Barnabörnin bíða eftir því að amma Eygló komi og hrekki þau í sóttkvínni Stefán Árni Pálsson skrifar 3. apríl 2020 13:29 Eygló Lind er engum lík. „Ég á sex barnabörn í Borgarnesi og fer því á tvö heimili. Síðan stríði ég líka einhverjum góðum vinum í leiðinni,“ segir Eygló Lind Egilsdóttir, tæplega sjötug kona, sem skemmtir barnabörnum sínum á hverjum degi með því að mæta í búning fyrir utan stofugluggann í Borgarnesi en barnabörn hennar eru sem stendur í sóttkví. Alls á Eygló 12 barnabörn en sex af þeim eiga heima í Borgarnesi. Fjallað var um Eygló í þáttunum Margra barna mæður á Stöð 2 árið 2018 en hún er sjö barna móðir. Hún segist vera létt klikkuð kona en það sé einfaldlega bara skemmtilegt og fólk eigi ekki að taka sig of alvarlega. „Þau vita aldrei í hvaða búningi ég mæti í og sjálf veit ég oftast ekkert í hvaða búning ég ætla mér að klæðast. Ég fer bara heima og skoða hvað ég á. Ég á nokkra búninga og er síðan fljót að búa til. Mér fannst svo ömurlegt að geta ekki farið í heimsókn. Ég bý ein og er oft í mat hjá þeim og það er bara fastur rúntur í lífi mínu að koma við hjá þeim. Svo bara allt í einu má ég ekki koma inn sem er bara mjög skrýtið.“ Hefur húmor fyrir sjálfri sér Hún segir að börnin séu einfaldlega farin að bíða eftir ömmu sinni. „Þau vita ekkert hvenær ég kem. Svo er svolítið gaman að hlusta á börnin sem eru komin á unglingsaldurinn sem segja bara við mig, á hvaða efnum ert þú? Þeim finnst þetta svo hallærislegt. Svo á ég systur sem býr þannig að eldhúsglugginn snýr þægilega og þegar hún stendur við eldhúsvaskinn þá næ ég að hrella hana.“ Hún segist vera mjög hugmyndarík þegar kemur að því að finna búninga. „Ég held að þau verði í sóttkví fram í miðja næstu viku og það er minnsta mál að græja það. Æji það er svo gott að vera klikkaður og maður verður bara að hafa húmor fyrir sjálfum sér og leyfa aðeins barninu að koma fram í þér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Eldri borgarar Borgarbyggð Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Glatkistunni lokað Menning Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Fleiri fréttir Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Sjá meira
„Ég á sex barnabörn í Borgarnesi og fer því á tvö heimili. Síðan stríði ég líka einhverjum góðum vinum í leiðinni,“ segir Eygló Lind Egilsdóttir, tæplega sjötug kona, sem skemmtir barnabörnum sínum á hverjum degi með því að mæta í búning fyrir utan stofugluggann í Borgarnesi en barnabörn hennar eru sem stendur í sóttkví. Alls á Eygló 12 barnabörn en sex af þeim eiga heima í Borgarnesi. Fjallað var um Eygló í þáttunum Margra barna mæður á Stöð 2 árið 2018 en hún er sjö barna móðir. Hún segist vera létt klikkuð kona en það sé einfaldlega bara skemmtilegt og fólk eigi ekki að taka sig of alvarlega. „Þau vita aldrei í hvaða búningi ég mæti í og sjálf veit ég oftast ekkert í hvaða búning ég ætla mér að klæðast. Ég fer bara heima og skoða hvað ég á. Ég á nokkra búninga og er síðan fljót að búa til. Mér fannst svo ömurlegt að geta ekki farið í heimsókn. Ég bý ein og er oft í mat hjá þeim og það er bara fastur rúntur í lífi mínu að koma við hjá þeim. Svo bara allt í einu má ég ekki koma inn sem er bara mjög skrýtið.“ Hefur húmor fyrir sjálfri sér Hún segir að börnin séu einfaldlega farin að bíða eftir ömmu sinni. „Þau vita ekkert hvenær ég kem. Svo er svolítið gaman að hlusta á börnin sem eru komin á unglingsaldurinn sem segja bara við mig, á hvaða efnum ert þú? Þeim finnst þetta svo hallærislegt. Svo á ég systur sem býr þannig að eldhúsglugginn snýr þægilega og þegar hún stendur við eldhúsvaskinn þá næ ég að hrella hana.“ Hún segist vera mjög hugmyndarík þegar kemur að því að finna búninga. „Ég held að þau verði í sóttkví fram í miðja næstu viku og það er minnsta mál að græja það. Æji það er svo gott að vera klikkaður og maður verður bara að hafa húmor fyrir sjálfum sér og leyfa aðeins barninu að koma fram í þér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Eldri borgarar Borgarbyggð Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Glatkistunni lokað Menning Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Fleiri fréttir Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Sjá meira