Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Kristján Már Unnarsson skrifar 3. apríl 2020 09:15 Úr Teigsskógi við Þorskafjörð. Vísir/Egill Aðalsteinsson. Ákvörðun samtakanna Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum, ef horft er til athugasemdadálka vestfirska fréttamiðilsins Bæjarins besta. Hvatt er til úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. Ummæli eins og þessi birtust daginn sem Landvernd kynnti kæruna: „Nú þarf þjóðarátak gegn þessum skemmdarverkasamtökum. Nóg komið.“ „Löngu kominn tími til að öfgasamtök á borð við Landvernd og skyld hryðjuverkasamtök séu ábyrg fyrir gerðum sínum.“ „Þetta er nú meira skíta pakkið.“ Hér sést veglínan um Teigsskóg ásamt þverun í innanverðum Þorskafirði.Grafík/Vegagerðin. Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, sá sig knúinn til að koma sjónarmiðum samtakanna á framfæri í Bæjarins besta með grein, sem birtist í fyrradag. Hann segir meðal annars: „Teigsskógur er stærsta samfellda skóglendi á Vestfjörðum. Hann er óslitinn frá fjöru og upp í hlíðar og myndar einstakt samspil með leirum og grunnsævi. Báðar þessar vistgerðir, birkiskógurinn og leirurnar, njóta verndar Náttúruverndarlaga. Þá er svæðið allt verndað með sérlögum um Breiðafjörð og áhrifasvæði framkvæmdanna eru á náttúruminjaskrá. Vegurinn sem er kærður spillir þessum verðmætum og er ósamrýmanlegur framangreindum verndunarákvæðum.“ Tryggvi sagði ennfremur að svo virtist sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hafi verið þvinguð til að gefa út framkvæmdaleyfið. Formanni Landverndar var svarað með annarri holskeflu athugasemda frá lesendum: „Þið kjánarnir hjá þessum niðurrifssamtökum, sem þið kallið Landvernd, ættuð.. að skammast ykkar.“ „…hafa haldið framþróun á þessu svæði í gíslingu í áratugi. Megið þið hafa mikla skömm fyrir landverndarfólk.“ „Landskemmd væri réttnefni þessara hryðjuverkasamtaka.“ Einn lesandi minnti á ályktun Skógræktarfélags Íslands og vestfirskra skógræktarfélaga þar sem rök um verndun skógarins eru sögð yfirvarp. Sjá hér: Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Annar sagðist hafa heyrt að í Arnarfirði mætti finna bæði víðfeðmari og hávaxnari skóg. Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og yfir innanverðan Þorskafjörð á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. Þá er Landvernd sögð kæra til að fá jarðgöng: „Þeim er skítsama þótt töf verði á jarðgöngum í 30 ár.“ Sjá einnig hér: Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Umræðan hélt enn áfram í gær með frétt BB: „Reykhólar: Mótmæla harðlega Landvernd.“ Þar segir að sveitarstjórn Reykhólahrepps hafi hist á aukafundi vegna kæru Landverndar og gert sérstaka samþykkt þar sem því er hafnað að Vegagerðin hafi beitt þvingun. Teigsskógur Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33 Framkvæmdaleyfi vegar um Teigsskóg auglýst Reykhólahreppur hefur formlega auglýst framkvæmdaleyfi um hinn umdeilda Teigsskóg. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. 17. mars 2020 08:52 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Ákvörðun samtakanna Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum, ef horft er til athugasemdadálka vestfirska fréttamiðilsins Bæjarins besta. Hvatt er til úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. Ummæli eins og þessi birtust daginn sem Landvernd kynnti kæruna: „Nú þarf þjóðarátak gegn þessum skemmdarverkasamtökum. Nóg komið.“ „Löngu kominn tími til að öfgasamtök á borð við Landvernd og skyld hryðjuverkasamtök séu ábyrg fyrir gerðum sínum.“ „Þetta er nú meira skíta pakkið.“ Hér sést veglínan um Teigsskóg ásamt þverun í innanverðum Þorskafirði.Grafík/Vegagerðin. Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, sá sig knúinn til að koma sjónarmiðum samtakanna á framfæri í Bæjarins besta með grein, sem birtist í fyrradag. Hann segir meðal annars: „Teigsskógur er stærsta samfellda skóglendi á Vestfjörðum. Hann er óslitinn frá fjöru og upp í hlíðar og myndar einstakt samspil með leirum og grunnsævi. Báðar þessar vistgerðir, birkiskógurinn og leirurnar, njóta verndar Náttúruverndarlaga. Þá er svæðið allt verndað með sérlögum um Breiðafjörð og áhrifasvæði framkvæmdanna eru á náttúruminjaskrá. Vegurinn sem er kærður spillir þessum verðmætum og er ósamrýmanlegur framangreindum verndunarákvæðum.“ Tryggvi sagði ennfremur að svo virtist sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hafi verið þvinguð til að gefa út framkvæmdaleyfið. Formanni Landverndar var svarað með annarri holskeflu athugasemda frá lesendum: „Þið kjánarnir hjá þessum niðurrifssamtökum, sem þið kallið Landvernd, ættuð.. að skammast ykkar.“ „…hafa haldið framþróun á þessu svæði í gíslingu í áratugi. Megið þið hafa mikla skömm fyrir landverndarfólk.“ „Landskemmd væri réttnefni þessara hryðjuverkasamtaka.“ Einn lesandi minnti á ályktun Skógræktarfélags Íslands og vestfirskra skógræktarfélaga þar sem rök um verndun skógarins eru sögð yfirvarp. Sjá hér: Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Annar sagðist hafa heyrt að í Arnarfirði mætti finna bæði víðfeðmari og hávaxnari skóg. Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og yfir innanverðan Þorskafjörð á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. Þá er Landvernd sögð kæra til að fá jarðgöng: „Þeim er skítsama þótt töf verði á jarðgöngum í 30 ár.“ Sjá einnig hér: Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Umræðan hélt enn áfram í gær með frétt BB: „Reykhólar: Mótmæla harðlega Landvernd.“ Þar segir að sveitarstjórn Reykhólahrepps hafi hist á aukafundi vegna kæru Landverndar og gert sérstaka samþykkt þar sem því er hafnað að Vegagerðin hafi beitt þvingun.
Teigsskógur Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33 Framkvæmdaleyfi vegar um Teigsskóg auglýst Reykhólahreppur hefur formlega auglýst framkvæmdaleyfi um hinn umdeilda Teigsskóg. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. 17. mars 2020 08:52 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33
Framkvæmdaleyfi vegar um Teigsskóg auglýst Reykhólahreppur hefur formlega auglýst framkvæmdaleyfi um hinn umdeilda Teigsskóg. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. 17. mars 2020 08:52