Guðni náði lágmarkinu á klukkustund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2020 17:54 Guðni Th. Jóhannesson í Reykjavíkurmaraþoninu 2018. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur safnað þeim undirskriftum sem forsetaefni þarf að hafa til að vera gjaldgengur í framboð. Forsetinn tilkynnti um að söfnunin væri hafin í hádeginu. Jóhannes Jóhannesson, bróður forsetans sem er hluti af framboðsteyminu, segir á Facebook að lágmarksfjöldi hafi náðst um klukkustund eftir að söfnun hófst. Hámarksfjöldi sem má skila náðist svo um fjögurleytið eða fjórum klukkustundum eftir að söfnunin hófst. Undirskriftasöfnun er rafræn í ár vegna kórónuveirufaraldursins. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1.500 kosningabærra manna, en mest 3.000, sem skiptist þannig eftir landsfjórðungum: Úr Sunnlendingafjórðungi : Að lágmarki 1.224 og hámarki 2.448 Úr Vestfirðingafjórðungi: Að lágmarki 59 og hámarki 117 Úr Norðlendingafjórðungi: Að lágmarki 160 og hámarki 320 Úr Austfirðingafjórðungi: Að lágmarki 57 og hámarki 115 Auk Guðna hafa Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín og Arngrímur Friðrik Pálmason hafið rafræna undirskriftasöfnun. Það á eftir að koma í ljós hvort fyrrnefndir þrír nái lágmarksfjölda undirskrifta, haldi framboðinu til streitu eða hvort aðrir bjóði sig einnig fram áður en frestur til að skila inn framboðum rennur út. Bjóði enginn annar en Guðni sig fram segja lögin um framboð og kjör forseta Íslands í 12. grein: „Nú hefur aðeins einn maður verið í kjöri til forsetaembættisins, og er hann þá rétt kjörinn forseti Íslands án atkvæðagreiðslu, enda fullnægi hann kjörgengisskilyrðum. Gefur Hæstiréttur út kjörbréf handa honum þegar að liðnum framboðsfresti.“ Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur safnað þeim undirskriftum sem forsetaefni þarf að hafa til að vera gjaldgengur í framboð. Forsetinn tilkynnti um að söfnunin væri hafin í hádeginu. Jóhannes Jóhannesson, bróður forsetans sem er hluti af framboðsteyminu, segir á Facebook að lágmarksfjöldi hafi náðst um klukkustund eftir að söfnun hófst. Hámarksfjöldi sem má skila náðist svo um fjögurleytið eða fjórum klukkustundum eftir að söfnunin hófst. Undirskriftasöfnun er rafræn í ár vegna kórónuveirufaraldursins. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1.500 kosningabærra manna, en mest 3.000, sem skiptist þannig eftir landsfjórðungum: Úr Sunnlendingafjórðungi : Að lágmarki 1.224 og hámarki 2.448 Úr Vestfirðingafjórðungi: Að lágmarki 59 og hámarki 117 Úr Norðlendingafjórðungi: Að lágmarki 160 og hámarki 320 Úr Austfirðingafjórðungi: Að lágmarki 57 og hámarki 115 Auk Guðna hafa Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín og Arngrímur Friðrik Pálmason hafið rafræna undirskriftasöfnun. Það á eftir að koma í ljós hvort fyrrnefndir þrír nái lágmarksfjölda undirskrifta, haldi framboðinu til streitu eða hvort aðrir bjóði sig einnig fram áður en frestur til að skila inn framboðum rennur út. Bjóði enginn annar en Guðni sig fram segja lögin um framboð og kjör forseta Íslands í 12. grein: „Nú hefur aðeins einn maður verið í kjöri til forsetaembættisins, og er hann þá rétt kjörinn forseti Íslands án atkvæðagreiðslu, enda fullnægi hann kjörgengisskilyrðum. Gefur Hæstiréttur út kjörbréf handa honum þegar að liðnum framboðsfresti.“
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent