Íslendingar munda greiðslukortin af krafti á ný Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2020 10:38 Líflegt um að litast í Kringlunni eftir að samkomubann var rýmkað í byrjun maí. Vísir/vilhelm Svo virðist sem hagkerfið sé nú að taka við sér samhliða því sem faraldur kórónuveiru rénar og stjórnvöld slaka á veiruaðgerðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu, þar sem greint er frá greinilegum vatnaskilum um mánaðamótin, þegar vegaumferð jókst og kortavelta komst í samt horf frá því fyrir faraldur. Bæði vegaumferð og kortavelta drógust mikið saman í upphafi faraldursins í febrúar og mars. Umsvif byrjuðu þó að aukast á ný strax í lok apríl en samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins er vegaumferð á höfuðborgarsvæðinu nú orðin svipuð og hún var áður en faraldurinn hófst. Velta greiðslukorta sem útgefin eru á Íslandi tók jafnframt mikinn kipp um það leyti sem samkomubann var rýmkað þann 4. maí. „Kortavelta veitir góða vísbendingu um umsvif í verslun og þjónustu. Kortavelta erlendra ferðamanna er nú lítil sem engin en á móti vegur að velta Íslendinga hefur tekið vel við sér að undanförnu, sérstaklega í upphafi maí eða um það leyti sem samkomubann var rýmkað. Samkvæmt nýjustu tölum er kortavelta Íslendinga svipuð og hún var í upphafi mars, áður en áhrifa faraldursins á umsvif í hagkerfinu tók að gæta að ráði. Leiða má að því líkur að margir hafi frestað kaupum á vöru og þjónustu þangað til eftir að samkomubannið var rýmkað,“ segir í tilkynningu. Þá segja tölur um umferð svipaða sögu. Umferð dróst mikið saman í mars, einkum eftir að samkomubann var sett á. „Þegar umferð var sem minnst var hún yfir 40% minni en á sama tíma í fyrra. Í kringum páska hóf umferð á höfuðborgarsvæðinu að taka við sér á ný og er hún nú orðin svipuð og hún var í upphafi þessa árs en þó um 9% minni en á sama tíma í fyrra. Það virðist að miklu leyti skýrast af minni fjölda erlendra ferðamanna þar sem umferð hefur dregist meira saman á leiðinni milli Keflavíkurflugvallar og miðborgarinnar en öðrum vegum á svæðinu. Umferð á Reykjanesbraut nálægt Vogum er enn um þriðjungi minni en á sama tíma í fyrra.“ Efnahagsmál Verslun Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Svo virðist sem hagkerfið sé nú að taka við sér samhliða því sem faraldur kórónuveiru rénar og stjórnvöld slaka á veiruaðgerðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu, þar sem greint er frá greinilegum vatnaskilum um mánaðamótin, þegar vegaumferð jókst og kortavelta komst í samt horf frá því fyrir faraldur. Bæði vegaumferð og kortavelta drógust mikið saman í upphafi faraldursins í febrúar og mars. Umsvif byrjuðu þó að aukast á ný strax í lok apríl en samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins er vegaumferð á höfuðborgarsvæðinu nú orðin svipuð og hún var áður en faraldurinn hófst. Velta greiðslukorta sem útgefin eru á Íslandi tók jafnframt mikinn kipp um það leyti sem samkomubann var rýmkað þann 4. maí. „Kortavelta veitir góða vísbendingu um umsvif í verslun og þjónustu. Kortavelta erlendra ferðamanna er nú lítil sem engin en á móti vegur að velta Íslendinga hefur tekið vel við sér að undanförnu, sérstaklega í upphafi maí eða um það leyti sem samkomubann var rýmkað. Samkvæmt nýjustu tölum er kortavelta Íslendinga svipuð og hún var í upphafi mars, áður en áhrifa faraldursins á umsvif í hagkerfinu tók að gæta að ráði. Leiða má að því líkur að margir hafi frestað kaupum á vöru og þjónustu þangað til eftir að samkomubannið var rýmkað,“ segir í tilkynningu. Þá segja tölur um umferð svipaða sögu. Umferð dróst mikið saman í mars, einkum eftir að samkomubann var sett á. „Þegar umferð var sem minnst var hún yfir 40% minni en á sama tíma í fyrra. Í kringum páska hóf umferð á höfuðborgarsvæðinu að taka við sér á ný og er hún nú orðin svipuð og hún var í upphafi þessa árs en þó um 9% minni en á sama tíma í fyrra. Það virðist að miklu leyti skýrast af minni fjölda erlendra ferðamanna þar sem umferð hefur dregist meira saman á leiðinni milli Keflavíkurflugvallar og miðborgarinnar en öðrum vegum á svæðinu. Umferð á Reykjanesbraut nálægt Vogum er enn um þriðjungi minni en á sama tíma í fyrra.“
Efnahagsmál Verslun Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira