„Þetta tekur verulega á“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. apríl 2020 13:12 Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur þurft að kalla til fólk úr bakvarðasveit til að manna deildir. Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er alvarlegt. Líkt og fréttastofa greindi frá í morgun lést íbúi á hjúkrunarheimilinu í gær úr Covid-19 sjúkdómnum. Tveir heimilismenn eru með staðfest smit og þrír aðrir sæta einangrun. Sjá nánar: Íbúi á Bergi látinn af völdum Covid-19 Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, var í hádegisfréttum Bylgjunnar spurður út í líðan íbúanna á Bergi og hvort ótti hafi gripið um sig á meðal þeirra. „Það er augljóst að þetta tekur verulega á bæði íbúa en líka starfsmenn. Langstærstur hluti starfsmanna er í sóttkví eða einangrun, meira og minna veikir þannig að það tekur verulega á fólk að þurfa að takast á við það á sama tíma og vinnustaðurinn þeirra og fólkið sem það hefur sinnt og annast um sé í þessum skrítnu og erfiðu aðstæðum.“ Meirihluti fastra starfsmanna á hjúkrunarheimilinu eru í einangrun en þar af eru fimm með staðfest smit. Aðrir fastir starfsmenn utan þriggja eru í sóttkví og er heimilinu nær alfarið sinnt af bakvarðasveit. Von er á liðsauka með þyrlu Landhelgisgæslunnar seinna í dag ef veður leyfir. „Við erum núna með fólk sem kom um og fyrir helgi sem hefur verið að taka mjög langar vaktir. Við væntum þess og vonum að veður leyfi þyrlu Landhelgisgæslunnar að flytja til okkar tíu manns úr bakvarðasveit úr Reykjavík hingað seinni partinn og þá verðum við komin fyrir vind. Síðan munu fleiri koma eftir því sem líður á vikuna. Okkur sýnist núna þetta vera komið í þokkalegt stand en það breytir ekki því að starfsmenn eru veikir og íbúar eru veikir og eru og verða í sóttkví þannig að heimilishaldið á Bergi er ekki og verður ekki með hefðbundnu sniði næstu vikur.“ En hvernig standa málin á Vestfjörðum? Er útbreiðslan mikil? „Það er hópsmit á Ísafirði og í Bolungarvík og eitt staðfest smit á Flateyri. Í morgun tóku gildi hertar samkomureglur og hertar reglur um skólahald á Þingeyri, Suðureyri, Súðavík og Flateyri, í stíl við það sem verið hefur hér á Ísafirði og Bolungarvík. Ástæðan fyrir því er sú að það er mikill samgangur á milli þessara byggðarkjarna, sömu búðir sem fólk verslar í og svo framvegis og sama atvinnusvæðið og þar með var talið líklegt að ef það væru smit á Ísafirði og Bolungarvík þá myndu þau fara að dreifa sér annars staðar líka,“ sagði Gylfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Tengdar fréttir Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær úr Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 6. apríl 2020 10:20 Grafalvarleg staða er á hjúkrunarheimili í Bolungarvík Fimm manna samkomubann gildir nú á öllum norðanverðum Vestfjörðum eftir að aðgerðir voru hertar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir stöðuna alvarlega á hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem nokkur smit hafa greinst hjá íbúum og starfsfólki. 5. apríl 2020 23:55 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Sjá meira
Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er alvarlegt. Líkt og fréttastofa greindi frá í morgun lést íbúi á hjúkrunarheimilinu í gær úr Covid-19 sjúkdómnum. Tveir heimilismenn eru með staðfest smit og þrír aðrir sæta einangrun. Sjá nánar: Íbúi á Bergi látinn af völdum Covid-19 Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, var í hádegisfréttum Bylgjunnar spurður út í líðan íbúanna á Bergi og hvort ótti hafi gripið um sig á meðal þeirra. „Það er augljóst að þetta tekur verulega á bæði íbúa en líka starfsmenn. Langstærstur hluti starfsmanna er í sóttkví eða einangrun, meira og minna veikir þannig að það tekur verulega á fólk að þurfa að takast á við það á sama tíma og vinnustaðurinn þeirra og fólkið sem það hefur sinnt og annast um sé í þessum skrítnu og erfiðu aðstæðum.“ Meirihluti fastra starfsmanna á hjúkrunarheimilinu eru í einangrun en þar af eru fimm með staðfest smit. Aðrir fastir starfsmenn utan þriggja eru í sóttkví og er heimilinu nær alfarið sinnt af bakvarðasveit. Von er á liðsauka með þyrlu Landhelgisgæslunnar seinna í dag ef veður leyfir. „Við erum núna með fólk sem kom um og fyrir helgi sem hefur verið að taka mjög langar vaktir. Við væntum þess og vonum að veður leyfi þyrlu Landhelgisgæslunnar að flytja til okkar tíu manns úr bakvarðasveit úr Reykjavík hingað seinni partinn og þá verðum við komin fyrir vind. Síðan munu fleiri koma eftir því sem líður á vikuna. Okkur sýnist núna þetta vera komið í þokkalegt stand en það breytir ekki því að starfsmenn eru veikir og íbúar eru veikir og eru og verða í sóttkví þannig að heimilishaldið á Bergi er ekki og verður ekki með hefðbundnu sniði næstu vikur.“ En hvernig standa málin á Vestfjörðum? Er útbreiðslan mikil? „Það er hópsmit á Ísafirði og í Bolungarvík og eitt staðfest smit á Flateyri. Í morgun tóku gildi hertar samkomureglur og hertar reglur um skólahald á Þingeyri, Suðureyri, Súðavík og Flateyri, í stíl við það sem verið hefur hér á Ísafirði og Bolungarvík. Ástæðan fyrir því er sú að það er mikill samgangur á milli þessara byggðarkjarna, sömu búðir sem fólk verslar í og svo framvegis og sama atvinnusvæðið og þar með var talið líklegt að ef það væru smit á Ísafirði og Bolungarvík þá myndu þau fara að dreifa sér annars staðar líka,“ sagði Gylfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Tengdar fréttir Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær úr Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 6. apríl 2020 10:20 Grafalvarleg staða er á hjúkrunarheimili í Bolungarvík Fimm manna samkomubann gildir nú á öllum norðanverðum Vestfjörðum eftir að aðgerðir voru hertar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir stöðuna alvarlega á hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem nokkur smit hafa greinst hjá íbúum og starfsfólki. 5. apríl 2020 23:55 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Sjá meira
Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær úr Covid-19 samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 6. apríl 2020 10:20
Grafalvarleg staða er á hjúkrunarheimili í Bolungarvík Fimm manna samkomubann gildir nú á öllum norðanverðum Vestfjörðum eftir að aðgerðir voru hertar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir stöðuna alvarlega á hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem nokkur smit hafa greinst hjá íbúum og starfsfólki. 5. apríl 2020 23:55