Hefja mótefnamælingar fyrir einstaklinga sem telja sig hafa fengið Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 12. maí 2020 11:49 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er byrjuð að mæla mótefni gegn kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19 fyrir þá einstaklinga sem telja sig hafa fengið sjúkdóminn. Að því er segir í tilkynningu á vef landlæknis er deildin farin að taka á móti blóðsýnum en beiðni um móttöku þarf að koma frá lækni. Á vef landlæknis er einnig fjallað um söfnun blóðsýna til að meta útbreiðslu mótefna gegn veirunni í samfélaginu. Í því verkefni er aðeins safnað sýnum frá einstaklingum sem koma í blóðrannsóknir af öðrum ástæðum sem stendur. Ekki sé verið að safna sýnum frá einstaklingum sem ekki hafa aðra ástæðu til blóðtöku á þessu stigi. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, segir í samtali við Vísi að mótefnamælingar séu þrískiptar. Í fyrsta lagi er það vísindarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar þar sem eðli ónæmissvars einstaklinga við kórónuveirunni er rannsakað. Í öðru lagi er það svokölluð sóttvarnaráðstöfun á vegum sóttvarnalæknis. Þar er kannað hversu útbreitt ónæmissvarið við kórónuveirunni er í samfélaginu. Í þriðja lagi er það svo þessi þjónusturannsókn sem tilkynnt var um í dag. Hún felst í því að þeir sem telja sig hafa sýkst af kórónuveirunni geta fengið beiðni frá lækni um að blóð þeirra verði skimað fyrir mótefnasvari viðveirunni. Stuðst er við úrtak í vísindarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar og sóttvarnaráðstöfun sóttvarnalæknis, sem þýðir að fólk er beðið um að taka þátt í rannsókninni. Þjónusturannsóknin hins vegar er þannig að fólk getur óskað eftir því við lækni að kannað verði hvort það hafi myndað ónæmi við veirunni, telji það sig hafa sýkst af henni. Fyrir nokkrum vikum var helsta fyrirstaðan vegna þessara mótefnamælinga sú að ekki höfðu fundist viðeigandi próf sem gáfu traustar niðurstöður sem vísindamenn töldu sig geta treyst. Már segir að nú hafi fundist fullnægjandi próf og ánægja á meðal vísindamanna með niðurstöðurnar úr þeim. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er byrjuð að mæla mótefni gegn kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19 fyrir þá einstaklinga sem telja sig hafa fengið sjúkdóminn. Að því er segir í tilkynningu á vef landlæknis er deildin farin að taka á móti blóðsýnum en beiðni um móttöku þarf að koma frá lækni. Á vef landlæknis er einnig fjallað um söfnun blóðsýna til að meta útbreiðslu mótefna gegn veirunni í samfélaginu. Í því verkefni er aðeins safnað sýnum frá einstaklingum sem koma í blóðrannsóknir af öðrum ástæðum sem stendur. Ekki sé verið að safna sýnum frá einstaklingum sem ekki hafa aðra ástæðu til blóðtöku á þessu stigi. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, segir í samtali við Vísi að mótefnamælingar séu þrískiptar. Í fyrsta lagi er það vísindarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar þar sem eðli ónæmissvars einstaklinga við kórónuveirunni er rannsakað. Í öðru lagi er það svokölluð sóttvarnaráðstöfun á vegum sóttvarnalæknis. Þar er kannað hversu útbreitt ónæmissvarið við kórónuveirunni er í samfélaginu. Í þriðja lagi er það svo þessi þjónusturannsókn sem tilkynnt var um í dag. Hún felst í því að þeir sem telja sig hafa sýkst af kórónuveirunni geta fengið beiðni frá lækni um að blóð þeirra verði skimað fyrir mótefnasvari viðveirunni. Stuðst er við úrtak í vísindarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar og sóttvarnaráðstöfun sóttvarnalæknis, sem þýðir að fólk er beðið um að taka þátt í rannsókninni. Þjónusturannsóknin hins vegar er þannig að fólk getur óskað eftir því við lækni að kannað verði hvort það hafi myndað ónæmi við veirunni, telji það sig hafa sýkst af henni. Fyrir nokkrum vikum var helsta fyrirstaðan vegna þessara mótefnamælinga sú að ekki höfðu fundist viðeigandi próf sem gáfu traustar niðurstöður sem vísindamenn töldu sig geta treyst. Már segir að nú hafi fundist fullnægjandi próf og ánægja á meðal vísindamanna með niðurstöðurnar úr þeim. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira