Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar funda í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. Fundi deiluaðila var slitið á sjöunda tímanum í gærkvöldi, án samkomulags.
Fundur gærdagsins var lengri en margir fyrri samningafundir nefndanna, en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vildi ekki tjá sig að loknum fundi við fréttamann fréttastofunnar sem var þá á staðnum.
Verkfall Eflingarfólks sem starfar hjá Reykjavíkurborg hefur nú staðið í tæpar þrjár vikur.
Hefur verkfallið haft mikil áhrif á leikskólabörn og foreldra leikskólabarna, en einnig á starfsemi hjúkrunarheimila og sorphirðu.