Hefja mótefnamælingar fyrir einstaklinga sem telja sig hafa fengið Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 12. maí 2020 11:49 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er byrjuð að mæla mótefni gegn kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19 fyrir þá einstaklinga sem telja sig hafa fengið sjúkdóminn. Að því er segir í tilkynningu á vef landlæknis er deildin farin að taka á móti blóðsýnum en beiðni um móttöku þarf að koma frá lækni. Á vef landlæknis er einnig fjallað um söfnun blóðsýna til að meta útbreiðslu mótefna gegn veirunni í samfélaginu. Í því verkefni er aðeins safnað sýnum frá einstaklingum sem koma í blóðrannsóknir af öðrum ástæðum sem stendur. Ekki sé verið að safna sýnum frá einstaklingum sem ekki hafa aðra ástæðu til blóðtöku á þessu stigi. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, segir í samtali við Vísi að mótefnamælingar séu þrískiptar. Í fyrsta lagi er það vísindarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar þar sem eðli ónæmissvars einstaklinga við kórónuveirunni er rannsakað. Í öðru lagi er það svokölluð sóttvarnaráðstöfun á vegum sóttvarnalæknis. Þar er kannað hversu útbreitt ónæmissvarið við kórónuveirunni er í samfélaginu. Í þriðja lagi er það svo þessi þjónusturannsókn sem tilkynnt var um í dag. Hún felst í því að þeir sem telja sig hafa sýkst af kórónuveirunni geta fengið beiðni frá lækni um að blóð þeirra verði skimað fyrir mótefnasvari viðveirunni. Stuðst er við úrtak í vísindarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar og sóttvarnaráðstöfun sóttvarnalæknis, sem þýðir að fólk er beðið um að taka þátt í rannsókninni. Þjónusturannsóknin hins vegar er þannig að fólk getur óskað eftir því við lækni að kannað verði hvort það hafi myndað ónæmi við veirunni, telji það sig hafa sýkst af henni. Fyrir nokkrum vikum var helsta fyrirstaðan vegna þessara mótefnamælinga sú að ekki höfðu fundist viðeigandi próf sem gáfu traustar niðurstöður sem vísindamenn töldu sig geta treyst. Már segir að nú hafi fundist fullnægjandi próf og ánægja á meðal vísindamanna með niðurstöðurnar úr þeim. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er byrjuð að mæla mótefni gegn kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19 fyrir þá einstaklinga sem telja sig hafa fengið sjúkdóminn. Að því er segir í tilkynningu á vef landlæknis er deildin farin að taka á móti blóðsýnum en beiðni um móttöku þarf að koma frá lækni. Á vef landlæknis er einnig fjallað um söfnun blóðsýna til að meta útbreiðslu mótefna gegn veirunni í samfélaginu. Í því verkefni er aðeins safnað sýnum frá einstaklingum sem koma í blóðrannsóknir af öðrum ástæðum sem stendur. Ekki sé verið að safna sýnum frá einstaklingum sem ekki hafa aðra ástæðu til blóðtöku á þessu stigi. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, segir í samtali við Vísi að mótefnamælingar séu þrískiptar. Í fyrsta lagi er það vísindarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar þar sem eðli ónæmissvars einstaklinga við kórónuveirunni er rannsakað. Í öðru lagi er það svokölluð sóttvarnaráðstöfun á vegum sóttvarnalæknis. Þar er kannað hversu útbreitt ónæmissvarið við kórónuveirunni er í samfélaginu. Í þriðja lagi er það svo þessi þjónusturannsókn sem tilkynnt var um í dag. Hún felst í því að þeir sem telja sig hafa sýkst af kórónuveirunni geta fengið beiðni frá lækni um að blóð þeirra verði skimað fyrir mótefnasvari viðveirunni. Stuðst er við úrtak í vísindarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar og sóttvarnaráðstöfun sóttvarnalæknis, sem þýðir að fólk er beðið um að taka þátt í rannsókninni. Þjónusturannsóknin hins vegar er þannig að fólk getur óskað eftir því við lækni að kannað verði hvort það hafi myndað ónæmi við veirunni, telji það sig hafa sýkst af henni. Fyrir nokkrum vikum var helsta fyrirstaðan vegna þessara mótefnamælinga sú að ekki höfðu fundist viðeigandi próf sem gáfu traustar niðurstöður sem vísindamenn töldu sig geta treyst. Már segir að nú hafi fundist fullnægjandi próf og ánægja á meðal vísindamanna með niðurstöðurnar úr þeim. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira