Nágrannar árásarmannsins í Nova Scotia segjast hafa látið lögreglu vita að hann væri hættulegur Andri Eysteinsson skrifar 13. maí 2020 23:02 Frá minnisvarða um lögreglukonuna Heidi Stevenson á sem var ein 22 sem létust í árás Wortman Getty/ Tim Krochak Nágrannar Gabriels Wortman, mannsins sem varð 22 að bana í Kanada í apríl, segjast hafa tilkynnt Wortman til lögreglu vegna ofbeldishneigðar og byssueignar hans og segja lögregluna ekki sinnt útköllunum nógu vel. Guardian greinir frá. Gabriel Wortman, 51 árs gamall kanadískur ríkisborgari gekk berserksgang á milli bæjanna Portapique og Enfield í Nova Scotia í Kanada 18. til 19. apríl síðastliðinn. Wortman sem var klæddur í lögreglubúning og ók bíl sem útbúinn hafði verið til þess að líkjast lögreglubíl kveikti elda og myrti alls tuttugu og tvo. Í fyrstu myrti hann fólk sem Wortman hafði einhverja tengingu við en með tímanum urðu drápin handahófskennd. Á meðal hinna látnu var lögreglukonan Heidi Stevenson. Um er að ræða versta fjöldamorð í nútímasögu Kanada. Síðan að morðin voru framin hefur lögregla í Novia Scotia yfirheyrt ættingja, vini og nágranna Wortman með það að markmiði að komast að því hvers vegna Wortman framdi voðaverkin. Fyrrum nágrannakona Wortman segir í viðtali við kanadíska miðla að Wortman hafi beitt kærustu sína ofbeldi árið 2013 og hafi nágrannar kallað til lögreglu. „Ég hringdi í lögregluna og sagði þeim að hann væri ofbeldisfullur og ætti stórt safn ólöglegra skotvopna,“ sagði Brenda Forbes og bætti við að Wortman hefði sjálfur sýnt Forbes hjónunum safnið. „Lögreglan sagðist lítið geta gert. Þeir gætu fylgst með honum en lítið annað væri í stöðunni,“ sagði Forbes. Forbes hjónin segjast þá hafa flutt í burtu frá Nova Scotia að mestu leyti af ótta við hegðum og ofbeldishneigð árásarmannsins Wortman. Kanada Tengdar fréttir Flúði kærasta sinn skömmu áður en hann skaut 22 til bana Maðurinn sem framdi mannskæðustu árás í sögu Kanada um síðustu helgi réðst á kærustu sína áður en hann hélt út og skaut 22 til bana. 24. apríl 2020 18:01 „Martröð í helvíti“: Lögreglan í Kanada gagnrýnd fyrir að gefa ekki út viðvörun Forsvarsmenn lögreglunnar í Kanada segja að undirbúningur fyrir viðvörun til almennings hafi staðið yfir þegar Gabriel Wortman var skotinn til bana um helgina. Hann hafði þá skotið minnst 22 til bana á rúmum þrettán klukkustundum og á mjög stóru svæði í mannskæðustu árás landsins. 22. apríl 2020 23:25 Mannskæðasta árás Kanada: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. 20. apríl 2020 20:36 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Nágrannar Gabriels Wortman, mannsins sem varð 22 að bana í Kanada í apríl, segjast hafa tilkynnt Wortman til lögreglu vegna ofbeldishneigðar og byssueignar hans og segja lögregluna ekki sinnt útköllunum nógu vel. Guardian greinir frá. Gabriel Wortman, 51 árs gamall kanadískur ríkisborgari gekk berserksgang á milli bæjanna Portapique og Enfield í Nova Scotia í Kanada 18. til 19. apríl síðastliðinn. Wortman sem var klæddur í lögreglubúning og ók bíl sem útbúinn hafði verið til þess að líkjast lögreglubíl kveikti elda og myrti alls tuttugu og tvo. Í fyrstu myrti hann fólk sem Wortman hafði einhverja tengingu við en með tímanum urðu drápin handahófskennd. Á meðal hinna látnu var lögreglukonan Heidi Stevenson. Um er að ræða versta fjöldamorð í nútímasögu Kanada. Síðan að morðin voru framin hefur lögregla í Novia Scotia yfirheyrt ættingja, vini og nágranna Wortman með það að markmiði að komast að því hvers vegna Wortman framdi voðaverkin. Fyrrum nágrannakona Wortman segir í viðtali við kanadíska miðla að Wortman hafi beitt kærustu sína ofbeldi árið 2013 og hafi nágrannar kallað til lögreglu. „Ég hringdi í lögregluna og sagði þeim að hann væri ofbeldisfullur og ætti stórt safn ólöglegra skotvopna,“ sagði Brenda Forbes og bætti við að Wortman hefði sjálfur sýnt Forbes hjónunum safnið. „Lögreglan sagðist lítið geta gert. Þeir gætu fylgst með honum en lítið annað væri í stöðunni,“ sagði Forbes. Forbes hjónin segjast þá hafa flutt í burtu frá Nova Scotia að mestu leyti af ótta við hegðum og ofbeldishneigð árásarmannsins Wortman.
Kanada Tengdar fréttir Flúði kærasta sinn skömmu áður en hann skaut 22 til bana Maðurinn sem framdi mannskæðustu árás í sögu Kanada um síðustu helgi réðst á kærustu sína áður en hann hélt út og skaut 22 til bana. 24. apríl 2020 18:01 „Martröð í helvíti“: Lögreglan í Kanada gagnrýnd fyrir að gefa ekki út viðvörun Forsvarsmenn lögreglunnar í Kanada segja að undirbúningur fyrir viðvörun til almennings hafi staðið yfir þegar Gabriel Wortman var skotinn til bana um helgina. Hann hafði þá skotið minnst 22 til bana á rúmum þrettán klukkustundum og á mjög stóru svæði í mannskæðustu árás landsins. 22. apríl 2020 23:25 Mannskæðasta árás Kanada: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. 20. apríl 2020 20:36 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Flúði kærasta sinn skömmu áður en hann skaut 22 til bana Maðurinn sem framdi mannskæðustu árás í sögu Kanada um síðustu helgi réðst á kærustu sína áður en hann hélt út og skaut 22 til bana. 24. apríl 2020 18:01
„Martröð í helvíti“: Lögreglan í Kanada gagnrýnd fyrir að gefa ekki út viðvörun Forsvarsmenn lögreglunnar í Kanada segja að undirbúningur fyrir viðvörun til almennings hafi staðið yfir þegar Gabriel Wortman var skotinn til bana um helgina. Hann hafði þá skotið minnst 22 til bana á rúmum þrettán klukkustundum og á mjög stóru svæði í mannskæðustu árás landsins. 22. apríl 2020 23:25
Mannskæðasta árás Kanada: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. 20. apríl 2020 20:36