Vísar gagnrýni á bug varðandi nýja eins metra reglu Atli Ísleifsson skrifar 12. maí 2020 10:26 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hélt fréttamannafund í morgun. Getty Enn dregur úr útbreiðslu kórónuveirunnar í Danmörku, þrátt fyrir að slakað hafi verið á takmörkunum í dönsku samfélagi. Frá þessu greindi Mette Frederiksen forsætisráðherra á fréttamannafundi í morgun þar sem hún vísaði í tölur frá dönskum heilbrigðisyfirvöldum. Tölurnar sýna að smitum hafi fækkað frá lokum apríl, en rannsóknin náði til daganna 1. til 7. maí. Hinn svokallaði R-stuðull, sem vísar í hvað hver smitaði einstaklingur smitar marga, hefur nú farið úr 0,9 í 0,7. Smitum hefur fækkað þrátt fyrir að til búið sé að opna á starfsemi hárgreiðslustofa, skóla og leikskóla svo eitthvað sé nefnt, en sú starfsemi féll undir fasa 1 í tilslökunum danskra yfirvalda. Fasi 2 hófst í gær. Náð stjórn á faraldrinum Frederiksen segir að Danir hafi náð stjórn á faraldrinum og að búið sé að kortleggja hvernig skuli opna samfélagið á ný. Samkomulag sem allir flokkar á þingi styðji. Forsætisráðherrann sagði einnig að nú myndu heilbrigðisyfirvöld ráðast í umfangsmeiri skimun en verið hefur, leggja aukinn kraft í smitrakningu þannig að slíta megi smitkeðjurnar eins fljótt og mögulegt er. Hún sagði veiruna enn jafn hættulega og jafn smitandi og því sé nauðsynlegt að áfram vera á varðbergi. Eins metra regla nú í gildi Ákvörðun danskra yfirvalda um að slaka á „tveggja metra reglunni“ þannig að nú sé miðað við „eins metra reglu“ í samskiptum fólks, sem tók gildi á sunnudag, bar einnig á góma á fréttamannafundi Frederiksen í morgun. Kynntar áætlanir yfirvalda um tilslakanir hafa sætt nokkurri gagnrýni þar sem „eins metra reglan“ hefði getað haft í för með sér að hægt hefði verið að slaka frekar á aðgerðum þannig að ákveðin menningarstarfsemi hefði getað hafist fyrr. Þessu vísaði Frederiksen á bug og vísaði í að hin nýju viðmið hafi ekki verið sá grunnur sem að samkomulagið sem náðist milli þingflokka um opnun samfélagsins hafi byggst á. Norðmenn hafa sömuleiðis sagt skilið við tveggja metra regluna, og miða nú við einn metra. Skráð smit í Danmörku eru nú um 10.500 talsins og hafa 533 dauðsföll verið rakin til Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Danir þurfa að bíða fram í ágúst eftir ræktinni, djamminu og laugunum Í þessum „fasa 2“ verður verslunum, veitingastöðum og skólum heimilt að opna á næstu dögum. Landamæri verða þó áfram lokuð og minnir forsætisráðherrann Mette Frederiksen á að hættan sé ekki liðin hjá. 8. maí 2020 10:05 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Sjá meira
Enn dregur úr útbreiðslu kórónuveirunnar í Danmörku, þrátt fyrir að slakað hafi verið á takmörkunum í dönsku samfélagi. Frá þessu greindi Mette Frederiksen forsætisráðherra á fréttamannafundi í morgun þar sem hún vísaði í tölur frá dönskum heilbrigðisyfirvöldum. Tölurnar sýna að smitum hafi fækkað frá lokum apríl, en rannsóknin náði til daganna 1. til 7. maí. Hinn svokallaði R-stuðull, sem vísar í hvað hver smitaði einstaklingur smitar marga, hefur nú farið úr 0,9 í 0,7. Smitum hefur fækkað þrátt fyrir að til búið sé að opna á starfsemi hárgreiðslustofa, skóla og leikskóla svo eitthvað sé nefnt, en sú starfsemi féll undir fasa 1 í tilslökunum danskra yfirvalda. Fasi 2 hófst í gær. Náð stjórn á faraldrinum Frederiksen segir að Danir hafi náð stjórn á faraldrinum og að búið sé að kortleggja hvernig skuli opna samfélagið á ný. Samkomulag sem allir flokkar á þingi styðji. Forsætisráðherrann sagði einnig að nú myndu heilbrigðisyfirvöld ráðast í umfangsmeiri skimun en verið hefur, leggja aukinn kraft í smitrakningu þannig að slíta megi smitkeðjurnar eins fljótt og mögulegt er. Hún sagði veiruna enn jafn hættulega og jafn smitandi og því sé nauðsynlegt að áfram vera á varðbergi. Eins metra regla nú í gildi Ákvörðun danskra yfirvalda um að slaka á „tveggja metra reglunni“ þannig að nú sé miðað við „eins metra reglu“ í samskiptum fólks, sem tók gildi á sunnudag, bar einnig á góma á fréttamannafundi Frederiksen í morgun. Kynntar áætlanir yfirvalda um tilslakanir hafa sætt nokkurri gagnrýni þar sem „eins metra reglan“ hefði getað haft í för með sér að hægt hefði verið að slaka frekar á aðgerðum þannig að ákveðin menningarstarfsemi hefði getað hafist fyrr. Þessu vísaði Frederiksen á bug og vísaði í að hin nýju viðmið hafi ekki verið sá grunnur sem að samkomulagið sem náðist milli þingflokka um opnun samfélagsins hafi byggst á. Norðmenn hafa sömuleiðis sagt skilið við tveggja metra regluna, og miða nú við einn metra. Skráð smit í Danmörku eru nú um 10.500 talsins og hafa 533 dauðsföll verið rakin til Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Danir þurfa að bíða fram í ágúst eftir ræktinni, djamminu og laugunum Í þessum „fasa 2“ verður verslunum, veitingastöðum og skólum heimilt að opna á næstu dögum. Landamæri verða þó áfram lokuð og minnir forsætisráðherrann Mette Frederiksen á að hættan sé ekki liðin hjá. 8. maí 2020 10:05 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Sjá meira
Danir þurfa að bíða fram í ágúst eftir ræktinni, djamminu og laugunum Í þessum „fasa 2“ verður verslunum, veitingastöðum og skólum heimilt að opna á næstu dögum. Landamæri verða þó áfram lokuð og minnir forsætisráðherrann Mette Frederiksen á að hættan sé ekki liðin hjá. 8. maí 2020 10:05