Sér ekki fyrir endann á deilu sveitarfélaganna og Eflingar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. maí 2020 11:19 Inga Rún Ólafsdóttir er formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. ARNAR HALLDÓRSSON Formaður samninganefndar sambands íslenskra sveitarfélaga segist ekki sjá fyrir endann á deilu sambandsins og Eflingar. Hlé var gert á viðræðum á sjötta tímanum í gær og hófust viðræður á ný klukkan 10 í morgun. Samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga hittust í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 10 í morgun. Formaður Eflingar segir félagið halda kröfu sinni til streitu. „Við erum bara með þessa kröfu sem allir hljóta að vera farnir að þekkja mjög vel, það er að fá sömu leiðréttingu og við náðum í samningum við Reykjavíkurborg og ríkið,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar,ARNAR HALLDÓRSSON Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sagt kröfur Eflingar langt fram úr hófi og umfram hækkanir annarra bæjarastarfsmanna. Hvernig gekk fundurinn í gær, var hann árangurslaus? „Nei hann var alls ekki árangurslaus. Við áttum góða fundi í gær og viðhöldum áfram í dag og vonum það besta,“ sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samninganefnd sveitarfélaganna fundar.ARNAR HALLDÓRSSON Verkfall á þriðja hundrað félagsmanna Eflingar hjá Kópavogsbæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hófst á þriðjudag. Verkfallið hefur meðal annars haft mikil áhrif á starfsemi grunn- og leikskóla í bæjarfélögunum. Lítill árangur hefur náðst á samningafundum í deilunni hingaðtil en samningar hafa verið lausir í rúmt ár. „Það eru allir að ræða saman og auðvitað verðum við að finna lausnir og sameiginlegar lausnir. Það er vinnan,“ sagði Inga Rún. Sérð þú fyrir endann á þessu? „Ekki ennþá en við höldum bara áfram að vinna í dag og vonum það besta,“ sagði Inga Rún. Verkföll 2020 Kjaramál Skóla - og menntamál Kópavogur Tengdar fréttir Deilan í algjörum hnút vegna samninga Eflingar við Reykjavíkurborg og ríkið Verkfall félagsmanna Eflingar hófst í dag og verður grunn- og leikskólum í Kópavogi lokað á morgun. 5. maí 2020 20:15 Fresta viðræðum Eflingar og sveitarfélaganna til morguns Hlé var gert á fundi samninganefnda Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á sjötta tímanum í dag eftir hátt í átta klukkustunda langa fundarlotu hjá ríkissáttasemjara. Viðræðurnar eru sagðar á viðkvæmu stigi en fundur heldur áfram klukkan tíu í fyrramálið. 9. maí 2020 18:31 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Formaður samninganefndar sambands íslenskra sveitarfélaga segist ekki sjá fyrir endann á deilu sambandsins og Eflingar. Hlé var gert á viðræðum á sjötta tímanum í gær og hófust viðræður á ný klukkan 10 í morgun. Samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga hittust í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 10 í morgun. Formaður Eflingar segir félagið halda kröfu sinni til streitu. „Við erum bara með þessa kröfu sem allir hljóta að vera farnir að þekkja mjög vel, það er að fá sömu leiðréttingu og við náðum í samningum við Reykjavíkurborg og ríkið,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar,ARNAR HALLDÓRSSON Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sagt kröfur Eflingar langt fram úr hófi og umfram hækkanir annarra bæjarastarfsmanna. Hvernig gekk fundurinn í gær, var hann árangurslaus? „Nei hann var alls ekki árangurslaus. Við áttum góða fundi í gær og viðhöldum áfram í dag og vonum það besta,“ sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samninganefnd sveitarfélaganna fundar.ARNAR HALLDÓRSSON Verkfall á þriðja hundrað félagsmanna Eflingar hjá Kópavogsbæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hófst á þriðjudag. Verkfallið hefur meðal annars haft mikil áhrif á starfsemi grunn- og leikskóla í bæjarfélögunum. Lítill árangur hefur náðst á samningafundum í deilunni hingaðtil en samningar hafa verið lausir í rúmt ár. „Það eru allir að ræða saman og auðvitað verðum við að finna lausnir og sameiginlegar lausnir. Það er vinnan,“ sagði Inga Rún. Sérð þú fyrir endann á þessu? „Ekki ennþá en við höldum bara áfram að vinna í dag og vonum það besta,“ sagði Inga Rún.
Verkföll 2020 Kjaramál Skóla - og menntamál Kópavogur Tengdar fréttir Deilan í algjörum hnút vegna samninga Eflingar við Reykjavíkurborg og ríkið Verkfall félagsmanna Eflingar hófst í dag og verður grunn- og leikskólum í Kópavogi lokað á morgun. 5. maí 2020 20:15 Fresta viðræðum Eflingar og sveitarfélaganna til morguns Hlé var gert á fundi samninganefnda Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á sjötta tímanum í dag eftir hátt í átta klukkustunda langa fundarlotu hjá ríkissáttasemjara. Viðræðurnar eru sagðar á viðkvæmu stigi en fundur heldur áfram klukkan tíu í fyrramálið. 9. maí 2020 18:31 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Deilan í algjörum hnút vegna samninga Eflingar við Reykjavíkurborg og ríkið Verkfall félagsmanna Eflingar hófst í dag og verður grunn- og leikskólum í Kópavogi lokað á morgun. 5. maí 2020 20:15
Fresta viðræðum Eflingar og sveitarfélaganna til morguns Hlé var gert á fundi samninganefnda Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á sjötta tímanum í dag eftir hátt í átta klukkustunda langa fundarlotu hjá ríkissáttasemjara. Viðræðurnar eru sagðar á viðkvæmu stigi en fundur heldur áfram klukkan tíu í fyrramálið. 9. maí 2020 18:31
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“