Íslendingar munda greiðslukortin af krafti á ný Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2020 10:38 Líflegt um að litast í Kringlunni eftir að samkomubann var rýmkað í byrjun maí. Vísir/vilhelm Svo virðist sem hagkerfið sé nú að taka við sér samhliða því sem faraldur kórónuveiru rénar og stjórnvöld slaka á veiruaðgerðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu, þar sem greint er frá greinilegum vatnaskilum um mánaðamótin, þegar vegaumferð jókst og kortavelta komst í samt horf frá því fyrir faraldur. Bæði vegaumferð og kortavelta drógust mikið saman í upphafi faraldursins í febrúar og mars. Umsvif byrjuðu þó að aukast á ný strax í lok apríl en samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins er vegaumferð á höfuðborgarsvæðinu nú orðin svipuð og hún var áður en faraldurinn hófst. Velta greiðslukorta sem útgefin eru á Íslandi tók jafnframt mikinn kipp um það leyti sem samkomubann var rýmkað þann 4. maí. „Kortavelta veitir góða vísbendingu um umsvif í verslun og þjónustu. Kortavelta erlendra ferðamanna er nú lítil sem engin en á móti vegur að velta Íslendinga hefur tekið vel við sér að undanförnu, sérstaklega í upphafi maí eða um það leyti sem samkomubann var rýmkað. Samkvæmt nýjustu tölum er kortavelta Íslendinga svipuð og hún var í upphafi mars, áður en áhrifa faraldursins á umsvif í hagkerfinu tók að gæta að ráði. Leiða má að því líkur að margir hafi frestað kaupum á vöru og þjónustu þangað til eftir að samkomubannið var rýmkað,“ segir í tilkynningu. Þá segja tölur um umferð svipaða sögu. Umferð dróst mikið saman í mars, einkum eftir að samkomubann var sett á. „Þegar umferð var sem minnst var hún yfir 40% minni en á sama tíma í fyrra. Í kringum páska hóf umferð á höfuðborgarsvæðinu að taka við sér á ný og er hún nú orðin svipuð og hún var í upphafi þessa árs en þó um 9% minni en á sama tíma í fyrra. Það virðist að miklu leyti skýrast af minni fjölda erlendra ferðamanna þar sem umferð hefur dregist meira saman á leiðinni milli Keflavíkurflugvallar og miðborgarinnar en öðrum vegum á svæðinu. Umferð á Reykjanesbraut nálægt Vogum er enn um þriðjungi minni en á sama tíma í fyrra.“ Efnahagsmál Verslun Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira
Svo virðist sem hagkerfið sé nú að taka við sér samhliða því sem faraldur kórónuveiru rénar og stjórnvöld slaka á veiruaðgerðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu, þar sem greint er frá greinilegum vatnaskilum um mánaðamótin, þegar vegaumferð jókst og kortavelta komst í samt horf frá því fyrir faraldur. Bæði vegaumferð og kortavelta drógust mikið saman í upphafi faraldursins í febrúar og mars. Umsvif byrjuðu þó að aukast á ný strax í lok apríl en samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins er vegaumferð á höfuðborgarsvæðinu nú orðin svipuð og hún var áður en faraldurinn hófst. Velta greiðslukorta sem útgefin eru á Íslandi tók jafnframt mikinn kipp um það leyti sem samkomubann var rýmkað þann 4. maí. „Kortavelta veitir góða vísbendingu um umsvif í verslun og þjónustu. Kortavelta erlendra ferðamanna er nú lítil sem engin en á móti vegur að velta Íslendinga hefur tekið vel við sér að undanförnu, sérstaklega í upphafi maí eða um það leyti sem samkomubann var rýmkað. Samkvæmt nýjustu tölum er kortavelta Íslendinga svipuð og hún var í upphafi mars, áður en áhrifa faraldursins á umsvif í hagkerfinu tók að gæta að ráði. Leiða má að því líkur að margir hafi frestað kaupum á vöru og þjónustu þangað til eftir að samkomubannið var rýmkað,“ segir í tilkynningu. Þá segja tölur um umferð svipaða sögu. Umferð dróst mikið saman í mars, einkum eftir að samkomubann var sett á. „Þegar umferð var sem minnst var hún yfir 40% minni en á sama tíma í fyrra. Í kringum páska hóf umferð á höfuðborgarsvæðinu að taka við sér á ný og er hún nú orðin svipuð og hún var í upphafi þessa árs en þó um 9% minni en á sama tíma í fyrra. Það virðist að miklu leyti skýrast af minni fjölda erlendra ferðamanna þar sem umferð hefur dregist meira saman á leiðinni milli Keflavíkurflugvallar og miðborgarinnar en öðrum vegum á svæðinu. Umferð á Reykjanesbraut nálægt Vogum er enn um þriðjungi minni en á sama tíma í fyrra.“
Efnahagsmál Verslun Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira