Kóp Boi bæjarlistamaður Kópavogs Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2020 14:30 Frá viðburðinum í Vatnsendaskóla fyrr í dag. Kópavogsbær Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör er bæjarlistamaður Kópavogs 2020, en tilkynnt var um valið í gamla skóla listamannsins, Vatnsendaskóla í Kópavogi, í dag á 65 ára afmæli Kópavogsbæjar að viðstöddum unglingum í 10. bekk skólans. Í tilkynningu frá bænum segir að Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs hafi kynnt tilnefninguna að viðstöddum Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogs. Herra Hnetusmjör tekur við keflinu af Rögnu Fróðadóttur textílhönnuði og myndlistarmanni. „Herra Hnetusmjör hefur skapað sér sess sem einn vinsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar undanfarin ár. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna, átt plötu ársins og verið valinn flytjandi ársins á Hlustendaverðlaununum árin 2019 og 2020. Herra Hnetusmjör hefur ekki farið leynt með stolt sitt af því að vera Kópavogsbúi og borið hróður bæjarins víða allt frá því að hann hóf að starfa sem tónlistarmaður árið 2014. Í textum hans er Kópavogur alltaf í forgrunni og hefur verið frá upphafi. Herra Hnetusmjör er einn stofnenda og liðsmaður fjöllistahópsins og útgáfunnar KBE (Kóp Bois Entertainment) sem gefið hefur út fjórar plötur og fjölmörg lög. Herra Hnetusmjör stýrði sjónvarpsþáttaröðinni Kling kling í Sjónvarpi Símans á síðasta ári og rekur skemmtistaðinn 203 í miðbæ Reykjavíkur, en staðurinn vísar til póstnúmersins í Kópavogi. Um þessar mundir nýtur Herra Hnetusmjör sín í föðurhlutverkinu ásamt því að vinna hörðum höndum að næstu plötu sem ætti að líta dagsins ljós fyrir árslok,“ segir í tilkynningunni. Haft eftir Herra Hnetusmjöri að það sé alveg geggjað að fá viðurkenninguna frá Kópavogsbæ eftir að hafa lagt alla þessa vinnu inn. Þetta sé þvílíkur heiður og hann sé gríðarlega þakklátur. „Ég ætla að skjóta tónlistarmyndband um allan Kópavog á stöðum sem hafa mótað mig. Mig langar líka að koma sem flestum Kópavogsbúum í myndbandið en ég mun fara nánar út í þetta verkefni þegar þar að kemur. Ég þakka kærlega fyrir stuðninginn frá Kópavogsbúum gegnum árin og þakka Kópavogsbæ fyrir viðurkenninguna,“ er haft eftir listamanninum. Kópavogur Menning Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör er bæjarlistamaður Kópavogs 2020, en tilkynnt var um valið í gamla skóla listamannsins, Vatnsendaskóla í Kópavogi, í dag á 65 ára afmæli Kópavogsbæjar að viðstöddum unglingum í 10. bekk skólans. Í tilkynningu frá bænum segir að Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs hafi kynnt tilnefninguna að viðstöddum Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogs. Herra Hnetusmjör tekur við keflinu af Rögnu Fróðadóttur textílhönnuði og myndlistarmanni. „Herra Hnetusmjör hefur skapað sér sess sem einn vinsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar undanfarin ár. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna, átt plötu ársins og verið valinn flytjandi ársins á Hlustendaverðlaununum árin 2019 og 2020. Herra Hnetusmjör hefur ekki farið leynt með stolt sitt af því að vera Kópavogsbúi og borið hróður bæjarins víða allt frá því að hann hóf að starfa sem tónlistarmaður árið 2014. Í textum hans er Kópavogur alltaf í forgrunni og hefur verið frá upphafi. Herra Hnetusmjör er einn stofnenda og liðsmaður fjöllistahópsins og útgáfunnar KBE (Kóp Bois Entertainment) sem gefið hefur út fjórar plötur og fjölmörg lög. Herra Hnetusmjör stýrði sjónvarpsþáttaröðinni Kling kling í Sjónvarpi Símans á síðasta ári og rekur skemmtistaðinn 203 í miðbæ Reykjavíkur, en staðurinn vísar til póstnúmersins í Kópavogi. Um þessar mundir nýtur Herra Hnetusmjör sín í föðurhlutverkinu ásamt því að vinna hörðum höndum að næstu plötu sem ætti að líta dagsins ljós fyrir árslok,“ segir í tilkynningunni. Haft eftir Herra Hnetusmjöri að það sé alveg geggjað að fá viðurkenninguna frá Kópavogsbæ eftir að hafa lagt alla þessa vinnu inn. Þetta sé þvílíkur heiður og hann sé gríðarlega þakklátur. „Ég ætla að skjóta tónlistarmyndband um allan Kópavog á stöðum sem hafa mótað mig. Mig langar líka að koma sem flestum Kópavogsbúum í myndbandið en ég mun fara nánar út í þetta verkefni þegar þar að kemur. Ég þakka kærlega fyrir stuðninginn frá Kópavogsbúum gegnum árin og þakka Kópavogsbæ fyrir viðurkenninguna,“ er haft eftir listamanninum.
Kópavogur Menning Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira