kveðjurnar sem Franco Baresi fékk í dag. watch on YouTube
Ítalski boltinn Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira