Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Kristján Már Unnarsson skrifar 5. apríl 2020 08:10 Poula Kristín Buch og dæturnar Andrea og Sylvía Sigurðardætur rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu eru meðal þeirra sem rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2 næstu tvö mánudagskvöld. Áratugur er liðinn um þessar mundir frá þessum náttúruhamförum sem komu nafni Íslands í heimsfréttirnar vikum saman þegar aska Eyjafjallajökuls setti flugumferð í Evrópu á annan endann. Frá eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010Stöð 2/Skjáskot úr þættinum. Vísindamenn höfðu fylgst með kvikuinnstreymi í eldstöðina um átján ára skeið þegar það á endanum braut sér leið upp á yfirborð, fyrst á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars 2010, með þriggja vikna eldgosi sem kallað var túristagos, og síðan í toppgíg Eyjafjallajökuls þann 14. apríl, með öskugosi sem lauk þann 23. maí sama ár. „Og þá var fjandinn laus,“ segir Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum, um öskufallið sem olli margvíslegum búsifjum í nærsveitum og einnig löngu eftir að gosinu var lokið. Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi, í öskumistri um miðjan dag í apríl 2010.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Önundarhorn var sú bújörð sem varð fyrir mestu tjóni vegna eðjuflóða ofan í öskufall sem komu niður farveg Svaðbælisár og fylltu öll tún og skurði. Þar var ekki heyjað það sumar en eldgosið varð til þess að hjónin Poula Kristín Buch og Sigurður Þór Þórhallsson hættu búskap og fluttu á Hvolsvöll ásamt dætrum sínum. Á upphafsdögum gossins hitti fréttamaður Stöðvar 2 móðurina Poulu Kristínu í hjálparmiðstöðinni að Heimalandi. Hún hafði þá flúið svart öskumistrið ásamt dætrunum Andreu og Sylvíu, sem þá voru 9 og 7 ára, en eiginmaðurinn Sigurður snúið til baka til að sinna bústofninum á bænum. Tíu árum síðar rifja þær upp þessar vikur þegar öskusprengingar eldgígsins blöstu við þeim út um eldhúsgluggann á Öndunarhorni en þær þurftu að sofa níu nætur að heiman. Í viðtali fyrir tíu árum í hjálparmiðstöðinni undir Eyjafjöllum í apríl 2010. Poula Kristín og dæturnar Andrea og Sylvía, sem þá voru 9 ára og 7 ára.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég er fyrst núna að geta bara talað um þetta án þess að fara að gráta,“ segir Andrea og lýsir opinskátt þeirri erfiðu lífreynslu barnsins sem fylgdi gosinu og að þurfa að yfirgefa dýrin og sveitina sína. Fyrri þátturinn er á dagskrá mánudagskvöldið 6. apríl en sá síðari á annan í páskum. Hér má sjá sýnishorn: Eldgos og jarðhræringar Þættir á Stöð 2 Stöð 2 Rangárþing eystra Gos á Fimmvörðuhálsi Mýrdalshreppur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu eru meðal þeirra sem rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2 næstu tvö mánudagskvöld. Áratugur er liðinn um þessar mundir frá þessum náttúruhamförum sem komu nafni Íslands í heimsfréttirnar vikum saman þegar aska Eyjafjallajökuls setti flugumferð í Evrópu á annan endann. Frá eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010Stöð 2/Skjáskot úr þættinum. Vísindamenn höfðu fylgst með kvikuinnstreymi í eldstöðina um átján ára skeið þegar það á endanum braut sér leið upp á yfirborð, fyrst á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars 2010, með þriggja vikna eldgosi sem kallað var túristagos, og síðan í toppgíg Eyjafjallajökuls þann 14. apríl, með öskugosi sem lauk þann 23. maí sama ár. „Og þá var fjandinn laus,“ segir Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum, um öskufallið sem olli margvíslegum búsifjum í nærsveitum og einnig löngu eftir að gosinu var lokið. Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi, í öskumistri um miðjan dag í apríl 2010.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Önundarhorn var sú bújörð sem varð fyrir mestu tjóni vegna eðjuflóða ofan í öskufall sem komu niður farveg Svaðbælisár og fylltu öll tún og skurði. Þar var ekki heyjað það sumar en eldgosið varð til þess að hjónin Poula Kristín Buch og Sigurður Þór Þórhallsson hættu búskap og fluttu á Hvolsvöll ásamt dætrum sínum. Á upphafsdögum gossins hitti fréttamaður Stöðvar 2 móðurina Poulu Kristínu í hjálparmiðstöðinni að Heimalandi. Hún hafði þá flúið svart öskumistrið ásamt dætrunum Andreu og Sylvíu, sem þá voru 9 og 7 ára, en eiginmaðurinn Sigurður snúið til baka til að sinna bústofninum á bænum. Tíu árum síðar rifja þær upp þessar vikur þegar öskusprengingar eldgígsins blöstu við þeim út um eldhúsgluggann á Öndunarhorni en þær þurftu að sofa níu nætur að heiman. Í viðtali fyrir tíu árum í hjálparmiðstöðinni undir Eyjafjöllum í apríl 2010. Poula Kristín og dæturnar Andrea og Sylvía, sem þá voru 9 ára og 7 ára.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég er fyrst núna að geta bara talað um þetta án þess að fara að gráta,“ segir Andrea og lýsir opinskátt þeirri erfiðu lífreynslu barnsins sem fylgdi gosinu og að þurfa að yfirgefa dýrin og sveitina sína. Fyrri þátturinn er á dagskrá mánudagskvöldið 6. apríl en sá síðari á annan í páskum. Hér má sjá sýnishorn:
Eldgos og jarðhræringar Þættir á Stöð 2 Stöð 2 Rangárþing eystra Gos á Fimmvörðuhálsi Mýrdalshreppur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira