Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2020 10:20 Bolungarvík undir Traðarhyrnu. Vísir/Samúel Karl Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær af völdum Covid-19, samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Sex hafa nú látist hér á landi vegna kórónuveirunnar. Fréttamiðilinn Bæjarins besta á Ísafirði greinir frá því að nafn hins látna sé Gunnsteinn Svavar Sigurðsson og hefur eftir dóttur hans. Gunnsteinn var fyrsti íbúinn á Bergi sem greindist með veiruna. Hann var fæddur árið 1938 og búsettur í Bolungarvík. Alvarlegt ástand á hjúkrunarheimilinu Tveir eru sýktir af Covid-19 á Bergi og er búið að taka sýni af þremur öðrum heimilismönnum sem eru þar í einangrun, segir í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Gylfi Ólafsson, forstjóri stofnunarinnar sagði í gær að ástandið á hjúkrunarheimilinu væri alvarlegt. Meirihluti fastra starfsmanna á hjúkrunarheimilinu er nú sagður vera í einangrun, þar af fimm með staðfest smit. Fimm íbúar eru í sóttkví án einkenna. Aðrir fastir starfsmenn utan þriggja eru í sóttkví og er heimilinu því sinnt nær eingöngu af fólki úr bakvarðasveit eða öðrum deildum stofnunarinnar. Liðsafli hefur þegar borist úr bakvarðasveit og von er á fleirum með þyrlu Landhelgisgæslunnar seinna í dag ef veður leyfir. Annað dauðsfallið í gær af völdum Covid-19 Um er að ræða annað dauðsfallið í gær af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Sigurður Sverrisson, flugvirki og afreksmaður í bridge, andaðist á Landspítalanum í gær eftir baráttu við sjúkdóminn. Hann var fæddur árið 1953. Alls hafa sex nú látist af völdum Covid-19 hér á landi. Fyrst lést ástralskur ferðamaður á Húsavík þann 17. mars og svo rúmlega sjötug kona þann 23. mars á gjörgæslu Landspítalans. Síðasta fimmtudag var tilkynnt um tvö andlát þar til viðbótar, þar af fráfall 75 ára eiginmanns konunnar sem hafði látist af sömu sökum rúmri viku fyrr. 38 einstaklingar eru nú innlagðir á sjúkrahús vegna Covid-19 samkvæmt nýjustu upplýsingum og þar af 12 á gjörgæslu. Átta eru í öndunarvél vegna sjúkdómsins á Landspítalanum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær af völdum Covid-19, samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Sex hafa nú látist hér á landi vegna kórónuveirunnar. Fréttamiðilinn Bæjarins besta á Ísafirði greinir frá því að nafn hins látna sé Gunnsteinn Svavar Sigurðsson og hefur eftir dóttur hans. Gunnsteinn var fyrsti íbúinn á Bergi sem greindist með veiruna. Hann var fæddur árið 1938 og búsettur í Bolungarvík. Alvarlegt ástand á hjúkrunarheimilinu Tveir eru sýktir af Covid-19 á Bergi og er búið að taka sýni af þremur öðrum heimilismönnum sem eru þar í einangrun, segir í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Gylfi Ólafsson, forstjóri stofnunarinnar sagði í gær að ástandið á hjúkrunarheimilinu væri alvarlegt. Meirihluti fastra starfsmanna á hjúkrunarheimilinu er nú sagður vera í einangrun, þar af fimm með staðfest smit. Fimm íbúar eru í sóttkví án einkenna. Aðrir fastir starfsmenn utan þriggja eru í sóttkví og er heimilinu því sinnt nær eingöngu af fólki úr bakvarðasveit eða öðrum deildum stofnunarinnar. Liðsafli hefur þegar borist úr bakvarðasveit og von er á fleirum með þyrlu Landhelgisgæslunnar seinna í dag ef veður leyfir. Annað dauðsfallið í gær af völdum Covid-19 Um er að ræða annað dauðsfallið í gær af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Sigurður Sverrisson, flugvirki og afreksmaður í bridge, andaðist á Landspítalanum í gær eftir baráttu við sjúkdóminn. Hann var fæddur árið 1953. Alls hafa sex nú látist af völdum Covid-19 hér á landi. Fyrst lést ástralskur ferðamaður á Húsavík þann 17. mars og svo rúmlega sjötug kona þann 23. mars á gjörgæslu Landspítalans. Síðasta fimmtudag var tilkynnt um tvö andlát þar til viðbótar, þar af fráfall 75 ára eiginmanns konunnar sem hafði látist af sömu sökum rúmri viku fyrr. 38 einstaklingar eru nú innlagðir á sjúkrahús vegna Covid-19 samkvæmt nýjustu upplýsingum og þar af 12 á gjörgæslu. Átta eru í öndunarvél vegna sjúkdómsins á Landspítalanum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira