„Þetta tekur verulega á“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. apríl 2020 13:12 Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur þurft að kalla til fólk úr bakvarðasveit til að manna deildir. Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er alvarlegt. Líkt og fréttastofa greindi frá í morgun lést íbúi á hjúkrunarheimilinu í gær úr Covid-19 sjúkdómnum. Tveir heimilismenn eru með staðfest smit og þrír aðrir sæta einangrun. Sjá nánar: Íbúi á Bergi látinn af völdum Covid-19 Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, var í hádegisfréttum Bylgjunnar spurður út í líðan íbúanna á Bergi og hvort ótti hafi gripið um sig á meðal þeirra. „Það er augljóst að þetta tekur verulega á bæði íbúa en líka starfsmenn. Langstærstur hluti starfsmanna er í sóttkví eða einangrun, meira og minna veikir þannig að það tekur verulega á fólk að þurfa að takast á við það á sama tíma og vinnustaðurinn þeirra og fólkið sem það hefur sinnt og annast um sé í þessum skrítnu og erfiðu aðstæðum.“ Meirihluti fastra starfsmanna á hjúkrunarheimilinu eru í einangrun en þar af eru fimm með staðfest smit. Aðrir fastir starfsmenn utan þriggja eru í sóttkví og er heimilinu nær alfarið sinnt af bakvarðasveit. Von er á liðsauka með þyrlu Landhelgisgæslunnar seinna í dag ef veður leyfir. „Við erum núna með fólk sem kom um og fyrir helgi sem hefur verið að taka mjög langar vaktir. Við væntum þess og vonum að veður leyfi þyrlu Landhelgisgæslunnar að flytja til okkar tíu manns úr bakvarðasveit úr Reykjavík hingað seinni partinn og þá verðum við komin fyrir vind. Síðan munu fleiri koma eftir því sem líður á vikuna. Okkur sýnist núna þetta vera komið í þokkalegt stand en það breytir ekki því að starfsmenn eru veikir og íbúar eru veikir og eru og verða í sóttkví þannig að heimilishaldið á Bergi er ekki og verður ekki með hefðbundnu sniði næstu vikur.“ En hvernig standa málin á Vestfjörðum? Er útbreiðslan mikil? „Það er hópsmit á Ísafirði og í Bolungarvík og eitt staðfest smit á Flateyri. Í morgun tóku gildi hertar samkomureglur og hertar reglur um skólahald á Þingeyri, Suðureyri, Súðavík og Flateyri, í stíl við það sem verið hefur hér á Ísafirði og Bolungarvík. Ástæðan fyrir því er sú að það er mikill samgangur á milli þessara byggðarkjarna, sömu búðir sem fólk verslar í og svo framvegis og sama atvinnusvæðið og þar með var talið líklegt að ef það væru smit á Ísafirði og Bolungarvík þá myndu þau fara að dreifa sér annars staðar líka,“ sagði Gylfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Tengdar fréttir Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær úr Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 6. apríl 2020 10:20 Grafalvarleg staða er á hjúkrunarheimili í Bolungarvík Fimm manna samkomubann gildir nú á öllum norðanverðum Vestfjörðum eftir að aðgerðir voru hertar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir stöðuna alvarlega á hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem nokkur smit hafa greinst hjá íbúum og starfsfólki. 5. apríl 2020 23:55 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er alvarlegt. Líkt og fréttastofa greindi frá í morgun lést íbúi á hjúkrunarheimilinu í gær úr Covid-19 sjúkdómnum. Tveir heimilismenn eru með staðfest smit og þrír aðrir sæta einangrun. Sjá nánar: Íbúi á Bergi látinn af völdum Covid-19 Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, var í hádegisfréttum Bylgjunnar spurður út í líðan íbúanna á Bergi og hvort ótti hafi gripið um sig á meðal þeirra. „Það er augljóst að þetta tekur verulega á bæði íbúa en líka starfsmenn. Langstærstur hluti starfsmanna er í sóttkví eða einangrun, meira og minna veikir þannig að það tekur verulega á fólk að þurfa að takast á við það á sama tíma og vinnustaðurinn þeirra og fólkið sem það hefur sinnt og annast um sé í þessum skrítnu og erfiðu aðstæðum.“ Meirihluti fastra starfsmanna á hjúkrunarheimilinu eru í einangrun en þar af eru fimm með staðfest smit. Aðrir fastir starfsmenn utan þriggja eru í sóttkví og er heimilinu nær alfarið sinnt af bakvarðasveit. Von er á liðsauka með þyrlu Landhelgisgæslunnar seinna í dag ef veður leyfir. „Við erum núna með fólk sem kom um og fyrir helgi sem hefur verið að taka mjög langar vaktir. Við væntum þess og vonum að veður leyfi þyrlu Landhelgisgæslunnar að flytja til okkar tíu manns úr bakvarðasveit úr Reykjavík hingað seinni partinn og þá verðum við komin fyrir vind. Síðan munu fleiri koma eftir því sem líður á vikuna. Okkur sýnist núna þetta vera komið í þokkalegt stand en það breytir ekki því að starfsmenn eru veikir og íbúar eru veikir og eru og verða í sóttkví þannig að heimilishaldið á Bergi er ekki og verður ekki með hefðbundnu sniði næstu vikur.“ En hvernig standa málin á Vestfjörðum? Er útbreiðslan mikil? „Það er hópsmit á Ísafirði og í Bolungarvík og eitt staðfest smit á Flateyri. Í morgun tóku gildi hertar samkomureglur og hertar reglur um skólahald á Þingeyri, Suðureyri, Súðavík og Flateyri, í stíl við það sem verið hefur hér á Ísafirði og Bolungarvík. Ástæðan fyrir því er sú að það er mikill samgangur á milli þessara byggðarkjarna, sömu búðir sem fólk verslar í og svo framvegis og sama atvinnusvæðið og þar með var talið líklegt að ef það væru smit á Ísafirði og Bolungarvík þá myndu þau fara að dreifa sér annars staðar líka,“ sagði Gylfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Tengdar fréttir Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær úr Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 6. apríl 2020 10:20 Grafalvarleg staða er á hjúkrunarheimili í Bolungarvík Fimm manna samkomubann gildir nú á öllum norðanverðum Vestfjörðum eftir að aðgerðir voru hertar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir stöðuna alvarlega á hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem nokkur smit hafa greinst hjá íbúum og starfsfólki. 5. apríl 2020 23:55 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær úr Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 6. apríl 2020 10:20
Grafalvarleg staða er á hjúkrunarheimili í Bolungarvík Fimm manna samkomubann gildir nú á öllum norðanverðum Vestfjörðum eftir að aðgerðir voru hertar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir stöðuna alvarlega á hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem nokkur smit hafa greinst hjá íbúum og starfsfólki. 5. apríl 2020 23:55