Nabil Abdulrashid er breskur grínisti sem reyndi fyrir sér í áheyrnaprufu í Britain´s Got Talent á dögunum.
Þessi 34 ára uppistandari er frá Croydon í suður Lundúnum og heillaði hann dómnefndina og áhorfendur í sal með frábæru uppistandi og uppskar mikinn hlátur.
Svo mikill var hláturinn að söngkonan Alesha Dixon ýtti á gullhnappinn þekkta sem skilar Abdulrashid beint í úrslitin.
Hér að neðan má sjá uppistand Nabil.