Bretum enn sagt að halda sig heima en byrjað að slaka á hömlum Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2020 19:05 Boris Johnson ávarpaði bresku þjóðina frá Downing-stræti 10 í kvöld. Þar lýsti hann skilyrtum áformum um að slaka á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/EPA Tilmælum um að Bretar haldi sig heima verður ekki aflétt strax en byrjað verður að slaka á ýmsum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins þegar í þessari viku. Þetta sagði Boris Johnson, forsætisráðherra, í ávarpi til breska þjóðarinnar í kvöld. Johnson sagði ekki tímabært að hætta tilmælunum um að fólk haldi sig heima í þessari viku. Hann talaði hins vegar um að fólk yrði sagt að hafa varan á sér frekar en að halda sig heima. Þannig ætti nú að hvetja fólk sem ekki getur unnið heima til að mæta til vinnu en forðast almenningssamgöngur. Frá og með miðvikudegi verður fólk leyft að stunda eins mikla líkamsrækt utandyra og því lystir, fara í garða og ferðast til að stunda íþróttir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fram að þessu hafa Bretar aðeins mátt hreyfa sig utandyra einu sinni á dag í næsta nágrenni sínu og sagt að halda sig frá almenningsgörðum. Skólar gætu verið opnaðir um mánaðamótin í fyrsta lagi, fyrst grunnskólar. Ákveðnir hlutar þjónustugeirans og verslanir gætu fengið að opna í júlí og flugfarþegar sem koma til landsins þurfa að gangast undir sóttkví. Tekið verður upp viðbragðsstigakerfi í fimm stigum um hættu vegna faraldursins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar segja að ný skilaboð hennar um að fólk hafi varan á séu of óljós. Johnson sagðist þó ekki myndu hika við að koma takmörkunum aftur á leiði tilslakanir til fjölgunar smita. Aflétting takmarkana sem Johnson lýsti gilda aðeins fyrir England en hann hvatti heimastjórnir Wales, Skotlands og Norður-Írlands til þess að fara sömu leið. Að sögn Reuters-fréttastofunnar er þó ekki einhugur um það. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, segir þannig að þar verði fólki enn sagt að halda sig heima frekar en að gæta aðeins að sér. Í London segir Sadiq Khan, borgarstjóri, að tilmæli um félagsforðun verði áfram í gildi. Borgarbúar ættu enn að halda sig eins mikið heima hjá sér og hægt er, forðast almenningssamgöngur og vinna heima hjá sér ef þeir geta. Bretland er á meðal þeirra landa sem hafa orðið einna verst úti í faraldrinum. Þar hafa tæplega 32.000 manns látið lífið. Aðeins hafa fleiri látist í Bandaríkjunum samkvæmt opinberum tölum. Langflest tilfellin og dauðsföllin hafa verið á Englandi. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flugfarþegar í fjórtán daga sóttkví við komuna til Bretlands Allir sem koma til Bretlands með flugi munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví, nema þeir farþegar sem koma frá Írlandi 9. maí 2020 09:52 Sex vikna ungbarn lést af völdum Covid-19 í Bretlandi Barnið er það yngsta í landinu sem látist hefur af völdum sjúkdómsins. 8. maí 2020 14:13 Spá mesta samdrætti Bretlands í 300 ár Seðlabanki Englands spáir því að hagkerfi Bretlands muni dragast saman um 14 prósent á þessu ári, verði létt á félagsforðun í júní og fram á september. 7. maí 2020 09:50 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Tilmælum um að Bretar haldi sig heima verður ekki aflétt strax en byrjað verður að slaka á ýmsum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins þegar í þessari viku. Þetta sagði Boris Johnson, forsætisráðherra, í ávarpi til breska þjóðarinnar í kvöld. Johnson sagði ekki tímabært að hætta tilmælunum um að fólk haldi sig heima í þessari viku. Hann talaði hins vegar um að fólk yrði sagt að hafa varan á sér frekar en að halda sig heima. Þannig ætti nú að hvetja fólk sem ekki getur unnið heima til að mæta til vinnu en forðast almenningssamgöngur. Frá og með miðvikudegi verður fólk leyft að stunda eins mikla líkamsrækt utandyra og því lystir, fara í garða og ferðast til að stunda íþróttir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fram að þessu hafa Bretar aðeins mátt hreyfa sig utandyra einu sinni á dag í næsta nágrenni sínu og sagt að halda sig frá almenningsgörðum. Skólar gætu verið opnaðir um mánaðamótin í fyrsta lagi, fyrst grunnskólar. Ákveðnir hlutar þjónustugeirans og verslanir gætu fengið að opna í júlí og flugfarþegar sem koma til landsins þurfa að gangast undir sóttkví. Tekið verður upp viðbragðsstigakerfi í fimm stigum um hættu vegna faraldursins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar segja að ný skilaboð hennar um að fólk hafi varan á séu of óljós. Johnson sagðist þó ekki myndu hika við að koma takmörkunum aftur á leiði tilslakanir til fjölgunar smita. Aflétting takmarkana sem Johnson lýsti gilda aðeins fyrir England en hann hvatti heimastjórnir Wales, Skotlands og Norður-Írlands til þess að fara sömu leið. Að sögn Reuters-fréttastofunnar er þó ekki einhugur um það. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, segir þannig að þar verði fólki enn sagt að halda sig heima frekar en að gæta aðeins að sér. Í London segir Sadiq Khan, borgarstjóri, að tilmæli um félagsforðun verði áfram í gildi. Borgarbúar ættu enn að halda sig eins mikið heima hjá sér og hægt er, forðast almenningssamgöngur og vinna heima hjá sér ef þeir geta. Bretland er á meðal þeirra landa sem hafa orðið einna verst úti í faraldrinum. Þar hafa tæplega 32.000 manns látið lífið. Aðeins hafa fleiri látist í Bandaríkjunum samkvæmt opinberum tölum. Langflest tilfellin og dauðsföllin hafa verið á Englandi.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flugfarþegar í fjórtán daga sóttkví við komuna til Bretlands Allir sem koma til Bretlands með flugi munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví, nema þeir farþegar sem koma frá Írlandi 9. maí 2020 09:52 Sex vikna ungbarn lést af völdum Covid-19 í Bretlandi Barnið er það yngsta í landinu sem látist hefur af völdum sjúkdómsins. 8. maí 2020 14:13 Spá mesta samdrætti Bretlands í 300 ár Seðlabanki Englands spáir því að hagkerfi Bretlands muni dragast saman um 14 prósent á þessu ári, verði létt á félagsforðun í júní og fram á september. 7. maí 2020 09:50 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Flugfarþegar í fjórtán daga sóttkví við komuna til Bretlands Allir sem koma til Bretlands með flugi munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví, nema þeir farþegar sem koma frá Írlandi 9. maí 2020 09:52
Sex vikna ungbarn lést af völdum Covid-19 í Bretlandi Barnið er það yngsta í landinu sem látist hefur af völdum sjúkdómsins. 8. maí 2020 14:13
Spá mesta samdrætti Bretlands í 300 ár Seðlabanki Englands spáir því að hagkerfi Bretlands muni dragast saman um 14 prósent á þessu ári, verði létt á félagsforðun í júní og fram á september. 7. maí 2020 09:50