Kvíði og ótti vegna óvissunnar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. maí 2020 22:00 Margrét Gauja greindist með kórónuveiruna í mars og segist langt frá því að hafa náð fullum bata. vísir/sigurjón Ekkert nýtt kórónuveirusmit greindist síðasta sólarhringinn, yfir 1800 manns hafa greinst með veiruna en einungis 26 eru skráðir með virk smit í dag. En það eru ekki allir komnir með fulla heilsu þótt þeir séu lausir úr einangrun. Margrét Gauja er ein þeirra. Hún greindist með veiruna í mars og var í einangrun í fjórar vikur. Hún losnaði úr einangrun fyrir tveimur vikum en er ekki orðin fullhraust. „Ef ég hreyfi mig eitthvað, þá er ég ekki að tala um skokk eða heilan jógatíma, heldur bara ef ég tek of mikið til eða er of mikið að stússast, þá vakna ég veik daginn eftir,“ segir Margrét. Hún finnur þá fyrir „almennum covi ömurlegheitum“ eins og hún kemst sjálf að orði. Fær hita, hausverk og flökurleika. „Orkan er líka sveiflukennd. Ég átti frábæran dag í gær og fór þá líklega aðeins fram úr sjálfri mér og er þreytt í dag. Maður er alltaf að reyna að finna milliveginn. Ég er orðin kvíðin fyrir því hvar línan er,“ segir Margrét Gauja og bendir á að ráðið „að taka því rólega“ segi henni lítið enda sé misjafnt eftir fólki hvað það þýði. Eins geti það varla verið hollt að vera í rúminu í fleiri mánuði. „Ég hef fengið covid“ á facebook „Það að hlusta á líkamann virkar heldur ekki vel. Ég fór í göngutúr um daginn og leið svakalega vel í göngutúrnum og fyrst eftir hann en vaknaði daginn eftir mjög veik.“ Lítið er vitað um sjúkdóminn og Margrét segir það eitt það erfiðasta við hann. „Ég er búin að hringja í heimlislækninn minn og fór bara að grenja. Því ég þarf hjálp, eitthvað plan, áætlun og leiðbeiningar um hvernig ég eigi að takast á við þetta og koma mér aftur í gang.“ Margrét Gauja er ekki ein í þessum sporum. Þrjú hundruð Íslendingar eru í facebook-hópnum Við fengum covid. Þar eru þessi mál rædd og sérstaklega óvissan í kringum sjúkdómseinkenni, hversu lengi þau muni finna fyrir þeim og fylgikvilla. „Þetta er rauða línan í samskiptum í hópnum. Þessi kvíði og ótti af því að við vitum ekki neitt - það gerir þetta ástand ekki þægilegra.“ Margrét segist þurfa ráð enda hafi hún aldrei veikst svona. „Ég vil bara gera þetta rétt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Ekkert nýtt kórónuveirusmit greindist síðasta sólarhringinn, yfir 1800 manns hafa greinst með veiruna en einungis 26 eru skráðir með virk smit í dag. En það eru ekki allir komnir með fulla heilsu þótt þeir séu lausir úr einangrun. Margrét Gauja er ein þeirra. Hún greindist með veiruna í mars og var í einangrun í fjórar vikur. Hún losnaði úr einangrun fyrir tveimur vikum en er ekki orðin fullhraust. „Ef ég hreyfi mig eitthvað, þá er ég ekki að tala um skokk eða heilan jógatíma, heldur bara ef ég tek of mikið til eða er of mikið að stússast, þá vakna ég veik daginn eftir,“ segir Margrét. Hún finnur þá fyrir „almennum covi ömurlegheitum“ eins og hún kemst sjálf að orði. Fær hita, hausverk og flökurleika. „Orkan er líka sveiflukennd. Ég átti frábæran dag í gær og fór þá líklega aðeins fram úr sjálfri mér og er þreytt í dag. Maður er alltaf að reyna að finna milliveginn. Ég er orðin kvíðin fyrir því hvar línan er,“ segir Margrét Gauja og bendir á að ráðið „að taka því rólega“ segi henni lítið enda sé misjafnt eftir fólki hvað það þýði. Eins geti það varla verið hollt að vera í rúminu í fleiri mánuði. „Ég hef fengið covid“ á facebook „Það að hlusta á líkamann virkar heldur ekki vel. Ég fór í göngutúr um daginn og leið svakalega vel í göngutúrnum og fyrst eftir hann en vaknaði daginn eftir mjög veik.“ Lítið er vitað um sjúkdóminn og Margrét segir það eitt það erfiðasta við hann. „Ég er búin að hringja í heimlislækninn minn og fór bara að grenja. Því ég þarf hjálp, eitthvað plan, áætlun og leiðbeiningar um hvernig ég eigi að takast á við þetta og koma mér aftur í gang.“ Margrét Gauja er ekki ein í þessum sporum. Þrjú hundruð Íslendingar eru í facebook-hópnum Við fengum covid. Þar eru þessi mál rædd og sérstaklega óvissan í kringum sjúkdómseinkenni, hversu lengi þau muni finna fyrir þeim og fylgikvilla. „Þetta er rauða línan í samskiptum í hópnum. Þessi kvíði og ótti af því að við vitum ekki neitt - það gerir þetta ástand ekki þægilegra.“ Margrét segist þurfa ráð enda hafi hún aldrei veikst svona. „Ég vil bara gera þetta rétt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira