Hélt að hestar væru „ekkert nema læti og öskur og gól“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. maí 2020 08:00 Kristín Heimisdóttir hélt að hestar væru skaðræðisskepnur og var fegin að hafa afsökun og þurfa ekki að fara á bak í fyrstu hestaferðinni. Hestalífið/Hörður Þórhallsson „Um 70 til 80 þúsund hross eru til á Íslandi og fjöldi hestamanna er einnig talinn í þúsundum. Hestamennska er vinsæl grein sem flestir stunda sem áhugamál, njóta útreiða og nálægðar við skepnuna. Sumir taka sportið þó miklu miklu lengra helga því líf sitt og fjárfesta fyrir tugi eða jafnvel hundruð milljóna,“ segir Telma Lucinda Tómasson. Tannlæknahjónin Kristín Heimisdóttir og Bjarni Elvar Pjetursson keyptu sér fallegt hrossaræktarbú fyrir fimm árum, Hjarðartún við austurbakka Eystri-Rangár, um það bil tveimur kílómetrum norður af Hvolsvelli. Kristín og Bjarni eiga 60 hesta stóð, en boltinn byrjaði að rúlla eftir eina örlagaríka hestaferð. Telma fékk að heyra hvernig ævintýrið byrjaði, í mannlífsþættinum Hestalífið. Ekki jafn elegant og golfið „Í raun og veru byrjar þetta þannig að dóttir okkar er eins og margar ungar stelpur svolítið sjúk í þetta og við streittumst gegn þessu eins og við gátum. Svo sumarið 2004 er okkur boðið í hestaferð, með mjög góðum vini sem hafa verið í hestamennsku frá blautu barnsbeini. Þannig að við ákváðum þá að slá til því þau voru búin að bjóða okkur svo oft og þau sögðu ef þið komið ekki núna ætlum við aldrei að bjóða ykkur með aftur. Þannig að við þurftum að gera þetta fyrir dóttur okkar.“ Tannlæknahjónin Bjarni og Kristín fundu svo sannarlega sína ástríðu í hestamennskunni.Hestalífið/Hörður Þórhallsson Hjónin voru vön fjalla- jeppa og gönguferðum en Kristín fór ekki á bak í fyrstu hestaferðinni. „Þarna var ég ólétt að yngsta barninu okkar og var rosalega fegin að vera ólétt af því þá þyrfti ég ekki að koma nálægt þessum hestum. Mér fannst þetta skaðræðis skepnur, ekkert nema læti og öskur og gól og þetta var ekki jafn elegant og til dæmis golf og aðrar íþróttir sem ég sá frekar fyrir mér á efri árum. En sumarið eftir fórum við aftur með þeim og þá fór ég í mína fyrstu hestaferð þar sem ég var á baki. Ég fór í 13 daga ferð og nú ákvað ég að ég skyldi prófa þetta og taka alla leið,“ segir Kristín. Hún var þá með drenginn sinn á brjósti og langferð í óbyggðum getur verið erfið. „Fyrstu dagana var maður ekki að njóta landslagsins af því maður var svo einbeittur að detta ekki af baki, segir Bjarni. „Ég ætla ekkert að segja ykkur hvernig afturendinn á mér leit út eftir þá ferð.“ Þáttinn má finna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Öll hrossin fái hlutverk „En í dag er þetta auðvitað geggjaður ferðamáti, að geta farið um landið. Við höfum alist upp við að vera alltaf með stóð. Við kunnum varla að vera með hest í taumi, en við kunnum að vera með 120 hesta stóð. Þannig að við nálgumst þetta kannski pínulítið öðruvísi en margir,“ útskýrir Bjarni. Fyrsti hestur þeirra var Snjóbjalla, ætluð Grétu Rut dóttur þeirra hjóna, svo kom Svaði, reiðhestur Kristínar og svo koll af kolli. „Þetta þarf ekkert að enda, þetta er bara okkar lífsstíll, þetta er okkar líf, þetta er bara eins og það á að vera finnst mér.“ Framtíðarsýn hjónanna er að reka áfram Hjarðartún, rækta eigin hesta. Góð hross sem fái góða þjálfun. „Aðal markmiðið er að hvert hross hafi hlutverk. Mér þykir vænt um ef þau fari á góða staði og dagi ekki einhvers staðar uppi, heldur gegni hlutverki. Og þess vegna í mínum huga eru reiðhestarnir alveg jafn mikilvægt og keppnishrossin þótt þau séu í margra augum miklu verðmætari en mín hestamennska byrjaði með góðum töltara. Sem var ekki hágengur en var vinur minn og fór með mig í ferðir,“ segir Kristín. Þeirra framtíðarsýn er einfaldlega að halda áfram, gera betur og njóta. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit. Hestar Hestalífið Tengdar fréttir Fjárfesta í hestum frekar en hlutabréfum Fyrir 15 árum síðan fóru tannlæknahjónin Kristín Heimisdóttir og Bjarni Elvar Pjetursson í örlagaríka hestaferð á fjöllum sem sneri lífi þeirra á hvolf. 5. maí 2020 21:34 „Mikil forréttindi að vera í áhugamáli með foreldri sínu“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var alltaf mikið í hestamennsku á uppvaxtarárunum og er það enn. Í minningunni sér hún dásamlega samveru með fjölskyldunni, afmælisboð í hesthúsinu, einstakar hestaferðir, útivist, keppnisvöllinn og fjölda þjálfunarstunda. 10. apríl 2020 09:00 Mest lesið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
„Um 70 til 80 þúsund hross eru til á Íslandi og fjöldi hestamanna er einnig talinn í þúsundum. Hestamennska er vinsæl grein sem flestir stunda sem áhugamál, njóta útreiða og nálægðar við skepnuna. Sumir taka sportið þó miklu miklu lengra helga því líf sitt og fjárfesta fyrir tugi eða jafnvel hundruð milljóna,“ segir Telma Lucinda Tómasson. Tannlæknahjónin Kristín Heimisdóttir og Bjarni Elvar Pjetursson keyptu sér fallegt hrossaræktarbú fyrir fimm árum, Hjarðartún við austurbakka Eystri-Rangár, um það bil tveimur kílómetrum norður af Hvolsvelli. Kristín og Bjarni eiga 60 hesta stóð, en boltinn byrjaði að rúlla eftir eina örlagaríka hestaferð. Telma fékk að heyra hvernig ævintýrið byrjaði, í mannlífsþættinum Hestalífið. Ekki jafn elegant og golfið „Í raun og veru byrjar þetta þannig að dóttir okkar er eins og margar ungar stelpur svolítið sjúk í þetta og við streittumst gegn þessu eins og við gátum. Svo sumarið 2004 er okkur boðið í hestaferð, með mjög góðum vini sem hafa verið í hestamennsku frá blautu barnsbeini. Þannig að við ákváðum þá að slá til því þau voru búin að bjóða okkur svo oft og þau sögðu ef þið komið ekki núna ætlum við aldrei að bjóða ykkur með aftur. Þannig að við þurftum að gera þetta fyrir dóttur okkar.“ Tannlæknahjónin Bjarni og Kristín fundu svo sannarlega sína ástríðu í hestamennskunni.Hestalífið/Hörður Þórhallsson Hjónin voru vön fjalla- jeppa og gönguferðum en Kristín fór ekki á bak í fyrstu hestaferðinni. „Þarna var ég ólétt að yngsta barninu okkar og var rosalega fegin að vera ólétt af því þá þyrfti ég ekki að koma nálægt þessum hestum. Mér fannst þetta skaðræðis skepnur, ekkert nema læti og öskur og gól og þetta var ekki jafn elegant og til dæmis golf og aðrar íþróttir sem ég sá frekar fyrir mér á efri árum. En sumarið eftir fórum við aftur með þeim og þá fór ég í mína fyrstu hestaferð þar sem ég var á baki. Ég fór í 13 daga ferð og nú ákvað ég að ég skyldi prófa þetta og taka alla leið,“ segir Kristín. Hún var þá með drenginn sinn á brjósti og langferð í óbyggðum getur verið erfið. „Fyrstu dagana var maður ekki að njóta landslagsins af því maður var svo einbeittur að detta ekki af baki, segir Bjarni. „Ég ætla ekkert að segja ykkur hvernig afturendinn á mér leit út eftir þá ferð.“ Þáttinn má finna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Öll hrossin fái hlutverk „En í dag er þetta auðvitað geggjaður ferðamáti, að geta farið um landið. Við höfum alist upp við að vera alltaf með stóð. Við kunnum varla að vera með hest í taumi, en við kunnum að vera með 120 hesta stóð. Þannig að við nálgumst þetta kannski pínulítið öðruvísi en margir,“ útskýrir Bjarni. Fyrsti hestur þeirra var Snjóbjalla, ætluð Grétu Rut dóttur þeirra hjóna, svo kom Svaði, reiðhestur Kristínar og svo koll af kolli. „Þetta þarf ekkert að enda, þetta er bara okkar lífsstíll, þetta er okkar líf, þetta er bara eins og það á að vera finnst mér.“ Framtíðarsýn hjónanna er að reka áfram Hjarðartún, rækta eigin hesta. Góð hross sem fái góða þjálfun. „Aðal markmiðið er að hvert hross hafi hlutverk. Mér þykir vænt um ef þau fari á góða staði og dagi ekki einhvers staðar uppi, heldur gegni hlutverki. Og þess vegna í mínum huga eru reiðhestarnir alveg jafn mikilvægt og keppnishrossin þótt þau séu í margra augum miklu verðmætari en mín hestamennska byrjaði með góðum töltara. Sem var ekki hágengur en var vinur minn og fór með mig í ferðir,“ segir Kristín. Þeirra framtíðarsýn er einfaldlega að halda áfram, gera betur og njóta. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Hestar Hestalífið Tengdar fréttir Fjárfesta í hestum frekar en hlutabréfum Fyrir 15 árum síðan fóru tannlæknahjónin Kristín Heimisdóttir og Bjarni Elvar Pjetursson í örlagaríka hestaferð á fjöllum sem sneri lífi þeirra á hvolf. 5. maí 2020 21:34 „Mikil forréttindi að vera í áhugamáli með foreldri sínu“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var alltaf mikið í hestamennsku á uppvaxtarárunum og er það enn. Í minningunni sér hún dásamlega samveru með fjölskyldunni, afmælisboð í hesthúsinu, einstakar hestaferðir, útivist, keppnisvöllinn og fjölda þjálfunarstunda. 10. apríl 2020 09:00 Mest lesið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Fjárfesta í hestum frekar en hlutabréfum Fyrir 15 árum síðan fóru tannlæknahjónin Kristín Heimisdóttir og Bjarni Elvar Pjetursson í örlagaríka hestaferð á fjöllum sem sneri lífi þeirra á hvolf. 5. maí 2020 21:34
„Mikil forréttindi að vera í áhugamáli með foreldri sínu“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var alltaf mikið í hestamennsku á uppvaxtarárunum og er það enn. Í minningunni sér hún dásamlega samveru með fjölskyldunni, afmælisboð í hesthúsinu, einstakar hestaferðir, útivist, keppnisvöllinn og fjölda þjálfunarstunda. 10. apríl 2020 09:00