„Grafalvarlegt ef Icelandair færi í þrot“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. maí 2020 10:41 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu, segir það grafalvarlegt ef Icelandair færi í þrot. Vísir/Baldur Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ef Icelandair yrði gjaldþrota myndi það þýða að batanum í efnahagslífinu hér á landi yrði seinkað um eitt til tvö ár. Gjaldþrot flugfélagsins yrði gríðarlegt áfall, ekki aðeins fyrir ferðaþjónustuna heldur efnahagslífið í heild sinni, þar sem flugtíðni fyrirtækisins sé ekki síður mikilvæg fyrir útflutningsgreinar eins og sjávarútveginn. Rætt var við Helgu í Bítinu á Bylgjunni í morgun um stöðuna í ferðaþjónustunni og þá ákvörðun stjórnvalda að opna landið fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Helga sagði það jákvætt fyrsta skref og mikla og góða viðleitni af hálfu stjórnvalda til þess að reyna að draga úr efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins. Hins vegar væri mikil óvissa í kortunum, til að mynda varðandi flug til landsins, aðra markaði og ferðavilja fólks. Þá benti hún á að þótt nú væri horft til þess að bjarga einhverjum þætti af ferðasumrinu þá taki við annar vetur og það sé ekki háönnin í ferðaþjónustunni hér, til að mynda hvað varðar flugtíðni. Liði miklu betur að vita af einhverri flugtíðni Aðspurð hvort hún væri uggandi yfir næsta vetri sagði Helga: „Já, ég allavega án þess að vilja vera neikvæð en mér liði miklu betur að vita af einhverri flugtíðni. Nú vitum við um erfiða stöðu Icelandair og það yrði auðvitað grafalvarlegt ef Icelandair færi í þrot vegna þess að eins og í fyrra þá voru hátt í þrjátíu flugfélög að fljúga til landsins yfir sumartímann, ellefu yfir vetrarmánuðina. En það skiptir sköpum fyrir okkur að við séum með flugfélag sem byggir á Íslandi sem miðstöð í svona tengiflugi eins og leiðakerfi Icelandair er. Það að vera með einhver flugfélög sem koma einu sinni, tvisvar, þrisvar í viku frá einum áfangastað það telur ekkert eins og svona umsvif.“ Icelandair væri þannig algjört hryggjarstykki fyrir ferðaþjónustuna. „Og ég vil meina það að ef að það færi allt á versta veg þá erum við bara að seinka batanum um eitt til tvö ár,“ sagði Helga. Þá væri alveg klárt að gjaldþrot Icelandair myndi skaða ímynd landsins. „Það yrði mjög, mjög vont hvernig sem á hlutina er litið og gríðarlegt áfall ekki bara fyrir ferðaþjónustuna heldur efnahagslífið í heild sinni því auðvitað skiptir líka tíðnin mikið máli fyrir aðrar útflutningsgreinar eins og sjávarútveginn,“ sagði Helga í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Bítið Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Sjá meira
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ef Icelandair yrði gjaldþrota myndi það þýða að batanum í efnahagslífinu hér á landi yrði seinkað um eitt til tvö ár. Gjaldþrot flugfélagsins yrði gríðarlegt áfall, ekki aðeins fyrir ferðaþjónustuna heldur efnahagslífið í heild sinni, þar sem flugtíðni fyrirtækisins sé ekki síður mikilvæg fyrir útflutningsgreinar eins og sjávarútveginn. Rætt var við Helgu í Bítinu á Bylgjunni í morgun um stöðuna í ferðaþjónustunni og þá ákvörðun stjórnvalda að opna landið fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Helga sagði það jákvætt fyrsta skref og mikla og góða viðleitni af hálfu stjórnvalda til þess að reyna að draga úr efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins. Hins vegar væri mikil óvissa í kortunum, til að mynda varðandi flug til landsins, aðra markaði og ferðavilja fólks. Þá benti hún á að þótt nú væri horft til þess að bjarga einhverjum þætti af ferðasumrinu þá taki við annar vetur og það sé ekki háönnin í ferðaþjónustunni hér, til að mynda hvað varðar flugtíðni. Liði miklu betur að vita af einhverri flugtíðni Aðspurð hvort hún væri uggandi yfir næsta vetri sagði Helga: „Já, ég allavega án þess að vilja vera neikvæð en mér liði miklu betur að vita af einhverri flugtíðni. Nú vitum við um erfiða stöðu Icelandair og það yrði auðvitað grafalvarlegt ef Icelandair færi í þrot vegna þess að eins og í fyrra þá voru hátt í þrjátíu flugfélög að fljúga til landsins yfir sumartímann, ellefu yfir vetrarmánuðina. En það skiptir sköpum fyrir okkur að við séum með flugfélag sem byggir á Íslandi sem miðstöð í svona tengiflugi eins og leiðakerfi Icelandair er. Það að vera með einhver flugfélög sem koma einu sinni, tvisvar, þrisvar í viku frá einum áfangastað það telur ekkert eins og svona umsvif.“ Icelandair væri þannig algjört hryggjarstykki fyrir ferðaþjónustuna. „Og ég vil meina það að ef að það færi allt á versta veg þá erum við bara að seinka batanum um eitt til tvö ár,“ sagði Helga. Þá væri alveg klárt að gjaldþrot Icelandair myndi skaða ímynd landsins. „Það yrði mjög, mjög vont hvernig sem á hlutina er litið og gríðarlegt áfall ekki bara fyrir ferðaþjónustuna heldur efnahagslífið í heild sinni því auðvitað skiptir líka tíðnin mikið máli fyrir aðrar útflutningsgreinar eins og sjávarútveginn,“ sagði Helga í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Bítið Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Sjá meira