Um að ræða mikilvægt skref til að jafna stöðu foreldra Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2020 10:57 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. vísir/vilhelm Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um skipta búsetu barns var afgreitt úr ríkisstjórn á dögunum. Verði frumvarpið að lögum getur barn verið skráð í Þjóðskrá með búsetu hjá báðum foreldrum. Áslaug ræddi málið í Bítinu í morgun og sagði frumvarpið vera lagt fram í ljósi þess að sífellt meira sé um það að foreldrar séu með sameiginlega forsjá og jafnt umgengi við barn. „Þar er auðvitað lögheimilsforeldrið í mun betri stöðu heldur en hitt foreldrið þó það taki alveg jafn mikið þátt í uppeldi barnsins. Það er þetta sem við erum að reyna að mæta með því að leyfa fólki að skrá barn með heimili á tveimur stöðum. Annað verður þá kallað lögheimili og hitt búsetuheimili en þá skiptist réttaráhrif betur og öll ákvarðanataka foreldra verður að vera sameiginleg.“ Dæmi um að forráðamenn fái ekki upplýsingar frá skólum Hún sagði þessa lagabreytingu vera mikilvægt skref til þess að jafna þessa stöðu og að svipuð þróun ætti sér stað í nágrannalöndunum. „Það má reikna með að þetta muni virka mjög vel þar sem foreldrar eru að leggja sig fram við að hafa alla ákvarðanatöku sameiginlega. Það sem er uppeldið er raunverulega skipt á tvö heimili.“ Dæmi eru um að forráðamenn eigi erfitt með að fá upplýsingar frá skólum um barn sitt þegar það er með skráð lögheimili hjá öðru foreldri. „Sérstaklega ef lögheimilsforeldrið hefur ekki einhvern veginn miðlað því til skólans að þau hafi jafnt aðgengi að skólanum og upplýsingum þaðan og það eru þessi réttindi sem lögheimilisforeldri hefur og líka varðandi barnabætur og aðrar vaxtabætur og annað sem fara til lögheimilisforeldris en núna munu þær skiptast jafnt á milli foreldra.“ Kerfið stoppi ekki foreldra Áslaug segir að með þessu vilji hún reyna að koma í veg fyrir að kerfið hamli ekki foreldrum sem vilji hafa jafnt umgengi. „Aðallega að kerfið sé ekki fyrir foreldrum sem ætla raunverulega að vinna saman að uppeldi barna og að kerfið sé bara nákvæmlega eins og þau vilja hafa það. Þarna er kerfið ekki fyrir, það er ekki að þvinga neitt fram, það er að skipta algjörlega á milli öllum réttindum. Þannig að ég held að það sé fyrsta hugsunin, að þessir foreldrar hafi frelsi til að hafa uppeldið algjörlega jafnt af því að ekki hjálpa lögin okkur við það í dag.“ Breytingin snúi sömuleiðis að hagsmunum barna. Að sögn Áslaugar hefur sést skýr þróun í átt að sameiginlegri forsjá undanfarin ár. „Við höfum bara séð það að sameiginleg forsjá er orðin í yfir 90 prósent mála á Íslandi.“ Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölskyldumál Bítið Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um skipta búsetu barns var afgreitt úr ríkisstjórn á dögunum. Verði frumvarpið að lögum getur barn verið skráð í Þjóðskrá með búsetu hjá báðum foreldrum. Áslaug ræddi málið í Bítinu í morgun og sagði frumvarpið vera lagt fram í ljósi þess að sífellt meira sé um það að foreldrar séu með sameiginlega forsjá og jafnt umgengi við barn. „Þar er auðvitað lögheimilsforeldrið í mun betri stöðu heldur en hitt foreldrið þó það taki alveg jafn mikið þátt í uppeldi barnsins. Það er þetta sem við erum að reyna að mæta með því að leyfa fólki að skrá barn með heimili á tveimur stöðum. Annað verður þá kallað lögheimili og hitt búsetuheimili en þá skiptist réttaráhrif betur og öll ákvarðanataka foreldra verður að vera sameiginleg.“ Dæmi um að forráðamenn fái ekki upplýsingar frá skólum Hún sagði þessa lagabreytingu vera mikilvægt skref til þess að jafna þessa stöðu og að svipuð þróun ætti sér stað í nágrannalöndunum. „Það má reikna með að þetta muni virka mjög vel þar sem foreldrar eru að leggja sig fram við að hafa alla ákvarðanatöku sameiginlega. Það sem er uppeldið er raunverulega skipt á tvö heimili.“ Dæmi eru um að forráðamenn eigi erfitt með að fá upplýsingar frá skólum um barn sitt þegar það er með skráð lögheimili hjá öðru foreldri. „Sérstaklega ef lögheimilsforeldrið hefur ekki einhvern veginn miðlað því til skólans að þau hafi jafnt aðgengi að skólanum og upplýsingum þaðan og það eru þessi réttindi sem lögheimilisforeldri hefur og líka varðandi barnabætur og aðrar vaxtabætur og annað sem fara til lögheimilisforeldris en núna munu þær skiptast jafnt á milli foreldra.“ Kerfið stoppi ekki foreldra Áslaug segir að með þessu vilji hún reyna að koma í veg fyrir að kerfið hamli ekki foreldrum sem vilji hafa jafnt umgengi. „Aðallega að kerfið sé ekki fyrir foreldrum sem ætla raunverulega að vinna saman að uppeldi barna og að kerfið sé bara nákvæmlega eins og þau vilja hafa það. Þarna er kerfið ekki fyrir, það er ekki að þvinga neitt fram, það er að skipta algjörlega á milli öllum réttindum. Þannig að ég held að það sé fyrsta hugsunin, að þessir foreldrar hafi frelsi til að hafa uppeldið algjörlega jafnt af því að ekki hjálpa lögin okkur við það í dag.“ Breytingin snúi sömuleiðis að hagsmunum barna. Að sögn Áslaugar hefur sést skýr þróun í átt að sameiginlegri forsjá undanfarin ár. „Við höfum bara séð það að sameiginleg forsjá er orðin í yfir 90 prósent mála á Íslandi.“
Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölskyldumál Bítið Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira