Fjárhagslegu öryggi stúdenta best náð með rétti til atvinnuleysisbóta Andri Eysteinsson skrifar 13. maí 2020 20:47 Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs HÍ. Stöð 2 Fráfarandi forseti Stúdentaráðs HÍ telur að úrræði ríkisstjórnarinnar sem hyggst verja 2,2 milljörðum króna í um 3.400 sumarstörf fyrir námsmenn dugi skammt. „Við teljum að þetta dugi ekki til. Okkar tölur sýna fram á það að um 7000 stúdentar verði atvinnulausir í sumar,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir sem gegnt hefur embætti forseta stúdentaráðs HÍ en dagurinn í dag er hennar síðasti í embætti. Sjá einnig: Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til „Stúdentar reiða sig á vinnu á sumrin til að afla tekna fyrir haustið. Svo er það auðvitað þannig að um 70% námsmanna á Íslandi vinna samhliða námi og 90% vinna á sumrin og hafa þar með verið að greiða tryggingargjald af sínum launum sem rennur í atvinnuleysistryggingasjóð en við eigum engan rétt úr sjóðnum eins og er. Það er óréttlátt og við viljum sjá þessu breytt,“ sagði Jóna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Áætlað er að skapa um 3.400 störf í fyrstu lotu aðgerðanna. Gert er ráð fyrir að 1700 störf verði hjá sveitarfélögum og hin 1.700 á vegum stofnana ríkisins. Á fundinum menntamálaráðherra og félags- og jafnréttismálaráðherra í dag voru einnig kynnt frekari framlög í ýmsa sjóði til stuðnings námsmönnum. Þar á meðal 400 milljóna króna viðbótarframlag í Nýsköpunarsjóð námsmann, sem er fimmföldun á framlagi á milli ára. Þar er gert ráð fyrir 300 þúsund króna framlagi á mánuði að hámarki í þrjá mánuði á hvern nemanda. „Þrjú þúsund störfin eru samkvæmt okkar upplýsingum fyrir tveggja mánaða ráðningartímabil en sumarið er auðvitað ekki það stutt. Það lítur út fyrir það að fólk verði framfærslulaust einhvern hluta sumarsins hvort sem er nema að stofnanirnar og sveitarfélögin komi til móts við það. Það er auðvitað bara þannig að fólk þarf fjárhagslegt öryggi og við teljum að það verði best gert með réttinum til atvinnuleysisbóta líkt og gildir um annað vinnandi fólk. Það ætti að gilda um vinnandi stúdenta,“ sagði Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs HÍ. Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Fráfarandi forseti Stúdentaráðs HÍ telur að úrræði ríkisstjórnarinnar sem hyggst verja 2,2 milljörðum króna í um 3.400 sumarstörf fyrir námsmenn dugi skammt. „Við teljum að þetta dugi ekki til. Okkar tölur sýna fram á það að um 7000 stúdentar verði atvinnulausir í sumar,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir sem gegnt hefur embætti forseta stúdentaráðs HÍ en dagurinn í dag er hennar síðasti í embætti. Sjá einnig: Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til „Stúdentar reiða sig á vinnu á sumrin til að afla tekna fyrir haustið. Svo er það auðvitað þannig að um 70% námsmanna á Íslandi vinna samhliða námi og 90% vinna á sumrin og hafa þar með verið að greiða tryggingargjald af sínum launum sem rennur í atvinnuleysistryggingasjóð en við eigum engan rétt úr sjóðnum eins og er. Það er óréttlátt og við viljum sjá þessu breytt,“ sagði Jóna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Áætlað er að skapa um 3.400 störf í fyrstu lotu aðgerðanna. Gert er ráð fyrir að 1700 störf verði hjá sveitarfélögum og hin 1.700 á vegum stofnana ríkisins. Á fundinum menntamálaráðherra og félags- og jafnréttismálaráðherra í dag voru einnig kynnt frekari framlög í ýmsa sjóði til stuðnings námsmönnum. Þar á meðal 400 milljóna króna viðbótarframlag í Nýsköpunarsjóð námsmann, sem er fimmföldun á framlagi á milli ára. Þar er gert ráð fyrir 300 þúsund króna framlagi á mánuði að hámarki í þrjá mánuði á hvern nemanda. „Þrjú þúsund störfin eru samkvæmt okkar upplýsingum fyrir tveggja mánaða ráðningartímabil en sumarið er auðvitað ekki það stutt. Það lítur út fyrir það að fólk verði framfærslulaust einhvern hluta sumarsins hvort sem er nema að stofnanirnar og sveitarfélögin komi til móts við það. Það er auðvitað bara þannig að fólk þarf fjárhagslegt öryggi og við teljum að það verði best gert með réttinum til atvinnuleysisbóta líkt og gildir um annað vinnandi fólk. Það ætti að gilda um vinnandi stúdenta,“ sagði Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs HÍ.
Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48
Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48
Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14